Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Alveg nýtt DV?

Ég er líklega það sem kalla má fjölmiðafíkil. Ég hef gaman af þeim og eyði líklega alltof miklum tíma í að lesa fréttir og fréttaskýringar og skoða myndir.

En mér líst nokkuð vel á samsetninguna sem boðuð er á DV og held að hún geti skilað skemmtilegum og "balanseruðum" fjölmiðli.

Hvort það verður raunin á auðvitað eftir að koma í ljós, en ég reikna með því að ferðum mínum á dv.is eigi eftir að fjölga, alla vegna fyrst um sinn.

En möguleikarnir sem netið gefur fjölmiðlum eru miklar og fróðlegt að sjá hvernig DV kemur til með að spila úr þeim.

Hinu er svo ekki hægt að neita, að miklar fjárfestingar í fjölmiðlum á Íslandi vekja vissulega alltaf eftirtekt.  Það er ekki eins og margir hafi orðið ríkir af slíkum rekstri undanfarin ár, þó að þess megi vissulega finna dæmi um í sögunni.  En enn virðast bisnessmenn hafa trú á því að fjölmiðlar geti ávaxtað pund þeirra.  Það er gott.

Þetta er önnur slík tilkynning sem hefur borist á stuttum tíma.  Því má eiga von á harðri samkeppni og ef til vill dálitlu fjöri á Íslenskum fjölmiðlamarkaði á næstunni.

 

 

 

 


mbl.is Eggert og Kolbrún ritstjórar DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn sem óttast ekkert nema kjósendur

Svo virðist sem Grískir þingmenn hafi ekki verið sömu skoðunar og Jean Claude Juncker hvað það væri að "kjósa rangt".

Svo virðist í það minnsta að þeir hafi fylgt eigin sannfæringu og frekar valið að efnt yrði til kosninga, en að beygja frá henni.

Það gefur hinum almenna Grikkja tækifæri til að segja álit sitt og stjórnmálamönnum tækifæri til að fá nýtt umboð fyrir komandi ár.

En nú virðist það vera orðið víða um lönd að farið er að tala um kosningar sem ógn.  Stjórnmálamenn jafnvel farnir að taka svo til orða að tekist hafi að afstýra kosningum.

Slíkir stjórnmálamen virðast fátt óttast nema kjósendur og úrskurð þeirra.

En Grikkir eiga nú fáa kosti og enga góða.

Þó að vissulega megi færa fyrir því rök að best væri fyrir þá að yfirgefa eurosvæðið, þá er það sitthvað að skipta um mynt með skipulegum hætti, eða að vera hugsanlega sviptir myntinni sem þeir hafa kosið að nota og þurfa að taka upp sína eigin við erfiðar aðstæður og ónógan undirbúning.

Grikkir búa nú við þann veruleika að þeir nota ekki eigin mynt, heldur nota mynt sem Seðlabanki Evrópusambandsins ræður yfir.  Þess vegna hefur Seðlabankinn komist upp með að senda "skipunarbréf" til landa eins og Grikklands, Írlands og Ítalíu.

Það er vert að hafa í huga að slíkar aðstæður er auðveldara að koma sér í, en úr.

En kosningabaráttan í Grikklandi verður snörp en hörð.  Talað er um að kosningar verði haldnar þann 25. janúar.

Þó að margt bendi til þess nú að Syriza vinni góðan sigur, leyfi ég mér að efast um að sú verði raunin.

Þó að ég efist ekki um að margir Grikkir vilji gefa þeim atkvæði sitt, er ekki þar með sagt að þeir hafi hugrekki til þess í kjörklefanum.

Þó að þeir vilji taka meira vald "heim", þá er þeim þröngt skorinn stakkur.  Skuldir ríkisins eru gríðarlegar, atvinnuleysi er ógnvænlegt og höggið sem kæmi á Grikkland ef því yrði "sparkað" af eurosvæðinu yrði slæmt.

Það er því ekki ótrúlegt að margur Grikkinn muni velja "árann" sem hann þekkir, frekar en að kaupa miða í "óvissuferð" með Syriza. 

Það sýnir enn og aftur að það er umtalsvert auðveldara fyrir þjóðir að gefa frá sér völd, en að endurheimta þau.

En nú færast völdin um stundarsakir til Grískra kjósenda.  Þeim er falið að að velja sér fulltrúa á þingið.  Það er í sjálfu sér fagnaðarefni.  Þingmenn fá nýtt umboð og nýta það vonandi vel.

Það er hins vegar allt eins líklegt að umboðið þingsins í heild, verði ekki skýrt, skiptar skoðanir og margar meiningar.  En það endurspeglar þá líklega stöðuna í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Tókst ekki að kjósa forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu samsæriskenningarnar 2014

Eitt af því sem hefur fylgt mannkyninu frá örfófi aldar eru samsæriskenningar.  Eftir þvi sem fjölmiðlun hefur orðið útbreiddari og almennari hafa samsæriskenningar átt frjósamari akur.

Hér má lesa um "bestu" samsæriskenningarnar á árinu sem er að líða, að mati Breska blaðsins The Telegraph.

En hverjar eru "bestu" Íslensku samsæriskenningarnar?  Nú eða ef einhverjir hafa skoðun á því hvaða samsæriskenningar, The Telegraph hefur "misst" af?  Ég hefði gaman af því ef slíkt yrði sett í athugasemdir hér að neðan.

 

 


Verða þá bílaþvottastöðvar bannaðar Í Noregi?

Það hefur oft mátt heyra þau rök að atvinnustarfsemi þar sem mansal eigi sér stað þurfi að banna.

Persónulega er ég ekki sammála því.

Ekki það að ég sé fylgjandi mansali, heldur hitt, að ég tel enga ástæðu til að hegna þeim sem fara eftir lögunum, þó að einhverjir sem eru í sömu starfsgrein brjóti þau.

En lögum eiga auðvitað allir að fylgja, hvort sem þeir eru sammála þeim eður ei, og þeir sem brjóta þau eiga skilið refsingu.

Það er hins vegar sjálfsagt að berjast fyrir lagabreytingum, ef einstaklingum kunna að þykja lögin óréttmæt eða brjóta í bága við almennt siðferði.

En þó að mansal kunni að vera algengt á kakóekrum er engin ástæða til að banna súkkulaði, frekar en það er ástæða til að banna bílaþvott í Noregi.

En að sjálfsögðu á ekki að gefa neinn afslátt af mannréttindum, eða að hika við að sækja þá sem brjóta lögin til saka.

Þannig verndum við mannréttindi.

 

 


mbl.is Þrælahald á norskum bílaþvottastöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil hvorki áróður frá kirkju eða borgaralegum presti á kennslutíma í skólum barnanna minna

Ég sá þessa frétt á vef DV.

Ég hef ekki skoðun á meginefni hennar, en staldraði við þar sem vitnað var í prest þjóðkirkunnar.

 

„Ég er auðvitað hlutdrægur því ég er í hinu liðinu en mér finnst þetta mikilvægt umræðuefni. Ég vil hvorki áróður frá kirkjupresti eða borgaralegum „presti” í kennslutíma í skólum barnanna minna.”

Ég tek heilshugar undir það sem hann segir, en myndi líklega umorða það á þennan veg:

Ég vil ekki áróður frá "prestum", kirkjulegum, borgaralegum eða frá öðrum trúarbrögðum á skólatíma hjá börnunum mínum.

Þar undir myndi að mínu mati falla kirkjuheimsóknir, þar sem prestur heldur tölu, á aðventunni, jafnt sem öðrum tímum ársins.

Það gerir "prestana" ekki óhæfa til kennslu, en þeir verða að gæta sín og virða hlutleysi eins og þeim er frekast unnt.

 


Frakkland í feni atvinnuleysis og efnahagslega á eftir Bretlandi

Það gengur hvorki né rekur hjá Hollande.  Óvinsælasti forseti Frakklands og loforð hans um atvinnu, jöfnuð og velferð vekja nú hjá flestum aðeins hlátur.

Hann hafði enda lítið annað fram að færa en gömlu sósíalísku lausnirnar, hækka skatta og láta hið opinbera eyða.

En auðvitað er einföldun að skrifa vanda Frakka á Hollande. Hann hefur verið að búa um sig lengi.

Of stórt ríkisbákn, varanlegur halli á fjárlögum (hallalaus fjárlög hafa ekki verið í Frakklandi síðan 1973 eða 4), háir skattar, stífar og miklar reglugerðir o.sv.frv.

Það var síðan með upptöku eurosins sem fór að halla undan fæti fyrir alvöru.  Það fór enda saman við róttækar breytingar í Þýskalandi.  Frakkland fór hægt, rólega en örugglega að tapa samkeppnishæfi sínu, og því hlaut atvinnuleysi að aukast.  Nú er talað um að euroið sé 15 til 20 20% of sterkt fyrir Frakkland.  Ef gjaldmiðilinn getur ekki gefið eftir, verða aðrir þættir atvinnulífsins að gera það.  Ef kaupgjaldið lækkar ekki, eykst atvinnuleysið.

Og nú hefur Frakkland fallið niður um sæti hvað varðar stærð efnahags.  Það sem Frökkum þykir þó líklega heldur verra, þá er það Bretland sem hefur sætaskipti við þá.  Bretar orðnir 5. stærsta efnahagsveldi heims og lætur Frakklandi eftir 6. sætið.

Það er þó mjög mjótt á mununum, og það sem kætir líklega Frakkana, er að það er vændis og fíkniefnaneysla sem lyftir Bretunum upp fyrir þá.

Ekki það að Frakkarnir slái svo slöku við í þeim efnum, heldur hitt að Frakkland hefur neitað að hlýða tilskipun Evrópusambandsins um að taka þá þætti inn í bókhaldið.

Líklegt verður að teljast að ef þeir væru með í löndunum báðum, þá hefði Frakkland enn vinninginn.

Það breytir því þó ekki, að ef ekkert breytist í efnahagshorfum landanna, myndi Bretland sigla fram úr Frakklandi á næstu árum, með eða án vændis og fíkniefna.

Þar spilar mikið hærra atvinnyleysi að sjálfsögðu inn í.

Að hluta til byggt á grein á vefsíðu The Telegraph.

 

 


mbl.is Metatvinnuleysi í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld láti viðskipti hafa sinn gang. En allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum

Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir mót vöruskiptum við Rússa nema Íslensk lög.

Það væri t.d. sjálfsagt og eðlilegt að Íslensk fyrirtæki skiptu á sávarfangi og olíu.  Það væri ekki flókin aðgerð og ef ég man rétt eru tengsl á milli Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og olíufyrirtækja, þannig að þetta þyrfti ekki að vera flókið.

En Íslensk lög banna vöruskipti.

Um það eru ákvæði í lögum um gjaldeyrisviðskipti/höft, það er bannað að flytja út vörur frá Íslandi nema fyrir gjaldeyri og gjaldeyri ber að skila til Seðlabankans.  Svo hefur mér í það minnsta skilist.

En það er engin ástæða fyrir ríkisstjórn eða alþingismenn að grípa til "aðgerða", eða búa til "sérstakar lausnir".

Lög eiga að gilda jafnt fyrir alla.

Það væri auðvitað æskilegt að þeim takist að afnema gjaldeyrishöftin eins fljótt og auðið er, þá leysist þetta nokkuð af sjálfu sér.

Þá væru viðskiptamennirnir færir um að leysa málið sjálfir.  Það fer best á því.

Hlutverk stjórnvalda, þar með talið alþingismanna er að skapa umgjörðina.  Það má vissulega deila um hvernig þar hefur til tekist.

Margir myndu ef til vill halda því fram að þar mætti geta betur og betra fyrir alþingismenn að beina kröftum sínum í þann farveg.

 

 


mbl.is „Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hús án sorgar - Jólakveðja 1941

Ég vona að allir, bæði nær og fjær eigi góð og þægileg jól. En þó að óskin sé send er ólíklegt að sú sé eða verði raunin.  Ástandið um heimsbyggðina er ekki með þeim hætti nú um stundir.

En það er eitt ljóð sem ég hef oft lesið undanfarin jól, sem ef til vill á vel við þessi jól, ekki síður en mörg þeirra sem á undan hafa farið.

Höfundurinn er Marie Under.  Eistneskt ljóðskáld, skáld sem margir Eistlendingar segja að sé þeirra Goethe.

Marie Under var ein af þeim Eistlendingum sem sá heimaland sitt hersetið, samlanda sína safnað í gripavagna og senda í Gulagið.  Sá nazista fremja voðaverk og deildi örlögum með mörgum samlöndum sínum þegar hún flúði land í enda seinni heimstyrjaldar.

Mér er sagt að hún hafi verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Nóbels 30 sinnum, en aldrei hlaut hún þau.  Margir hafa haldið því fram að Nóbelsnefndin hafi ekki viljað styggja Sovétmenn, með því að veita verðlaunin útlægum Eistlendingi.

En eitt þekktasta ljóð Marie Under er Jõulutervitus 1941  (Christmas Greetings 1941 - Jólakveðja 1941).  Það orti hún til samlanda sinna, sem áttu erfið jól 1941, hersetnir af Þjóðverjum, en það er ljóst að ljóðið er þó mest um örlög þeirra tugþúsunda Eistlendinga sem Sovétmenn fluttu á brott og ýmist myrtu eða sendu til Síberíu. 

 

Christmas Greetings 1941

    I walk the silent, Christmas-snowy path,
    that goes across the homeland in its suffering.
    At each doorstep I would like to bend my knee:
    there is no house without mourning.
    
    The spark of anger flickers in sorrow's ashes,
    the mind is hard with anger, with pain tender:
    there is no way of being pure as Christmas
    on this white, pure-as-Christmas path.
    
    Alas, to have to live such stony instants,
    to carry on one's heart a coffin lid!
    Not even tears will come any more -
    that gift of mercy has run out as well.
    
    I'm like someone rowing backwards:
    eyes permanently set on past -
    backwards, yes - yet reaching home at last ...
    my kinsmen, though, are left without a home...
    
    I always think of those who were torn from here...
    The heavens echo with the cries of their distress.
    I think that we are all to blame
    for what they lack - for we have food and bed!
    
    Shyly, almost as in figurative language,
    I ask without believing it can come to pass:
    Can we, I wonder, ever use our minds again
    for sake of joy and happiness?
    
    
    Now light and darkness join each other,
    towards the stars the parting day ascends.
    The sunset holds the first sign of the daybreak -
    It is as if, abruptly, night expands.
    
    All things are ardent, serious and sacred,
    snow's silver leaf melts on my lashes' flame,
    I feel as though I'm rising ever further:
    that star there, is it calling me by name?
    
    And then I sense that on this day they also
    are raising eyes to stars, from where I hear
    a greeting from my kinsfolk, sisters, brothers,
    in pain and yearning from their prison's fear.
    
    This is our talk and dialogue, this only,
    a shining signal - oh, read, and read! -
    with thousand mouths - as if within their glitter
    the stars still held some warmth of breath inside.
    
    The field of snow dividing us grows smaller:
    of stars our common language is composed....
    It is as if we d started out for one another,
    were walking, and would soon meet on the road.
    
    For an instant it will die away, that 'When? When?'
    forever pulsing in you in your penal plight,
    and we shall meet there on that bridge in heaven,
    face to face we'll meet, this Christmas night.

Þeir sem vilja lesa á frummálinu, geta fundið ljóðið hér.

Eftir því sem ég kemst næst er hin Enska þýðingin gerð af Leopold Niilum og David McDuff.


Ákvörðun Ukraínu endurspeglar svik Rússlands

Ég hef ekki trú á að NATO samþykki umsókn Ukraínu um aðild, ef hún verður lögð fram.  Ég tel það ekki líklegt að NATO taki að sér það verkefni að tryggja landamæri Ukraínu, sem hefur hluta af landi sínu hernumið og annan hluta undir árás.

En sókn Ukraínu eftir NATO aðild er eðlileg og skiljanleg, eftir að Rússland sveik svokallaðan Budapest sáttmála og réðst á landið.

Budapest sáttmálinn var undirritaður af Rússlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ukraínu, sem þá var þriðja stærsta kjarnorkuveldi heims, en hafði þó ekki fulla stjórn yfir vopnunum.

Í stuttu máli gekk samkomulagið út á það að ríkin þrjú ábyrgðust landamæri og stjórnmálalegt sjálfstæði Ukraínu, gegn því að Ukraína félli frá öllu tilkalli til kjarnorkuvopnanna.

Það þarf því engan að undra, að þegar Rússland hefur gengið svo freklega gegn þessu samkomulagi, að Ukraína sækist eftir að ganga í bandalag og finna sér "skjól".

En hitt er svo allt annar handleggur, hvort það þetta sé skynsamlegasti leikurinn í stöðunni, eða hvort líklegt sé að þessi leikur dragi úr spennu eða átökum á svæðinu.

Það verður að teljast ólíklegt, en það má líka velta því fyrir sér hvaða leikir standa Ukraínu opnir?

Það er ekkert sem bendir til þess að Rússar hörfi frá A-Ukraínu, hvað þá Krím.

 

 

 


mbl.is Skref í átt að NATO-aðild Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru mannréttindi að mega borða skötu

Ég hefði líkelga valið eitthvert annað orð en ilmur, ef ég hefði skrifað þessa frétt.  Fnykur kemur til dæmis upp í hugann, ólykt, eða stækja.

En það breytir því ekki að mörgum finnst kæst skata góð, því kæstari því betri.  Eftir því sem ég kemst næst fer þeim fjölgandi hvert ár sem snæða skötu.

Og þó að vissulega megi halda því fram að kæstasta skatan ætti að fara í umhverfismat, þá eru það engu að síður mannréttindi að mega borða skötu.

En það fer auðvitað best á því að skötuneyslan fari fram í einrúmi, í þar til gerðum hópum, eða á matsölustöum sem eru tilbúnir til að lifa með fnyknum og hafa góða loftræstingu.

Og vissulega er skatan hluti af íslenskri menningu, þó að deila megi um hversu samofin henni hún er.

En það liggur engin nauðsyn fyrir því að bjóða upp á skötu í skólum, né eru það brot á mannréttindum að það sé ekki gert.

Ég hygg að það væri meira að segja rétttlætanlegt að banna skötu í skólum og opinberum stofnunum, rétt eins og reykingar, nema að þær seu þeim mun betur loftræstar.

Það er auðvitað ekkert gamanmál ef að lyktin sest í föt og svo getur hún ollið vanlíðan.

 

 

 


mbl.is Skötuilmurinn liggur yfir landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband