Þegar vinstri menn fagna því að vinstri vitleysa sé leiðrétt

Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að fagna því að Íslendingar vilji draga úr notkun pálmaolíu.

En til hvers skyldi pálmaolía fyrst og fremst hafa verið notuð á Íslandi?

Jú, í fréttinni kemur fram:

"Til­lag­an fel­ur í sér að  ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra er falið að vinna áætl­un um tak­mörk­un á notk­un olí­unn­ar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notk­un henn­ar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs."

Þar segir enn fremur:

"Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skóg­ar rudd­ir sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið og veld­ur marg­vís­leg­um skaða sem brýnt er að girða fyr­ir með banni á notk­un. Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hef­ur haft á um­hverfið hef­ur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notk­un óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu."

En hvenær skyldu Íslendingar hafa byrjað á þvi að blanda pálmaolíu í eldsneyti sitt?

Er það ekki ekki eitt af "afrekum" "fyrstu hreinu vinstri" stjórnarinnar?

Voru ekki "íblöndunarlögin" samþykkt ca. árið 2013, þá eftir skoðnum "bestu visindamanna", þó að í raun hafi það aðeins þýtt að "hreina tæra vinstristjórnin" hafi "copy/pastað" skoðanir "Sambandsins"?

Hvað skyldu margir lítrar af pálmaolíu hafa brunnið í Íslenskum bílvélum siðan þá?

Nú eða margir "maískólfar"?

En það er ekki eins og að þessum aðgerðum hafi ekki verið mótmælt á Alþingi.

En því sem næst eini þingmaðurinn sem það gerði var Sigríður Andersen.

Um það má lesa hér, hér og hér.

En stundum gerast kraftaverkin og vinstri menn reyna að leiðrétta vitleysuna sem skoðanabræður þeirra hafa áður leitt í lög.

Það er því miður allt of sjaldgæft.

Svo má t.d. velta því fyrir sér hvort að hefði ekki verið betra að veita þeim peningum sem hefur verið sólundað í þessa vinstri vitleysu í t.d. að auka enn á rafmagnsvæðingu bílaflotans?

Nú eða því fjárhgaslegu ívilnunum sem vinstri stjórnin ákvað að gefa díselbílum?

Eða hreinlega að stjórnvöld hefðu látið einstaklngum það eftir að velja orkugjafa fyrir farartæki sín.

 

 


mbl.is Samþykkt að draga úr notkun pálmaolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband