Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Hækka laun ef þau eru greidd í Euro?

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að sumir Íslendingar haldi að laun hækki ef þau séu greidd í Euroum.

Það er auðvitað rétt að sé greitt í Euroum, þá heldur gjaldmiðillinn almennt séð verðgildi sínu, því þó að Euroið fari upp og niður eins og aðrir gjaldmiðlar, eru sveiflurnar verulega minni en hjá Íslensku krónunni, alla vegna eins langt og sagan nær.

En það sem breyttist ekki er að atvinnurekendur þurfa að eiga fyrir laununum, hvort sem þeir eru í einkageiranum eða hinum opinbera.

Því gerist yfirleitt annað af tvennu þegar syrtir að, eða áföll skella á, laun lækka eða starfsfólki fækkar.  Auðvitað gerist hvoru tveggja oft á tíðum, eins og gerst hefur bæði á Íslandi og í Eurolöndum undanfarin misseri, en fæstir neita því að tengsl eru á milli þessara tveggja stærða.

Falli gjaldmiðillinn gengur það jafnt yfir línunu, öll laun lækka, innistæður í bönkum missa hluta af verðgildi sitt o.s.frv.

Þurfi að lækka launinn á hinn vegin, upphefjast flóknar samningaviðræður á milli stéttarfélaga og atvinnurekenda og í raun engin trygging fyrir því hvernig þær fari, launalækkanir geta verið mismunandi og sum laun lækka jafnvel alls ekki neitt.

Eistlendingar hafa verið með krónuna sína beintengda frá því að þeir endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991, fyrst við Þýska markið og síðan við Euroið.  Þeir tóku síðan upp Euro sem mynt um síðustu áramót.

Það hefur ekki tryggt kaupmátt eða hækkað laun Eistlendinga, sem höfðu þó stigið jafnt og þétt vegna framfara og hagvaxtar þangað til að kreppan hitti þá fyrir 2008, rétt eins og svo mörg önnur lönd.

11 síðustu ársfjórðunga hafa raun laun í Eistlandi lækkað og hjá mörgum verulega mikið.  Atvinnuleysi fór hæst í u.þ.b. 20% en stendur nú í u.þ.b. 14%.  Fólksflótti er verulegur, ekki síst til nágrannalanda eins og Finnlands, Svíþjóðar og nú Þýskalands eftir að þau landamæri opnuðust.

Eistneska heilbrigðiskerfið er talið nokkuð gott og hefur oft verið hrósað og talið hið besta í heimi sé miðað við gæði/kostnað, en í gæðum talið er það nokkuð langt frá toppnum en hefur þó staðið sig vel.

En eftir stendur að Eistneska ríkið hefur ekki efni á því að greiða starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sambærileg laun miðað við hvað gerist í nágrannalöndunum, þúsundir heilbrigðismenntaðra Eistlendinga hafa því farið yfir til Finnlands til starfa þar, og margir sömuleiðis til annarra landa.

Gjaldmiðillinn hefur ekki breytt neinu þar um, enda hefur greiðslugeta Eistneska ríkisins ekki aukist þó að gjaldmiðillinn hafi breyst, eða verið beintengdur. 

Það þarf einfaldlega að eiga fyrir laununum. 

Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Eistneska ríkið setur fram öguð fjárlög og fer eftir þeim, enda skuldastaða ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, líklega ein sú besta í Evrópu ef ekki sú besta.  Skuldir ríkisins sem hlutfall af GDP er á milli 6 og 7%, þrátt fyrir að Eistlendingar hafi fundið fyrir kreppunni 2008 af fullum þunga.

Ísland er mun ríkara land en Eistland og laun eðlilega mun hærri, en það breytir því ekki að það þarf að eiga fyrir þeim. 

Fjármálaráðherra sagði það réttilega að "2007 útgjöld" gæti ríkið ekki greitt með 2011 tekjum.

Það einfalda reikningsdæmi er alveg eins hvort sem reiknað er í krónum eða Euroum.

Gengisfallið hjálpar útflutningsfyrirtækjum, dregur úr innflutningi og hefur komið í veg fyrir að atvinnuleysi er meira en það er.  Það er hins vegar rétt að raun laun hafa lækkað verulega.

En það má einnig hugsa um hvort að "2007 launin" hafi verið rökrétt og séu það sem miða á við?

 


Hvenær lækkar kaupmáttur almennings og hvenær lækkar ekki kaupmáttur almennings?

Össur Skarphéðinsson segist vera ósammála nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman, en sá síðarnefndi ráðlagði Íslendingum eindregið að halda sig frá Euroinu.

Þetta sá ég í stuttu myndskeiði á visi fyrir nokkrum mínútum. 

Auðvitað eru margir ósammála Krugman, enda ekki nema eðlilegt að mismunandi skoðanir séu á stóru máli sem þessu.  Ég hefði verið mjög hissa ef Össur hefði tekið þessar skoðanir.

En það er þegar Össur fer að rökstyðja skoðanir sínar sem botninn fellur úr málflutningi hans og finnst líklega ekki suður í Borgarfirði, né nokkur staðar annars staðar.

Hann vill ekki nota krónuna til að lækka kaupmátt almennings í kreppum.  Þess vegna vill hann taka upp Euroið svo það gerist ekki.

Það þyrfti einhver að segja Össuri frá því hvernig kaupmáttarþróunin hefur verið í Grikklandi, hvaða áhrif atvinnuleysi u.þ.b. 25% Spánverja hefur haft á kaupmátt þeirra, hvernig laun voru lækkuð í sumum tilfellum allt að 40% í Eystrasaltslöndunum (þar voru reyndar gjaldmiðlarnir aðeins fastbundnir við Euroið, þar til Eistland tók upp Euro um síðustu áramót).

11 ársfjórðunga í röð hafa raun laun (launahækkanir mínus verðbólga) lækkað í Eistlandi og voru þó ekki há fyrir.

Heldur hann virkilega að Euroið hafi tryggt kaupmátt hjá almenningi í þessum löndum?

Fréttamaðurinn spyr engra spurninga og fréttastofan lætur þetta fara í loftið.  Enn ein einræða Íslensks stjórnmálamanns sem á ekki við rök að styðjast.

Það má vissulega finna jákvæða hluti við Euroið, en verndun kaupmáttar almennings við þessar aðstæður er ekki einn þeirra.

Persónulega er ég þó sammála Krugman um að gallarnir eru mun þyngri á vogarskálunum.  Líkast til verð ég að bíða eftir kommenti um laxa eða silungakavíar til að verða sammála Össuri, en tek það strax fram að mér þykir hann ekki eins góður og sá úr grásleppunni.


Formaðurinn

Það kemur engum á óvart að Steingrímur skuli vera endurkjörinn formaður Vinstri grænna, hann er enda formaðurinn með ákveðnum greini í þeim flokki, enn sem komið er.

En ég verð að segja að það er ólíkt meiri reisn yfir því að vera kjörinn formaður, þó að ef til vill  ekki sé um að ræða öfluga andstæðinga, heldur en að vera bara klappaður upp.

 


mbl.is Steingrímur áfram formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvísl umræðan

Það er mikið talað um það á Íslandi þessi misserin að umræðan sé á lágu plani, þrasgjörn og lítið að marka hana. 

Það má taka undir það að vissu marki, en þó er það auðvitað svo að þar er margt gott, en vissulega einnig margt sem mætti betur fara og eins og oft vill verða fær það ef til vill meiri athygli fjölmiðla sem hljómar ógnvekjandi, ótrúlegt, sjokkerandi og svo framvegis. 

Það er ekki langt síðan ég bloggaði hér um þá fullyrðingu Björns Vals Gíslasonar um að honum hefði verið hótað lífláti.  Að slengja slíku fram án þess að hafa dug eða kjark til að bakka fullyrðinguna upp er afleitt og dregur umræðuna niður á lægra plan.

Núna heyrist svo í háskólaprófessor, Þorvaldi Gylfasyni, sem upplýsir Íslendinga um að mikið sé af óhreinu fé í landinu, en hann geti bara ekki sagt meira.  Segir að einstaklingur sem hafi í fortíðinni gegnt stöðu seðlabankastjóra hafi hvíslað þessu að sér í Hörpu, en síðan hafi samtal þeirra verið truflað.

Sami prófessor hitti einn af virðingarmönnum Íslensks viðskiptalífs í flugvél sem sagði honum í óspurðum fréttum, áður en "Baugsmálið" svokallaði hófst, að það væri að að skella á og nefndi nöfn þeirra sem yrðu ákærðir.   Illu heilli gleymdi prófessorinn að nefna þetta samtal við nokkkurn mann, fyrr en löngu eftir að ákærurnar voru komnar fram.  Þetta varð því ekki að neinu nema eftirá samsæriskenningu, því blaðamannsheiður prófessorsins kom auðvitað í veg fyrir að hann gæti t.d. sagt lögreglu frá heimildarmanninum, sem hafði þó ekki að sögn prófessorsins, talað við hann sem blaðamann, heldur gusað þessu út úr sér að fyrra bragði, af eigin hvötum.

Ef alþingismenn og prófessorar í félagsvísindum taka þátt í umræðunni með þessum hætti hvers er þá að vænta? 

Er ef til vill er þörf á gróulausum degi til að vekja athygli á vandamálinu?

P.S.  Kunningi minn ofan af Íslandi nefndi þetta með óhreinu peningana og leynivinina í tölvupósti fyrr í dag.  Hans tilgáta (sem hann tók þó fram að væri ekki sett fram í alvöru) var sú að virðingarmaður viðskiptalífsins og fyrrverandi seðlabankastjórinn væri einn og sami maðurinn, þ.e.a.s. ef hann væri til.  Hann fullyrti þó að hvort sem hann væri til eða ekki væri þetta góð gáta. 

Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að ég get ekki sagt hver þessi kunningi minn er. 


Ítalía og Íslensk fasteignalán

Mér sýnist á öllu að þau vaxtakjör sem Eurolandinu Ítalíu standi til boða séu að verða svipuð og Íslenskum fasteignakaupendum býðst í bönkunum.

Berlusconi og félagar leggja þó ekki fram fasteignaveð en byggja á góðri greiðslusögu og sameiginlegum styrk Eurosvæðisins, eða hvað?


Staðreyndir úr ýmsum áttum.

Stundum þegar ég þvælist um internetið rekst ég á alls kyns staðreyndir sem vekja athygli mína, ýmist vegna þess að ég hef haft vitneskju um um viðkomandi hlut, eða þá að framsetningin er á einhvern hátt nýstárleg.  Stundum sker ég og skeyti og safna þessum staðreyndum saman, hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir sem hafa vakið athygli mína í þessari viku.

 

Í Frakklandi hefur hvert einasta fjárlagafrumvarp verið með halla síðan 1973.

U.þ.b. 45% ungs fólks (16 til 24ja ára) er atvinnulaust á Spáni.

Á Íslandi fær einstaklingur með meðallaun ekki nóg útborgað til að greiða kostnað við dagheimilisdvöl tveggja barna. (Þetta á reyndar við um fjöldamörg lönd).

Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Luxemborg og Spáni er aðeins heimilt að þjóðhöfðingjar komi úr einni fjölskyldu.  Í gegnum Bretland gildir þetta einnig um t.d. Kanada, Ástralíu og fleiri ríki.

3. milljarðar dollara (u.þ.b. 340 milljarðar króna) er sú upphæð sem áætlað er að Kanadabúar greiði meira fyrir landbúnaðarafurðir en þeir þyrftu ef verslun, framleiðsla og innflutningur væri frjáls.

Upprunaleg merking borgarheitisins París, er talin vera Borg hins vinnandi fólks.  Margir vilja halda því fram að það sýni best hvað það er gamalt.

 


Búið að vera við frostmark í Víti undanfarin misseri

Vaknaði allt of snemma, hellti upp á kaffi og settist við tölvuna.  Las fréttir og fór síðan að vinna aðeins í blogsíðunni minni.  Henti út bloggvinum sem ekkert hafa sett inn seinnipart þessa árs.  Fór svo að glugga í nokkrar gamlar færslur.  Rakst þá á þessa frétt af vef mbl, sem ég hafði tengt á.

Netið gleymir ekki hlutum svo glatt. 

Frétt mbl.is  Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk


Ódýru trixin og hvers vegna virðing fyrir Alþingi fer þverrandi

Það er auðvitað gott fyrir stjórnmálamenn að kunna öll trixin í bókinni.  En það er bagalegt fyrir þá ef þeir nota eingöngu þau ódýru eða illa hefluðu.

Það virðist Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna hinsvegar reyna að tileinka sér.  Þekktastur er hann líklega fyrir að kalla forseta Íslands ræfil, en nú kemur hann og tilkynnir þjóðinni að honum hafi verið hótað lífláti.  Líflátshótunin er sögð hafa komið frá framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki á Íslandi.  Undirliggjandi eru auðvitað að þessum "vondu kapítalistum" er til alls trúandi.

Ekki vildi hann fara með málið fyrir lögreglu, þó að líflátshótanir varði við lög eins og sjá má í þessari frétt af mbl. is í dag.  Það er þó undarlegt ef hann hefur metið stöðuna svo að einhver alvara byggi að baki hótuninni.

Hann kýs heldur að reyna að gera sjálfan sig að einhverskonar píslarvotti, því líklega eiga lesendur að trúa því að hótunin hafi komið fyrir vel unnin störf Björns í þágu almennings á Alþingi.

Ekki ætla ég að fullyrða hvort Birni hafi verið hótað lífláti eður ei, um það hef ég enga aðstöðu til að dæma, en hitt veit ég að svona fullyrðingar getur hver sem er sett fram og eru þær ekki fallnar til að bæta umræðuna, nema að sá sem setur þær fram geti og sé reiðubúinn til að bakka þær upp.

Það er því ekki að undra þó að virðing fyrir Alþingi og stjórnmálamönnum sé í lágmarki, þegar þingflokksformenn, sem ættu að vera fyrirmynd almennra þingmanna tala með þessum hætti.


mbl.is Segist hafa fengið líflátshótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem á ekki að geta sokkið

Einhverra hluta vegna virðist Titanic koma gjarna upp í hugann hjá fólki þegar talað er um Euroið undanfarin misseri.

poster titanicHér til hliðar er plakat sem Eistneskir efasemdarmenn um Euroið létu gera og hékk víða uppi í landinu í kringum síðustu áramót.  En Eistland tók eins og kunnugt upp Euro í janúar síðastliðnum og samþykkti sína ábyrgð fyrir björgunarsjóðinn seint í september.

Myndina hér að neðan fékk ég svo senda fyrir nokkrum dögum frá kunningja mínum uppi á Íslandi, en eftir því sem mér skilst hefur hún gengið þar manna á milli.

Og nú líkir Ítalski fjármálaráðherran Euroinu sömuleiðis við Titanic.

ESB titanic Island


mbl.is Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku fasistarnir?

Góður kunningi minn sendi mér slóðina á myndbandið hér að neðan fyrir nokkrum mínútum.  Með fylgdi sú setning að það væri "hillarious".

Eftir að hafa horft á myndbandið verð ég þó að viðurkenna að mér var ekki skemmt.

Þeir sem þekkja mig eða hafa lesið þetta blogg, vita líklega að Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki talist einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum.  Samfylkingin hefur heldur ekki verið ofarlega á vinsældarlistanum.

Stundum gæti ég jafnvel hafa hugsað mér að nota um Jóhönnu og Samfylkinguna einhver misfalleg orð, sum þeirra gætu jafnvel byrjað á F. 

En fasistar er ekki eitt af þeim og  er eitthvað sem ég átti ekki von á að sjá notað yfir Samfylkinguna eða formann hennar.  Allra síst af einhverjum sem titlar sig prófessor og kemur fram í einhverju sem líkist opinberum fréttatíma.

Persónulega finnst mér einstaklingar sem þessi gjaldfella sig og allt sem þeir segja með svona málflutningi.  Ég get einfaldlega ekki tekið mark á þeim sem svona tala. 

En nú eins og oft áður þegar ég hef séð einhverja vitleysuna um Ísland í fjölmiðlum, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna þeir láta svona vitleysu út úr sér, hver veitir þeim upplýsingar um Ísland, hafa þeir einhverja Íslenska "heimildamenn" eða treysta þeir ef til vill mest á "Google translate"?

Vissulega hafa ótal margar rangfærslur birst um Ísland eftir fall bankanna og "hrunið", margar hreint skelfilegar og ef þær væru allar lagðar saman í eina grein, væri útkoman ekki falleg.  Ég hef áður sagt að Íslendingar hafa langt í frá staðið sig nægilega vel í því "stríði".

En hér er "fréttatíminn".

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband