Frjálshyggja hefur ekki fundist á Alþingi um langt árabil

Þegar "riddarar vinstrisins" rilja berja á andstæðingum sínum tala þeir gjarna um "frjálshyggjuna" eða það sem á að hljóma enn  hræðilegra "nýfrjálshyggjuna".

Þetta eru reyndar eins og svo margt annað í heimi stjórnmálanna ákaflega illa skilgreind hugtök, en ég hygg þó að þeim "riddurum" hafi almennt tekist að láta festa við þau neikvæða ímynd.

Skilgreining á "einkavæðingu" og "einkarekstri" t.d. þegar kemur að heilbrigðisþjónustu virðist oft "skarast" og margir eru alls ekki vissir um hvað er hvort og hvort er hvað, þannig að öruggast sé að vera á móti "þessu öllu".

Þó eru vissulega mikill einkarekstur í Íslensku heilbrigðiskerfi.  Ég þori þó ekkert að fullyrða um hvort að hlutfall hans hafi minnkað eða aukist, ég hef engar tölur um slíkt.

En öldrunarþjónusta hefur að stórum hluta verið í einkarekstri, sama gidlir, að ég tel, um augnlækningaþjónustu, tannlækningar, lýtalækningar og t.d. áfengismeðferðir.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju, enda ég á engan hátt sérfræðingur hvað varðar Íslenskt heilbrigðiskerfi.

Á þessu sviðum er svo greiðsluþátttaka ríkisins mismunandi og ekkert óeðlilegt við það, þó að um slíkt megi alltaf deila.

En ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað mikill einkarekstur er í heilbrigðiskerfi margar landa (líklega hærra hlutfall víða en á Íslandi) og hverju sá rekstur getur skilað.

Hvað skyldu margir Íslendingar t.d. fá liðskiptiaðgerðir hjá erlendum einkaaðilum, sem þó er að fullu greitt (mun hærra verði en hægt væri að fá sambærilegar aðgerðir hjá Íslenskum einkaaðilum) af hinu Íslenska tryggingakerfinu?

Þannig er hægt að rökræða um þessi málefni fram og tilbaka.

Líklega væri lang best í mörgum (en ekki öllum tilfellum) að ákveða (með eins nákvæmum útreikningum og hægt er) hvað tiltekin aðgerð kostar.

Það er ríkisframlagið við "slíka aðgerð".  Sjúklingurinn ákveður síðan hvar hann vill að aðgerðin sé framkvæmd.

Þar sem ég bý er t.d. "eins greiðanda" heilbrigðiskerfi að lang mesu leyti (það eru alltaf einhver atriði sem greiðsluþátttaka hins opinbera nær ekki yfir).  Ég hef blessunarlega ekki þurft á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. 

En ég hef eignast tvö börn, bæði tekin með keisaraskurði, á "einka reknu sjúkrahúsi".  En allur sá kostnaður var greiddur af hinu opinbera.

En sjúkrahúsið aflar sér einnig mikils fjármagns með frjálsum framlögum, enda má segja að margir (þar á meðal við hjónin) eigi þeim mikið að þakka.

En líklega verður seint full sátt um hvernig eigi að standa að heilbrigðisrekstri, en eins og í svo mörgum öðrum málum er umræða til alls fyrst og af hinu góða.


mbl.is „Stjórnvöld segja nei takk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband