Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Metorð og hörundslitur

Nú þegar Obama hefur formlega verið útnefndur forsetaefni Bandarískra Demókrata, og reyndar margar undanfarnar vikur hef ég víða lesið að menn eru að viðra þá skoðun sína að Bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir til að kjósa þeldökkan mann sem forseta. 

Margir hafa sömuleiðis viðrað þessa skoðun í mín eyru.

En það eru ekki síst Evrópubúar sem virðast hafa áhyggjur af því þessum fordómum Bandaríkjamanna.  Það leiddi hugann að því hvernig þessu er háttað í Evrópu og hvernig fólki úr minnihlutahópum hefur gengið að komast í æðstu embætti þar.

Hefur til dæmis maður af arabískum uppruna verið í forsetaframboði í Frakklandi?  Hefur þeldökkur maður, eða af Indverskum eða Pakistönskum uppruna átt möguleika á því að verða forsætiráðherra Breta?

Eiga menn von á því að frambjóðendur af Tyrkneskum ættum eigi eftir að berjast um kanslaraembættið í Þýskalandi fljótlega?

Hvað halda menn með Norðurlöndin, eiga einstaklingar með Pakistanskan bakgrunn eftir að verða forsætisráðherrar Noregs innan skamms?  Afkomendur innflytjenda eftir að leiða ríkisstjórn Danmerkur á næstu árum?

Ég velti þessu fyrir mér.


Sigur jafnréttisins?

Ég bloggaði um það fyrir nokkru að ég ætti von á því að félagasamtök og hópar sem hafa að öllu jöfnu hátt um jafnrétti kynjanna og telja yfirleitt verulega halla á konur, myndu nú fara að senda frá sér ályktanir og fagna því að kona hefði tekið við sem borgarstjóri í Reykjavík.

Ég hef ekki haft tækifæri til þess að vera "stífur" á fréttavaktinni, en verð að viðurkenna að ég hef ekki rekist á neitt slíkt "fagn".

Allar ábendingar um ályktanir sem ég hef misst af eru því vel þegnar í athugasemdum.


Lagt í ferðalag

Nú er Bjórárfjölskyldan að leggja í smá ferðalag í fyrramálið, komum aftur heim á þriðjudagsmorgunin.  Haldið verður norður á bóginn, til Lake Baptiste, en þangað höfum við farið flest sumur síðan ég fluttist hingað.

Ég veit ekki hvort að það verður eitthvað bloggað, eitthver netsamband á að vera á hótelinu, en ég veit ekki hversu gott það er.

En það er komið mikið af nýjum myndum inn á Flickr, síðuna http://www.flickr.com/photos/tommigunnars/, sumar reyndar nokkurra ára gamlar, en ekki verri fyrir vikið.

En m.a. má eru meðfylgjandi myndir, klikkið á myndirnar ef þið viljið sjá þær stærri.

101 Reykjavik Toronto By Night Leaves What We Call Downtown The Frog Can Get There Too Driving

Klókur McCain

Það kemur mörgum eflaust á óvart að í miðjum kosningaslagnum hrósi menn keppinautnum, sem þeir hafa gert sitt besta til að ata auri undanfarna daga og vikur.

Ég held að þetta sé afar klókt hjá McCain, setur einhvern veginn "góðan fíiling" í baráttuna, þó að eflaust verði svo allt komið í sama gírinn á morgun.

En McCain hefur líka efni á að "taka ofan hattinn" eitt augnablik, byrinn virðist með honum í augnablikinu, þó ótrúlegt megi virðast nú þegar flokksþing Demokrata stendur sem hæst.

En á morgun tilkynnir hann svo um varaforsetaefni sitt, það verður fróðlegt að sjá hver verður fyrir valinu og hvernig baráttan þróast úr því, þegar flestir "taflmennirnir" eru komnir á borðið.

 


mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri óskandi

Ég held að flestir Formúluaðdáendur fagni hraustlega ef útlit er fyrir að framúrakstur verði tíðari en nú er, persónulega er ég þó ekki of bjartsýnn.

Hermar höfðu hermt eftir því sem ég kemst næst að mikið yrði um framúrakstur í kappakstrinum í Valencia, annað kom á daginn.

Auðvitað er þetta endalus keppni, sem snýst ekki hvað síst um að gera keppinautunum eins erfitt fyrir og mögulegt er, innan ramma reglanna.  Liðin ýta og pota í reglugerðirnar og reyna eftir fremsta megni að finna "matarholur" innan þeirra.

En ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að losa aðeins um reglurnar á sumum sviðum, t.d. að fella niður skyldu til að nota fleiri en eina gerð hjólbarða, leyfa að skipta um mótor á milli keppna o.s.frv.

En það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu eins og öðru.


mbl.is Framúrakstur auðveldari 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju McCain á að vera í Hvíta húsinu

0827rmccain188Þetta er eiginlega svo augljóst að það hlaut að gerast.  Auglýsingatækifæri sem þetta er alltof gott, alltof magnað til að láta fram hjá sér fara.  Bara umfjöllunin sem tiltækið gefur og umtalið sem skapast er líklega metið á milljónir dollara.

Slagorð svo sem :   "Why McCain Should Be In The White House" og "McCain Goes To War Over Oil", sem og "McCain Brings 'smiles' To Millions", byjra að sjást í auglýsingum á föstudag.  En það er ekki Bandaríski forsetaframbjóðandinn sem er að auglýsa, heldur hinn "þekktari" McCain, Kanadíski kartöfluframleiðandinn sem eflaust er mörgum Íslendingum að góðu kunnur.

McCain auglýsir að öllu jöfnu afar lítið, en þeirra aðalmarkaður er hjá stórum stofnunum og keðjum.  En þeir hafa áhuga á að auka hlutdeild sína í smásölunni og stimpla "brandið" inn hjá almenningi.

Líklega hefur aldrei verið betra tækifæri til þess en núna.  Það er ekki á hverju ári sem einstaklingur sem ber sama eftirnafn og nafn fyrirtækisins (Kanadíska McCain fjölskyldan sem fyrirtækið dregur nafn sitt af, er ekkert skyld forsetaframbjóðandanum, að best er vitað) býður sig fram tíl forseta Bandaríkjanna.

Sjálfsagt eiga menn eftir að deila um hvort að auglýsingaherferð fyrirtækisins eigi eftir að hjálpa John McCain eða skaða hann.

Svo er auðvitað spurningin hvort að fyrirtækið er að auglýsa franskar kartöflur eða frelsis kartöflur.

En hér má sjá frétt sem Globe and Mail birti um auglýsingaherferðina.

 


Smá(þjóðar)sálin

Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að gagnrýna að Þorgerði Katrínu fyrir að hafa farið til Kína og það tvisvar, það var eðilegt eins og atburðir þróuðust.

En það þýðir ekki að ýmislegt í þessarri frétt orkai ekki tvímælis.  Hvaða þörf er t.d. á "Humphrey" Menntamálaráðuneytisins sé með í för, og það tvisvar, þar af einu sinni með maka?

Hefði kostnaðurinn ekki dregist saman um allt að 40% ef aðeins ráðherra og maki hefðu farið og það þó tvisvar?

Það er fyllsta ástæða til þess að ráðamenn dragi saman seglin, rétt eins og þeir hvetja almenning til.

En Þorgerður átti erindi til Kína, sem fulltrúi Íslendinga og fáir betur til þess fallnir að vera fulltrúi þjóðarinnar við þetta tækifæri.

P.S  Hvað er svo næst, ætla fjölmiðlar að birta útreikninga yfir hvað það kostaði þjóðina að Ólafur Ragnar breytti ferðaáætlun sinni og kom heim í stað þess að halda beint til Bangladesh eins og hann gerði ráð fyrir. En þeirri ferð var aðeins frestað í 3. daga, svo að hann gæti hengt orður á silfurdrengina.

 


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bland í poka - og smá lax líka.

Það er búið að vera mikið að gera upp á síðkastið, það hefur líka verið mikið að gerast undanfarið.  Saman hefur þetta tvennt leitt til þess að það hefur margt gerst sem ég hefði viljað minnast á, en hef ekki gert. 

Reyni að bæta úr því nú.

Eitt af því sem ég ætlaði að blogga um en komst ekki að, var laxveiðiferð borgarfulltrúa og heilbrigðisráðherra í boði Baugs, eða Hauks Leóssonar, svona eftir því hvernig litið er á málið.

Þetta athæfi þeirra er auðvitað út í hött og á ekki að eiga sér stað.  Jafn reyndir stjórnmálamenn og þarna ræðir um eiga að vita að það er ekki forsvaranlegt að þiggja gjafir sem þessar.  Þeir eiga líka að vita að það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður og ekki heldur veiðileyfi.  Það er alltaf einhver sem borgar.

Annað sem fór í taugarnar á mér er skipan Gísla Marteins í embætti 2. varaforseta borgarstjórnar.  Ekki það að ég held að Gísli geti vel sinnt því embætti, og ég get ekki séð að vera hans í Edinborg eigi að koma í veg fyrir það. 

En flestum ætti að vera það ljóst að þessi nýi meirihluti er með afar litlu pólítísku "startkapítali".  Það þarf að vinna hörðum höndum til að koma "pólítísku fé" í kassann.  Þetta er ekki leiðin til þess, þvert á móti.  Það að konan hans skyldi vera kosin formaður hverfaráðs er svo "iceing on the cake".

Það er óþarfi að færa andstæðingum sínum "tertur" af þessu tagi.

Ég fór að velta þvi fyrir mér eftir að Obama hafði tilkynnt að Joe Biden yrði varaforsetaefni sitt, og lofræðurnar fóru að koma um Biden hvernig hefði staðið á því að Demókratar hefðu hafnað Biden með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni.

Biden hefur alltaf verið til fyrirmyndar í þinginu (að mér skilst), hann er óbilandi talsmaður litla mannsins (að mér skilst), hann hefur miklu meiri reynslu en Obama, sérstaklega í utanríkismálum og getur tekið upp símann og hringt í flesta sem skipta einhverju máli í heiminum (að mér skilst).

Ef til vill var þetta "freudian slip", þegar Obama kynnti hann sem næsta forseta Bandaríkjanna.  Ef til vill hefði verið rökréttara að þetta væri Biden - Obama, eða hvað?


Sérfræðingar

All margir hafa tjáð sig með neikvæðum hætti um þá ákvörðun nýs meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að skipa Guðlaug G. Sverrisson sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.

Borgarfulltrúar VG og Samfylkingar hafa farið þar fremstir í flokki, þó að margir aðrir hafi fundið ástæðu til að tjá í ljósvakafjölmiðlum eða á prenti.

Margir hafa reyndar viðurkennt að þekkja ekkert til Guðlaugs, en það hefur ekki hindrað þá í því að fella þann dóm að hann sé óhæfur til verksins og þekki lítið til orkufyrirtækja. Þó að Guðlaugur hafi ekki tekið við starfinu þegar dómarnir voru felldir, skipti það litlu máli, "sérfræðingarnir" sáu strax að Guðlaugur væri ekki starfinu vaxinn.

Ekki þekki ég til Guðlaugs, og ætla ekki að segja til um hvort hann sé rétti maðurinn til að vera stjórnarformaður, ég rétt eins og svo margir aðrir þekki ekkert til mannsins.

En það er fróðlegt fyrir alla að skoða hverjir sitja í stjórn fyrirtækisins

Af framgöngu borgarfulltrúa minnihlutans er því freistandi til þess að álykta að Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir séu bestu sérfræðingar sinna flokka hvað varðar orkumál og rekstur fyrirtækja á því sviði.  Líklega eru þær taldar af flokkssystkinum sínum búa yfir hvað mestri vitneskju Íslendinga á þessu sviði, því varla hvarflar að nokkrum manni að þær hafi verið valdar til setu í stjórninni vegna þess að þær eru í borgarstjórnarflokki Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.  Svo illa innrættur getur varla nokkur verið.

Er ekki Sigrún Elsa Smáradóttir á Filipseyjum að kynna fréttamönnum hvernig verkefni þar ganga? 

Það er líklega ekki ónýtt fyrir jarðvísindamenn Orkuveitunnar að hafa slíka þekkingarbrunna í stjórninni, með slíka bakhjarla getur leið fyrirtækisins aðeins legið upp á við. 


Fumlaus Massa, en vonbrigði í Valencia

Ég varð fyrir vonbrigðum með kappaksturinn í Valencia.  Vissulega gladdi frábær akstur Massa frá upphafi til enda mig, en kappaksturinn í heild olli mér vonbrigðum.

Brautin, þó að þokkalega hröð sé, virðist ekki bjóða upp á verulega möguleika á framúrakstri, það var varla að það sæist að ökumenn þreifuðu fyrir sér, nema á fyrstu hringjunum.  Engar verulegar breytingar á efstu mönnum, nema auðvitað að Raikkonen datt úr leik, Trulli og Vettel skiptu um sæti og Glock sem kom jú á óvart.

Það að Raikkonen skyldi detta úr leik er sérstakt áhyggjuefni fyrir Ferrari, önnur keppnin í röð þar sem Ferrari sprengir mótór.  Þarf þarf áreiðanleika til að vinna titla og staða McLaren sýnir það.

Undarleg atvik á þjónustusvæðinu undirstrikar svo vandræði Ferrari, þó að aksturinn hjá Massa hafi verið frábær, er ennþá möguleiki á því að hann missi af sigrinum, vegna mistaka á þjónustusvæði.  Persónulega hef ég þó trú á því að liðinu verði refsað, eða þá að Massa verði færður aftur í startinu í næstu keppni, en við verðum að bíða og sjá hvað verður.

Það er annars nokkuð merkilegt að bera saman stöðuna hjá Ferrari og McLaren, nú og í fyrra.  Í fyrra hafði McLaren mun betri stöðu samanlagt, með tvö ökumenn í toppbaráttunni, en Raikkonen skaust fram úr og náði titlinum.  Í ár hefur Ferrari tvö ökumenn í toppbaráttunni en Hamilton leiðir fyrir McLaren og stendur best að vígi til að ná titlinum, þó að enn sé langt í land.

Spurning hvað Ferrari gerir í stöðunni nú?  Lætur liðið meiri þunga að baki Massa og veðjar á að hann geti náð titlinum og gerir heimsmeistarann að "second" ökumanni?  Ekki gott að segja.

En næst er það Spa, þar ætti Ferrari að blómstra, það eru líklega fáar brautir sem henta Ferrari betur, svo er það Monza og krafan er auðvitað tvöfaldur sigur á heimavelli, en þar ætti McLaren þó líklega að standa Ferrari í það minnsta jafnfætis. 

Það verður spenna allt til enda.

 


mbl.is Massa ók eins og meistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband