Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fagra Ísland nær líka til Húsavíkur

Ég fagna þessarri undirskrift heilshugar.  Það er vonandi að iðnaðaruppbygging nái til Norð-Austurlands og fagurt og vaxandi Ísland nái þangað einnig.

Ég er mjög ánægður með að Össur skuli skrifa undir framlengingu viljayrilýsingar og reynist þar Húsvíkingum og Norðlendingum betri en enginn.

Vonandi verður uppbygging álvers að Bakka að veruleika.

Vonandi skipa Össur og Björgvin Skóflustunga sér í hóp þeirra sem vilja áframhaldandi uppbyggingu og nýtingu orkuauðlinda á Íslandi.

En það er skrýtið að lesa að ljósmyndurum skuli hafa verið neitað um að fá að mynda undirskriftina.

Við hvað eru ráðherrar hræddir?  Að mynd kunni að vera notuð í næstu kosningabaráttu?  Að það sjáist að iðnaðarráðherra styðji iðnaðaruppubyggingu?

Er ekki pláss fyrir "opna stjórnsýslu" á hinu Fagra Íslandi?


mbl.is Álversyfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af Bjórárbörnunum

Sem betur fer tekst mér með reglulegu millibili að taka nokkuð skemmtilegar myndir af börnunum mínum.

 Það er sérstaklega nauðsynlegt þegar dvalið er langt frá vinum og ættingjum.

Hér eru tvær sem eru teknar í vikunni, báðar í stofuglugganum.

Playing Boy on Canvas

Að venja fólk af flöskunni

Það eru alltaf fleiri og fleiri sem kjósa flöskuna, það þekki ég vel sjálfur enda ber ég flöskurnar eins og múlasni hingað heim að Bjórá.  Þegar ég vil fá gott kaffi þá teygi ég mig í flöskuna (geri það nánast alltaf).

En yfirvöld vilja spyrna við fótum og nú er komin upp þó nokkur hreyfing hér í Kanada sem vill gera flöskuna útlæga úr skólum og opinberum stofnunum. 

Plastið og einnota umbúðir eru víða gerðar útlægar.  Nú er til dæmis ekki neinir plastpokar í LCBO (ríkinu) lengur, heldur aðeins bréfpokar. 

Næst á dagskrá er að venja börnin af því að drekka vatn úr flöskum og koma þeim á kranann.

Persónulega held ég að það verði seint sem ég á eftir að drekka eingöngu kranavatn hér að Bjórá.  Klórbragðið eitt og sér er eitthvað sem mér gengur seint að venja mig við. 

Hitt er annað mál að ég hef aldrei getað skilið hvernig hægt er að selja vatn á flöskum á Íslandi.

Í nýlegri grein í National Post sagði m.a.:

"Bottled water could be removed from hundreds of school vending machines as early as next year as school boards raise concerns about the environmental impact of all those billions of disposable flasks that don't end up in the recycle bin.

The Toronto and Ottawa-Carleton school districts are following the example recently set by the Waterloo Region District School Board and will vote this year on whether to phase out the bottles by 2009. In Toronto 104 secondary and 106 elementary schools have vending machines. Last year, schools sold about 8,545 cases of water."

"Andrea Harden-Donahue with the Ottawa based think-tank Polaris Institute says the trend of drinking designer "purified" water is reversing back to tap water.

"A lot of people are looking at water as a fundamental right like education is a fundamental right."

But Griswold argues that more attention should be placed on recycling programs. "Schools are losing out on a real opportunity to teach students about recycling."

Universities, often considered hotbeds for social change, have also joined the effort to get rid of the bottle.

Memorial University in Newfoundland, Thompson Rivers University in B.C., the University of Ottawa and the University of Guelph are just some of the campuses that now have what students call "bottle free zones."

"The idea is to get rid of bottles one space at a time," said Harden-Donahue, who runs a campaign to lobby schools to join the program.

The United Church of Canada is also urging its 590,000 members to stop purchasing bottled water, calling water a "sacred gift for all life."

Lynn Scott, chair of the Ottawa-Carleton School District said the idea has gained momentum but added that parents have concerns that would need to be addressed before they move forward."

"Gordon Dewis, a research analyst for the federal agency, says 16 per cent of households preferred bottled water in 1994. That rose to 22 per cent in 1999 and then to 30 per cent in 2006.

"There could be any number of reasons why people might be drinking more bottled water from marketing, to perceived negative incidents like Walkerton. We don't know why those people chose to drink bottled water."

Last week both London, Ont., and the southeastern B.C. city of Nelson voted in favour of banning the water bottle in all city offices, parks and other recreational areas.

Charlottetown decided to stop buying bottled water in 2007."


Fartölva handa konunni

Brá mér í búð í gær og verslaði fartölvu handa konunni.  Sit einmitt með hana fyrir framan mig (er þó að blogga á gömlu borðvélina), búinn að opna hana, ræsa og er að búa til "recovery diska" til að eiga til vonar og vara þegar konan verður búin að koma öllu í hnút einhvern tíma í framtíðinni.

Þetta eru að verða svoddan ógnar "vöðlar" sem Windows og það sem fylgir vélunum er að það duga ekki færri en 3. DVD diskar.

En það var ekki meiningin að versla neitt ógnar tryllitæki handa konunni, endar notar hún tölvuna ekki til margra hluta, nema einna helst ritvinnslu og svo spjall og símaforrit, gjarna þá með vefmyndavélum.  Slíkur lúxus gerir afa og ömmu kleift að sjá að barnabörnin að Bjórá geti ennþá hreyft sig, brosað og séu heldur fallegri en í gær.

Eftir að hafa skoðað hitt og þetta ákvað ég að kaupa HP vél í þetta skiptið.  Hún kom skratti vel út hvað verð snerti og var líka fáanleg úr "hillunni" eða því sem næst.

Vélin var keypt í Best Buy (sem segja má að sé BT okkar Ameríkumanna, sérstaklega þegar "lógóið" er skoðað, líklega teljast "lógóin" of lík til að það geti verið tilviljun.)

Gerði ágætis kaup, að ég held, fékk HP vél með Intel Centrino 1.8. 4GB minni, DVD skrifara, 250GB harðdiski og þessu sem með fylgir fyrir rétt tæpa 1000 dollar, eða örlítið yfir 80 þúsund ISK.  Þjónustan var slök, en það kom ekki verulega að sök í þetta skiptið.

Núna þarf ég hins vegar að fara að kaupa mér þráðlausan beini (er það ekki örugglega Íslenska orðið yfir router?).  Þarf aðeins að velta fyrir mér hvað hentar best, og hvort ég eigi að kaupa mér með harðdisk möguleika eður ei.  Allar ráðleggingar vel þegnar. 

 


Hvaðan kemur rafmagnið?

Núna þegar bensín og dísel hefur aldrei verið dýrara, er mikið talað um nauðsyn þess að knýja farartæki með öðrum orkugjöfum.

Mest er rætt um rafmagn og svo vetni, en etanól og metangas eru sömuleiðis í umræðunni.  Flestir ræða þó um rafmagn og vetni sem sem lausnir sem geti orðið ráðandi á markaðnum.

Vetnið er framleitt með rafgreiningu, en persónulega verð ég að segja að auðvitað hljómar rafmagnslausnin lang best, dreifikerfið þegar til staðar í svo að segja hvert hús og "orkustöðvar" missa að mestu leyti mikilvægi sitt.

Farartæki sem knúin væru rafmagni eða vetni drægju verulega úr loftmengun (einhver áhöld eru með mengun hvað varðar rafgeymana) og myndu gjörbreyta "loftslaginu" sérstaklega í borgunum.

En verði rafmagnsbílar það sem koma skal hlýtur að vakna spurningin hvaðan á rafmagnið fyrir þá að koma?

Það er lítil bylting falin í því ef rafmagnið verður áfram framleitt að stórum hluta með jarðefnaeldsneyti.  Það eru því miður til þess að gera fáar þjóðir sem hafa stóran hluta raforkuframleiðslu sinnar með öðru hætti.

Þeir lausnir sem helst eru á borðinu í dag, væri að hefja af krafti nýtingu vatns og jarðvarma, vind og sólarorku og svo er það auðvitað kjarnorkan.

Allt eru þetta í dag umdeildar lausnir.

Allir þekkja umræðuna um náttúruspjöll við vatns og jarðvarmavirkjanir, sólar og vindorka þykir sumstaðar ekki boðleg þar sem stöðvarnar séu svo mikil útlitslýti og andstöðu við kjarnorka þarf líklega ekki að rifja upp.

Hér í Ontario kemur 22% raforkunnar frá vatnsaflsvirkjunum.  50% kemur frá kjarnorku, 16% kemur úr kolakyntum orkuverum og 6% er framleitt með gasi.

Ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki grein fyrir hve rafmagnsþörfin eykst mikið ef bílar verða almennt knúnir af rafmagni, en hefði gaman af því að heyrar tölur í þá átt.

En hvaðan skyldi rafmagnið fyrir þá koma?

 


Flakkandi fylgi

Ég hef aldrei verið einn af þeim sem hef tekið skoðanakannanir of alvarlega, en vissulega gefa þær oft tilefni til þess að staldra við og hugleiða málin. 

Ég verð að byrja á því að segja að mér þykja miklar sveiflur hafa verið í skoðanakönnunum undanfarið, heldur meiri en eðlilegt getur talist, en eftir allt þá eru þetta jú bara kannanir.

En það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki of vel þessa dagana.  Líklega vegur það umrót sem hefur verið í efnahagslífi Íslendinga nokkuð þungt og staðan í borgarstjórnarflokki hans hefur líklega ekki hjálpað til.

Það verður að teljast eðlilegt að kjósendur refsi Sjálfstæðisflokknum harðar fyrir efnahagsmálin en samstarfsflokknum, hann hefur jú lykil ráðherrana hvað þau varðar, og þó að í ríkisstjórn sé náin samvinna eru það forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem bera þungan af efnahagsmálunum.

En ef til vill hefur Samfylkingunni líka tekist vel upp í þeim "leik" að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.  Vera bæði með og móti og veita málum stuðning, en álykta gegn þeim.

En þessi könnun hlýtur líka að vera hálfgert áfall fyrir stjórnarandstöðuna, ja nema ef til vill "Frjálslynda" sem auka þó við sig.  VG tapar fylgi frá síðustu könnun (ennþá þó í nokkuð góðri stöðu miðað við kosningar) en niðurlæging Framsóknar er alger.  Langt undir kjörfylgi og standa einungis jafnfætis "Frjálslyndum".  Líklega verður Sturla og vörubílstjórarnir að bjóða fram í næstu kosningum svo að Framsókn endi ekki sem minnsti flokkurinn.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hat Trick?

Ef til vill er ekki rétt að vera að gera grín að þessu og allri þeirri histeríu sem hefur farið af stað í Íslensku samfélagi.  Málið jafnvel orðið stórpólískt að mér skilst og ráðherra búinn að eyða pólítísku kapítali sínu í ísbjarnarfeldi.

En get get ekki að því gert að velta því fyrir mér hvort að Íslendingar nái ekki að "þrennunni" eftirsóttu.

Hvað ætli Þórunn Birna geri ef sá þriðji kemur?  Ef til vill hringir hún til Churchill?


mbl.is Leit að bjarndýri stendur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's a Jungle Up There

IMG 5698Auðvitað er ég duglegur maður, en því miður er tíminn sem til þarf að komast yfir allt sem þarf að gera einfaldlega ekki nægur.  Reyndar tók ég stigann út í endaðaðan maí og ætlaði að hreinsa þakrennurnar, en stuttu seinna setti ég hann inn í bílskúr aftur.  Og þakrennurnar ennþá stútfullar að alls kyns góðmeti.

En það er um miðjan maí sem hlynurinn í garðinum fer að senda niður fræ í þúsundatali.  Fræ sem féllu í frjóan jarðveg, í þakrennunum.  Þar var næringarríkur jarðvegur, nóg vatn og sólin skein, í það minnsta jafn mikið og annarsstaðr, ef ekki meira.

Þar var því í dag, þegar loks gafst tími til þess að hreinsa þakrennurnar, að það var engu líkara en að við starfræktum (ótrúlega vel viðeigandi orð) gróðrarstöð í þakrennunum, hundruðir af litlum hlynum og öðrum illþekkjanlegum plöntum úr nágrenninu stóðu keikar í þakrennunum og teigðu sig í átt að sólinni.

Því miður höfum við ekkert pláss fyrir allar þessar plöntur að Bjórá, þannig að þeim var einfaldlega hent á safnhauginn.

Safnhaug gleymskunnar.


Alla baddarí - Ferrari

Það er alltaf gott að byrja daginn með því að horfa á Ferrari sigur.  Ljúfur sigur í morgun.

Massa og Raikkonen keyrðu af öryggi og þó að pústurrörið væri að angra Kimi var annað sætið aldrei í hættu, yfirburðir þeirra voru þvílíkir.

Trulli kætti Toyotamenn og Kovalainen og Kubica áttu vel ásættanlegan dag.  Nelson Piquet náði loksins í stig, þannig að þetta var stór dagur fyrir hann, en Alonso hefur líklega ekki verið alveg sáttur, en hann átti sérstaklega afleita ræsingu.

Hamilton átti erfitt uppdráttar, að ræsa úr þrettánda sætinu á Magny Cours er ekki auðvelt.  Hann gerði svo eiginlega út um allar vonir sínar um stigasæti með því að "sleppa beygju", og taka þannig fram úr Vettel.  Hann var að segja má kominn fram úr, en hefði ekki getað haldið framúrakstrinum, ef hann hefði ekki farið beint.

Ég varð eiginlega alveg rasandi hissa á því að McLaren liðið skyldi ekki láta hann gefa eftir sætið eins og skot, það var það eina rétta í þessarri stöðu.  Það verður að teljast líklegra en ekki að dómarnir veiti refsingu fyrir þetta en ekki.  Því er það illskiljanlegt að taka áhættuna á því að halda sætinu.

Líklega eru margir McLaren menn ósáttir við þennan dóm, en það má benda á að það eru gefnar upp þrjár refsingar við athæfi sem þessu, og Hamilton hlaut þá vægustu.  Hinar tvær eru 10 sec stopp og að færast aftur um 10 sæti í næstu keppni (þá hefði nú líklega farið um McLaren aðdáendur).

En kappaksturinn var skemmtilega og ágætlega spennandi að horfa á, því þó að fyrstu 2. sætin væru að segja mætti frátekin, voru ágætis aksturtilþrif víða.  En svo er það auðvitað alltaf best þegar Ferrari sigrar.


mbl.is Ferrari í sérflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður kúrs - hjá Ferrari

Sökum anna í morgunsárið sá ég ekki nema síðasta hlutann af tímatökunni, en það í sjálfu sér nægði.

Góður árangur hjá Ferrari leggur vonandi grunninn að 1 - 2 sigri þeirra á morgun.

En Alonso sýnir góða takta, en það hlýtur að vera um nokkur vonbrigði að ræða hjá Kovalainen og Kubica að hafa ekki náð betri árangri, að sama skapi vekja rauðu nautin, DC og Webber athygli.

Hamilton nær ásáttanlegum árangri, en verður færður aftur um 10 sæti.

En það sem er að sjálfsögðu aðal spurningin er hvernig eldsneytishleðslan er.  Hvað eru þessir drengir með á tönkunum?  Nú er Magny Cours betur til þess fallinn en margar aðrar brautir að taka 3. þjónustuhlé.  Þjónustusvæðið er "stutt" og það tekur ekki eins langan tíma að stoppa eins og viða annarsstaðar.  Að sama skapi er frekar erfitt að komast fram úr "í akstri", þannig að þjónustuhléin eru afar mikilvæg.

Það kæmi mér ekki á óvart þó að Hamilton væri frekar léttur, því það var meira áríðandi fyrir hann að komast framarlega en nokkru sinni fyrr, það er mikill munur á því að ræsaí 13. sætinu en því 11.  Að sama skapi er hægt að leyfa sér að draga þá ályktun að Ferrari sé með heldur meira bensín en hinir, þar sem þeir vissu af því að skæðasti andstæðingurinn átti ekki möguleika á því að ræsa frá pól.

En þetta eru auðvitað aðeins vangaveltur sem hafa lítið á bak við sig, en það má búast við hörkuspennandi keppni á morgun, ég tala nú ekki um ef það verður rigning.  Það reynir á sveigjanleika og hugmyndaauðgi áætlunameistaranna.


mbl.is Räikkönen vinnur 200. ráspól Ferrariliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband