Grafalvarleg mistök lögreglu

Það eru grafalvarleg mistök hjá lögreglu að birta upplýsigar með þessum hætti.  Við verðum að vona að afsökunarbeiðni lögreglunnar dugi og engin fari að krefjast afsagnar lögreglustjóra, eða þess að einhverjir starfsmenn verði látnir taka pokann sinn.

En við verðum líka að vona að við eigum ekki eftir að lesa tilkynningar frá lögreglunni, s.s. að fimm hafi verið teknir undir áhfrifum við akstur, þar á meðal forstjóri stórfyrirtækis.

Nú eða að lögreglan hafi verið kvödd að heimili þekkts fjölmiðlamanns vegna heimilisofbeldis.

Slíkar upplýsingar eiga ekkert erindi til almennings. 

Við verðum líka að vona að það komi ekki í ljós að "stjórnmálaskoðanir" hafi orðið þess valdandi að þessar upplýsingar rötuðu í tilkynningu lögreglu á aðfangadag.

Að þessu sögðu, og með von um að lögreglan bæti sig, á ég erfitt með að vera lögreglunni reiður yfir þessum mistökum.

Upplýsingar sem þessar leka á einhvern hátt út fyrr eða síðar.  Fjölmiðlafólk á sér "heimildamenn" og fyrr en varir eru atburðir sem þessi gjarna á allra vörum, þó óstaðfestir séu.

Að því leiti er ekki slæmt að þetta hafi allt komið fram - strax.

 

 

 


mbl.is Segja mistök að hafa upplýst um ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband