Þekkir lögreglan ekki reglugerðina, eða hefur blaðamaður rangt eftir henni?

Í fréttinni segir:  "„Við erum að skoða þetta. Það mega ekki fleiri koma sam­an en 10 nema í mat­vöru­búðum. Ef þetta er veit­inga­hús, þá verður að hólfa­skipta,“ seg­ir Jó­hann. Bæt­ir hann við að hver þurfi að dæma fyr­ir sig, út frá reglu­gerð heil­brigðisráðherra."

Það er rangt að ekki megi koma fleiri en 10 saman nema í matvöruverslunum.

Í reglugerð frá 10 des segir:

"Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.".

Tekið héðan.

Það verður því að öllum líkindum skilgreiningaratriði hvers kyns rekstur er í Ásmundarsal.  Er það verslun með listmuni, eða eitthvað allt annað?

En það er eiginlega eðlilegt að gera þá lágmarkskröfu að lögregla geti vitnað rétt í reglugerðir sem hún hyggst beita vegna hugsanlegra brota.

Það hlýtur líka að vekja spurning hvað lögregla ætli að gera varðandi brot "Sóttvarnartroikunnar" við skipulagningu á blaðamannafundi?

Ekki ætti að vanta ljósmyndir sem sönnunargögn þar.

En líklega er "troikan" sorgmædd yfir því að hafa ekki farið að eigin tilmælum.

 


mbl.is Tilkynna hvort Ásmundarsalur verði sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband