Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Dýr Dagur - Ódýr lausn

Nú er að færast líf í baráttuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar.  Ásakanirnar fljúga á víxl um slælega mætingu fulltrúa almennings til starfa.

Samfylkingin bendir á slælega mætingu Sigmundar Davíðs, sem síðan leiðir af sér að upp kemst um jafnvel slælegri mætingu Dags B.

Hér er um þarfa og fróðlega umræðu að ræða.  Það er hreint með ólíkindum hve uppteknir þessir menn (og á líklega við um fleiri) eru og hve erfiðlega þeim gengur að mæta á fundi.

Stjórn Faxaflóahafna er ekki eini vinnustaðurinn sem Dagur B. hefur átt erfitt með að mæta á, því fyrr á þessu ári spannst nokkur umræða um hve illa hann mætti á Borgarráðsfundi, sjá frétt Vísis hér.  Þar kemur hann með þau rök að vegna anna hjá Samfylkingunni hafi hann ekki getað stundað starf sitt hjá Borginni, en það hefur líklega ekki komið í veg fyrir að borgarbúar hafi borgað launin hans.  (ég bloggaði um þetta fyrr á árinu).

Þessi framkoma þeirra sem sitja í stjórnum og ráðum Borgarinnar er auðvitað ákaflega léleg.  Ef menn eru of uppteknir til að sinna störfunum, eiga þeir að segja sig frá þeim.

En einfaldast og áhrifamesta lækningin er líkega að hverfa aftur til eldra fyrirkomulags. 

Greiða einfaldlega fyrir hvern setinn fund.  Líklega myndi mætingin verða til fyrirmyndar.

 


mbl.is Dræm mæting hjá Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er óþarfi að halda skuldum til Haga.

Auðvitað þarf að afskrifa skuldir hjá Högum.  Líklega er engin önnur leið sjáanleg í stöðunni og afskriftir því sú leið sem er fær.

En það er ekki sama hvernig að afskriftum er staðið.

Hví skyldi skuldarinn einn eiga möguleika á því að njóta afskriftanna?

Er ekki réttara að bankinn leysi til sín fyrirtækið og selji það síðan í hlutum, setji það á markað, eða selji það hæstbjóðenda?

Margir hafa haft hátt um afskriftir á lánum Árvakurs (Morgunblaðsins) en þar var þó farin sú leið að eigendur þeir sem komið höfðu fyrirtækinu í þrot misstu allt sitt, en nýir tóku við keflinu.

Hví skyldu eigendur Haga fá einir að "gera tilboð" í sína eign?  Hvers vegna lítur út fyrir að ríkisbanki ákveði að fara í viðskipti með einstaklingum sem eru með "gjaldþrotaslóð" sem liggur víða um Ísland? 

Er það til þess fallið að auka trú og traust á bankanum?

Stjórnmálamenn sem áður hafa verið óhræddir um að tjá sig um einstak skuldara taka nú þann kostinn að stíga varlega til jarðar, hvað veldur?

Ef til vill má þegar sjá örla á því sem stjórnmálamenn telja sig eiga von á í fjölmiðlum, ef núverandi eigendur fá ekki sitt fram.

Svona lítið skot fyrir bóginn.


mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sívaxandi fylgi Sjálfstæðisflokks

Það kemur mér ekki á óvart að fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist jafnt og þett í núverandi árferði.  Fyrir síðustu kosningar þegar ég rökræddi hér á blogginu við kunningja minn sagði ég að það sem þyrfti til að Sjálfstæðisflokkurinn næði fyrri styrk, væri vinstristjórn.

Býsna margir kjósendur á Íslandi höfðu litlar eða engar minningar um slíka stjórn, en hafa líklega verið fljótir að sjá í gegnum núverandi ríkisstjórn.

Margir blogga og tjá sig um "heimsku" eða "gullfiskaminni" kjósenda.  Í mínum huga dæma slíkar fullyrðingar sig sjálfar, kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér.

En hitt er svo auðvitað rétt að Sjálfstæðisflokkurinn er langt í frá að vera fullkominn flokkur og þarf að halda betur að spöðunum.

En í kapphlaupi, þarf ekki að setja "heimsmet" til þess að sigra, það nægir að hlaupa hraðar en hinir.  Þá einföldu speki er einfalt að heimfæra upp á Íslensk stjórnmál.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísund á diskinn minn

Ég þurfti að skreppa í "sveitina" á fimmtudaginn.  Nánar tiltekið hér vestur eftir ef svo má að orði komast.

IMG 1920Þar keypti ég tvær steikur af vísundi.  "Rib eye" var það eina sem var á boðstólum á bændamarkaðnum.  Þessar tvær voru síðan drifnar á pönnuna í gærkveldi og bornar fram með sætum, kartöflum og öðru góðmeti.

Það er skemmst frá að segja að þetta kjöt var aldeilis frábært.  Bragðmikið, lungamjúkt og skemmtilegt undir tönn.

Vísundur verður án efa fljótlega aftur á boðstólum hér, nú þarf ég að fara að athuga hvort ég geti ekki náð í lund eða fillet einhversstaðar.

 

P.S.  Ég keypti þessar tvær sem á miðri mynd, aðeins undir miðanum.


Trick or Treat?

Halloween 2009 VII

 Í dag ( eða gær laugardag) var Halloween  og krakkarnir hér að Bjórá voru að sjálfsögðu búin að ræða það sín á milli að  nú yrði sko safnað nammi, og það helst vel af því.

Dagurinn byrjaði snemma eins og laugardagar gera yfirleitt og farið var í Eistneska leikskólann, að sjálfsögðu í grímubúningum.  Þar gafst einnig kostur á því að ná sér í nammi.

Untitled 1Þegar heim var komið þreytti heimiisfaðirinn frumraun sína í graskeraútskurði, með dyggri aðstoð og leiðbeiningum frumburðarins.  Soðinn var þessi dýrindis graskerjasúpa og síðan bökuð pizza til að auka á stemmninguna.

Það var síðan upp úr 6 sem haldið var í leiðangur.  Húsmóðirinn búinn að mála andlitin og ekkert að vanbúnaði.  Árangurinn enda eftir því og við komum heim eftir rúman klukkutíma með troðna poka af nammi, kartöfluflögum og gúmmlaði.

En þreytan var líka farin að segja til sín og því var farið í háttinn án þess að borða mikið af fengnum.

En það er eitt hús í hverfinu sem alltaf sker sig úr, þar er ekkert til sparað og lögð á sig mikil vinna til að gera garðinn kláran fyrir Hrekkjavökuna.  Allra handa dúkkur og líkneski, reykvélar og ljós.

Halloween 2009 I

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband