Það eru rökin sem skipta máli

Ég er í raun alveg sammála Kára að því leyti að ég tel að það þurfi að vera sannfærandi rök fyrir sóttvarnaraðgerðum.

Allt sem virkar órökrétt grefur undan trú almennings á aðgerðunum.

Það að fleiri megi vera inn í matvöruverslunum en öðrum verslunum, óháð fermetrafjölda grefur undan þeirri trú að ákvarðanir séu teknar með sóttarnir að leiðarljósi.

Ákvörðun eins og að það skipti máli í hvaða deild "afreksíþróttamenn" spili grefur undan trú á þvi að ákvarðanir séu teknar með sóttvarnir að leiðarljósi.

Það má vissulega færa fram rök fyrir því að líkamsrækt eigi að vera lokuð, en ef fjarlægðartakmarkanir eru virtir, og "sprittað" á milli notenda, hvernig getur líkamsrækt verið hættuleg?

Það er þarft að hafa í huga að margar líkamsræktarstöðvar eru í þúsunda fermetra starfsaðstöðu.

Ég bý á svæði þar sem er "red zone" en ekki "lockdown" og krakkarnir mínir fara í líkamsrækt 2svar í viku.  Þau færu oftar, en vegna fjöldatakmarkana þurfa allir meðlimir að sætta sig við skert aðgengi.

En allt er umdeilanlegt.

Hvað átti nú aftur að vera langt þangað til Íslendingar ættu að geta byrjað að lifa "eðlilegu lífi"; ef "tvöföld skimun" yrði tekin upp við landamærin?

Var hún ekki tekin upp í ágúst?

 

 

 


mbl.is Litakóðunarkerfið hlægilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er

Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.

Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".

Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.

En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?

Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?

Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu.  Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.

Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.

Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".

En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.

Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.

 

 


mbl.is „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Ég held að það sé skynsamleg ákvörðun að hafa bólusetningu bæði val- og gjaldfrjálsa.

Ég held að slík barátta vinnist aðeins með fræðslu og uppýsingum, valdboð yrði málinu ekki til framdráttar.

Ég held sömuleiðis að það sé ekki góð hugmynd að "skilyrða" einhverja þjónustu við borgarana, eða önnur réttindi þeirra við bólusetningu.

Eins og gildir í svo mörgum öðrum málum, tel ég að best sé að byggja á fræðslu, ekki lagasetningum eða bönnum (í þessu tilfelli skyldu).

Einstaklingar fá þannig að taka upplýsta ákvörðun.

Það er langt í frá að vera óeðlilegt að um bólusetningu sem þessa séu að einhverju marki skiptar skoðanir, rétt eins og lesa má í þessari frétt mbl.is: "Segir ekki tímabært að bólusetja í Þýskalandi."

Öðru hvoru við áramótin má líklega búast við niðurstöðum frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópusambandsins.

Neyðardreifing gæti þó verið leyfð fyrr. 

Eðlilega er mikið horft til þessara stóru stofnana og verður fróðlegt að heyra um niðurstöður þeirra.

Það er sömuleiðis líklegt að margir muni fylgjast með fréttum frá Bretlandi á næstu dögum og vikum, en bólusetning þar hefst í dag (þriðjudag).

 


mbl.is Bólusetning gegn veirunni ekki skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband