Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Auðvitað geta Íslendingar lækkað matarverð með pólítískri ákvörðun

Það er staðreynd að tollar og vörugjöld eru gjarna há á Íslandi, ekki bara á matvælum heldur af fjölmörgum öðrum vöruflokkum.

Öllu þessu er auðvitað hægt að aflétta.  Hvenær sem er og með stuttum fyrirvara.  Ef til þess er pólítískur viljil.

Við getum líka lagt niður virðisaukaskatt.  Ekki bara á matvælum, heldur á öllum vörum.  Við getum lækkað tekjuskatta um helming, eða fellt þá niður.  Ef til þess er pólískur vilji.

Við getum líka skipað kaupmönnum að vera aðeins með 10% álagningu.  Ef til þess er pólítískur vilji. 

Eins og núverandi ríkisstjórn (og ýmsar á undan henni) hefur sýnt er ekkert mál að hækka skatta, og gefa undanþágur frá þeim.  Til þess þarf aðeins pólítískan vilja.

En auðvitað kemur að því að það þarf að horfast í augu við breytingarnar.  Stjórnmálamenn geta stundum sloppið við slíkt, en það er aldrei í boði fyrir almenning.

Þannig er ekkert mál að fella niður alla tölla, öll vörugjöld og virðisaukaskatt af matvælum.  Annað hvort allt, eða hluta af þessu. Til þess þarf ekkert nema pólítískan vilja.

Það þarf ekki að ganga í nein bandalög eða semja við einn né neinn.  Þetta er einfaldlega hægt að ákveða á Alþingi.

Til þess þarf pólítískan vilja.  Það þarf líka að horfast í augu við þær sem breytingar sem þetta getur og myndi valda.

Auðvitað myndi þetta þýða lægra matarverð.  Þetta myndi líka þýða að tekjutap ríkissjóðs.  Því þó að umsvif og velta myndu nokkuð örugglega aukast eitthvað, eru ákveðin takmörk fyrir því hvað Íslendingar geta borðað.

Hversu mikið tap ríkissjóðs yrði hinum megin í jöfnunni, það er að segja í minni atvinnu og skyldum og sköttum af því, færi auðvitað allt eftir hvernig atvinnuástand væri í landinu og hvernig slíkt horfði til frambúðar.  Slíkt færi svo líka eftir því hvort að hinn pólítíski vilji krefðist mótaðgerða, til handa þeim sem færu illa út úr breytingunni.

Þar sem niðurfelling tolla og vörugjalda hefði hins vegar án efa góð áhrif, væri á þeim sviðum þar sem bein samkeppni við innlendar vörur er ekki til staðar. Það myndi stórauka verslun innanlands og gæti vegið upp það þá tekjuminnkun sem hið opinbera yrði fyrir hvað varðar tolla og vörugjöld.  Jafnframt yrði hagur almennings betri.

Það er engin þörf á því að tengja þessa umræðu við Evrópusambandið.  Það er hægt að flytja inn matvörur frá fjöldanum öllum af öðrum löndum.  Íslendingar geta flutt inn lambakjöt frá Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Íslendingar geta flutt inn nautakjöt frá löndum S-Ameríku, s.s. Paraguay og Brasilíu.  Íslendingar geta flutt inn lamakjöt frá Perú og kartöflur frá Kanada.  Svo er auðvitað framleitt mikið af fínum matvörum innan "Sambandsins".  Mér dettur einna fyrst í hug hinn stórkostlegi vínberjasafi sem Frakkar láta gerjast svo skemmtilega.

Íslendingar geta reynt með fríverslunarsamningum að opna markaði báðar leiðir við fjölmörg lönd.  Margt bendir til þess að blómaskeið fríverslunarsamninga sé að renna upp, eftir að "alheimslausnir" hafa endað í hálfgerðum öngstrætum.

Hitt er svo, að ég held að ekki verði horft framhjá þeirri staðreynd að full þörf er á þvi að leita leiða til að gera Íslenskan landbúnað samkeppnishæfari og sjálfbærari.

En auðvitað er best ef Íslendingar standa í því sjálfir og með þeim tímamörkum sem þeir setja sér sjálfir.  Til þess þarf auðvitað pólítískan vilja, en ekki síður pólítískan þrýsting frá kjósendum.

Það verður til dæmis ekki séð að núna sé neinn þrýstingur af hálfu kjósenda, um að stjórnmálamenn fari í róttækar breytingar á landbúnaðarkerfinu með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.

En það sem Íslendingar þurfa eru stjórnmálamenn eru reiðubúnir til að boða breytingar, bera þær undir kjósendurm, framkvæma þær og horfast í augu við kjósendur á eftir.

Íslendingar þurfa ekki stjórnmálamenn sem hyggjast eða vilja fela sig á bakvið frasa á borð við:  En svona var þetta ákveðið í Brussel.

P.S.  Svo má velta fyrir sér þeim málflutningi "Sambandssinna" að ef Ísland gangi í "Sambandið", lækki matvælaverð á Íslandi, en hagur bænda verði jafngóður eða betri en áður vegna styrkja sem komi "frá Brussel".  Nú er það viðurkennd staðreynd, að Íslendingar myndu leggja til "Sambandsins" meira en þeir myndu fá. 

Hver er það þá sem borgar bættan hag bænda? Er það sami almenningur og nýtur lægra matvælaverðs?

Enn fremur er rétt að hafa það í huga, af því að margir vilja tengja þessa umræðu við "Sambandsaðild", að fyrir ekki löngu kom í ljós að "matarkarfan" var ódýrari á Íslandi, en í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en nokkurn vegin jöfn í verði og í Finnlandi.

Nú eru Danmörk og Svíþjóð, "Sambandslönd".  Er þá hætta á því að "matarkarfan" myndi hækka á Íslandi, ef gengið yrði í "Sambandið"?


mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf sósíalista fyrir guði

Hún er einkennileg þessi sífellda þörf sósíalista til að lyfta leiðtogum sínum á guðumlíkan stall.

Tilbeiðsla, bæði fyrir og eftir andlát og svo "múmíudýrkun" í áratugi.

Það þarf ekki nema að nefna Lenín, Stalín, Maó, "Il Jongana" og nú Chavez.

Það er spurning hvað veldur?  Er það vegna þess að sósíalistarnir hafa aðallega komist til valda í lítt þróuðum ríkjum?  Eða kemur það ef til vill út af því að þeir hafa reynt að ýta öðrum guðum til hliðar?

Ef til vill hefur einhver krufið þetta til mergjar, en ég man þó ekki eftir að hafa slíka úttkekt.  Hefði gaman ef einhver gæti bent mér á eitthvað um þetta.

Sem betur fer hefur þessi "guðadýrkun" ekki verið sérlega merkjanleg hjá Íslenskum sósíalistum.  Vissulega þykir Vinstri grænum gaman að prenta andlit formanna sinna á boli í líki Che Guevara (sem er auðvitað nokkurs konar hálfguð), en það verður þó að teljast fremur sakleysislegt í hinu stóra samhengi.

 

 

 

 


mbl.is Vel tekið á móti Chavez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara "klipping" heldur "rúning inn að skinni".

Nú er þegar byrjað að tala um að sparifjáreigendur í tveimur stærstu bönkum Kýpur fari mun verr út úr bankakreppunni þar en talað hafði verið um.

Fyrir sparifjáreigendur með innistæður í Kýpurbanka (Bank of Cyprus) er nú talað um að þeir fái ekkert borgað út af innistæðum sínum yfir 100.000 euro.

37.5% af innistæðunum verði breytt í hlutabréf (ekki ríkir mikil bjartsýni um að þau verði mikils virði), 40% verði á bundnum vaxtaberandi reiking, sem ekki verði til ráðstöfunar nema að bankinn gangi vel (ekki ríkir mikil bjartsýni um að svo verði) og síðustu 22.5% verði sömuleiðis bundin, en beri enga vexti.

Talað er um að sparifjáreigendur í Alþýðubankanum á Kýpur (Bank Popular, eða Laiki Bank) missi u.þ.b. 80% af inneignum sínum, umfram 100.000 euro, en afgangurinn verði fluttur yfir til Kýpurbanka.

Þetta er, ef af verður, vægast sagt "snögg klipping" og líkist mun meiri því að vera rúinn inn að skinni.

Þetta bendir líka til þess að staða bankanna sé mun verri en af var látið, eða eins og margir hafa viljað halda fram, að staðan hafi versnað gríðarlega á meðan bankarnir voru lokaðir, vegna fjárflótta sem átti sér stað.

Betur tengdir aðilar (þar á meða ýmsir Rússneskir "sparifjáreigendur") hafi fengið að flytja risafjárhæðir á brott, og því verði tapið hjá þeim sem eftir sitja ennþá meira.

En verði þetta niðurstaðan eykur þetta vandræðin sem efnahagslífið á Kýpur horfist í augu við.  Þetta mun einnig enn bæta í vaxandi vantraust á bankastofnunum um allan heim, en þó sértaklega í Evrópusambandinu.  Vantraustinu verður vissulega misskipt á milli landa og verður lang mest í þeim löndum sem nú þegar hafa fengið neyðaraðstoð, eða þungur orðrómur er um að þurfi að sækja um hana.

Sjálfsagt er þetta allt til þess fallið að styrkja euroið og "Sambandið" eins og ýmsir Íslenskir "Sambandssinnar" halda reglulega fram.

Þetta lítur ekki þannig út frá mínum sjónarhól.   En ég er meira en tilbúin til að heyra rök í þá veru.  Athugasemdakerfið er opið, nú sem endranær.

 


"Töfralausnin" í Sloveniu

Landið hefur glatað samkeppnishæfi síðan það tók upp euro, og það leiðir til hægs efnahagslegs hruns.  Markaðurinn hefur verið værukær, en það hefur verið ljóst um langa hríð að bankarnir þurfa endurfjármögnum, og það er ekki auvelt að afla fjár við núverandi kringumstæður.
(The country has lost competitiveness since joining the euro and it’s lead to slow economic collapse. Markets have been very complacent, but it has been clear for a long time that the banks need recapitalisation, and it is not easy to raise money in this climate,” said Lars Christensen from Danske Bank).

 

Þetta segir "Íslandsvinurinn" Lars Christensen, starfmaður Danske Bank um ástandið í Sloveniu.

Lars bætist hér í hóp þeirra sem halda því fram að Slovenia verði líklega næsta land Eurosvæðisins sem þurfi að sækja um neyðaraðstoð.

Hjá þremur stærstu bönkum landsins eru lán í vanskilum ríflega 20% og fleiri hagvísar benda niður á við.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn á von á því að efnahagurinn skreppi saman um 2% á þessu ári, eftir samdrátt upp á 2.3% á því síðasta.  Húsnæðiverð féll að raunvirði um 13.5% á síðast ári til viðbótar eftir að hafa fallið í verði flest ár frá 2007.

Slovenia tók upp euro 1. janúar 2007 fyrst ríkja í A-Evrópu.

Hér er svo stöplarit yfir stærð bankakerfis nokkurra Evrópuríkja borið saman bið landsframleiðslu (GDP).  Slovenia er þó ekki þar á meðal, en bankkerfið þar er þó ekki það stórt, aðeins um 130% ef ég hef skilið rétt.  Þar er tapið á samkeppnishæfi og útlánatöp sem skapa vandan.

Bankding assets hlutfall af GDP end 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Auðvitað veit engin hvað mun gerast, en vangaveltur eru yfirleitt ekki á bjartsýnni nótunum.  Þróunin gefur heldur ekki ástæðu til þess.  Þegar eru margir farnir að tala um hvaða ríki gætu fylgt í kjölfar Sloveniu (sem er þó ekki ljóst hvort að þarf á neyðaraðstoð að ræða).

Þar tala flestir um Möltu og Luxemborg.


Kýpur við Eystrasaltið?

Fyrir Rússneska viðskiptajöfra og sparifjáreigendur sem vilja brú yfir í Evrópusambandið er Lettland ákjósanlegur áfangastaður.

Þessa setningu mátti nýlega finna í blaðagrein sem birtist ef ég hef skilið rétt í Tékknesku vefriti.  Lesendur voru minntir á að 27% íbúa Lettlands eru af Rússneskum uppruna og býður upp á "dýnamíska" bankastarfsemi. Nú þegar eru innstæður erlendra aðila í Lettneskum bönkum í kringum 10 milljarða euroa, en það mun vera u.þ.b. 60% af heildarinnistæðum í landinu. Eftir því sem mér skilst er það svipað hutfall og er í Sviss.

Síðast en ekki síst, stefnir Lettland að upptöku euros þann 1. janúar 2014.

Er eitthvað sem Rússneskur "sparifjáreigandi" getur óskað sér frekar?

Nú er reyndar fullyrt að ýmsir fjármálaframmámenn innan "Sambandsins" hafi varað Lettlendinga við því að taka við því Rússneska fé, sem fyrirséð er að streyma muni frá Kýpur, en aðrir vilja meina að mikið fé hafi ratað einmitt þá leið, undanfarna daga.

En það er ekkert nýtt að bankar þjónusti fé sem er á "leið frá einum stað til annars" og hjálpi aðeins til við að flækja málin og hylja slóðir.  Það er heldur ekki svo að það sé bundið við lönd eða banka sem eru staddir í "jaðarríkjum".  Slíkt gerist á hverjum degi í virðingarverðum bönkum í virðingarverðum löndum, jafnt í miðri Evrópu sem utan hennar.

Og það sem meira er, það er aðeins litið hornauga, ef þeir eru "gripnir", eða þurfa á aðstoð að halda.

 

The Washing Machine is broken


Þriðji stærsti "flokkurinn"

Þó að Samfylkingin sé þriðji stærsti flokkur Íslands, bæði í þessari könnun og í könnun MMR, eiga þær kannanir það einnig sameiginlegt, að ef fylgi "litlu framboðanna" er lagt saman þá er fylgi þeirra meira en Samfylkingar.

Því leyfi ég mér að nota þá fyrirsögn sem ég valdi hér að ofan.

Þetta mikla samanlagða fylgi myndi skila u.þ.b. 9 þingmönnum, ef þetta væri einn flokkur.  Þetta  fylgi sem þarna fellur dautt, kemur öllum þeim 5 flokkum sem myndu ná þingmönnum til góða. 

Þannig fær Framóknarflokkurinn 28.5% fylgi í könnuninni, en fengi 33.3% þingmanna.

Þannig ganga kosningar fyrir síg, og þó að vissulega megi deila um 5% þröskuldinn, sé ég ekki að afnám hans yrði til bóta fyrir hinn Íslenska pólítiska veruleika.

En eiga litlu flokkarnir einhverja möguleika?

Um það er erfitt að spá, en ég myndi þó ekki vilja afskrifa þá.  Persónulega hefði ég mesta trú á því að Píratar gætu náð að koma manni/mönnum að og svo gæti hinir regnbogalitu framsóknarkommar komið á óvart.

Hvað Píratana varðar þá hafa þeir verið sterkastir af "litlu flokkunum" í mörgum skoðanakönnunum og ekki vantað nema um 1 prósentustig til að komast inn.  Ég hef heyrt útundan mér og hef á tilfinningunni að þeir séu nokkuð sterkir á meðal ungs fólks og því gæti vel heppnuð kosningabarátta vel skilað sér í þingmönnum.  Þeir hafa líklega alla burði til að keyra á velheppnaða "low key" internet kosningabaráttu.

Ég held að það geti orðið Pírötum til framdráttar að vera að mestu eða öllu leiti við hina "hefðbundnu kverúlanta".

Persónulega eru Píratar sá flokkur af "litlu flokkunum" sem ég vildi helst sjá á þingi. Það kann að vera út af hinum núorðið vel tamda anarkista sem blundar í mér, en ég held að Alþingi gæti haft gott af því að fá inn nokkra Pírata.

Síðan held ég að Regnboginn - Framsóknarkommar (alltof gott orð til þess að nota það ekki), þó að hann hafi ekki fylgi til þingmanna á landsvísu, gæti halað inn nægu fylgi í einstökum kjördæmum, til að hljóta þingmann. 

Það skýrist ekki fyrr en sjást tölur fyrir hvert kjördæmi, eða að gerðar verða skoðanakannanir fyrir einstaka kjördæmi.   Framsóknarkommarnir gætu hæglega átt möguleika á þingmanni í Suður, eða NorðVesturkjördæmi, án þess að ná að komast upp fyrir 5% á landsvísu.

Það er reyndar einnig í þessum tveimur kjördæmum sem Vinsti græn eru í verulegri hættu að vera þingmannalaus.

En útlitið er spennandi, nú þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.


Gríðarlega sterk staða Framsóknarflokksins

Þessi könnun staðfestir hina gríðargóðu stöðu Framsóknarflokksins, sem kom fram í könnun MMR fyrir fáeinum dögum.

Munurinn á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ekki alveg jafn mikill og í MMR könnuninni, en Framsóknarflokkurinn þó u.þ.b. 2.5 prósentustigum stærri.

Það sama gildir um aðra flokka, fylgi þeirra er svipað og í MMR könnuninni, Samfylking og Björt framtíð í kringum 12% fylgi og VG í kringum 8%.

Það er fróðlegt að sjá hvernig þær tölur sem birtast um hvernig fylgið færist á milli flokka frá síðustu kosningum.

Þar kemur ekki síst á óvart, hve stór hópur þeirra sem kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum, ætlar nú að kjósa Framsóknarflokkinn.

Ég sakna þess að sjá ekki sundurliðun hjá "litlu framboðunum" og ennfremur sakna ég þess að sjá ekki frekari upplýsingar, eftir t.d. aldri, en þær upplýsinngar vantaði sömuleiðis í það sem ég hef séð um MMR könnunina.

Auðvitað er gaman að spá í stjórnarmynstur og ýmsa ráðherralista hef ég séð upp á síðkastið, en það er ef til vill full snemmt að spá um slíkt, áður en kosningabaráttan hefst.

En auðvitað er eðilegast að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sé sá kostur sem flestir spá að verði ofan á, auk þess sem sá kostur er líklega sá kostur sem hvað flestum litist best á.

En það er þó engin ástæða til þess að gera of lítið úr möguleikum og tilhneygingu Framsóknarflokksins til þess að vinna til vinstri.

Og eins og sést í þessum skrifum, eru ótvíræð merki um að samstarf við Framsóknarflokkinn væri velséð af "hlutlausum fræðimönnum" á vinstri vængnum.

 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun eða erfiðleikar?

Það er vel þekkt að orðalag og hvaða orð eru notuð geta valdið deilum.  Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um að notkun, eða ekki notkun, orðsins hrun, hefur oft valdið deilum.

Sumir tala um Hrunið, með stórum staf, meðan aðrir hafa talað um bankahrun, eða jafnvel "hið meinta hrun".

Ýmsum hafa verið tamt að nota frasa á við "en manstu ekki að hér varð hrun", sem svör við mörgum mismunandi spurningum.

En nú hafa allir bankar verið lokaðir í 10 daga á Kýpur, ellilífeyrisþegar geta ekki nálgast lífeyrinn sinn, einhverjir bankar hverfa og ströng gjaldmiðilshöft verða sett.  Kýpur þiggur neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu, Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

En hver er þá fyrirsögn Ríkissjónsvarpsins á frétt um Kýpur?

Jú, "Erfiðleikar á Kýpur".

Þannig veljast mismunandi orð.

Vissulega er ekki sama dramatíkin og vafalaust ekki sami þungi í því að nota frasa á borð við "en manstu ekki að hér urðu erfiðleikar?", en .....

 

 

 


Til hamingju Eistland

Í dag er merkisdagur í sögu Eistlands.  Fyrr á þessu ári, eða 24. febrúar fagnaði Eistneska lýðveldið 95 ára afmæli sínu.  Þann dag lýstu Eislendingar yfir sjálfstæði sínu frá Sovéska/Rússneska ríki.

Það frelsi fékkst ekki baráttulaust.  Snarpir bardagar urðu og létu allmargir Eistlendingar lífið í baráttu við hersveitir kommúnista. 

En sjálfstæði landsins stóð ekki lengi, þann 17. júni (merkileg tilviljun ekki satt) árið 1940, réðus Sovétríkin aftur inn í Eistland og hersátu landið í rúmlega 50 ár.

Heimstyrjöldin síðari og síðan herseta Sovétríkjanna var hinu unga lýðveld þung byrði og líklega ekki ofmælt að varla sé til nein fjölskylda í landinu sem ekki ber sár frá þeim tíma, á einn eða annan hátt.

Það var síðan 20. ágúst 1991, sem Eistlendingar lýstu yfir viðskilnaði sínum frá Sovétríkjunum og endurheimtu sjálfstæði sitt.  Þann 21. ágúst sama ár varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eistland, eins og við flestu þekkjum svo vel.

Það er því í dag, 27. mars, 2013, sem markar þau tímamót að upp er runnið lengsta frelsisskeið í sögu þjóðarinnar og hins 95 ára lýðveldis.

Það er því vel við hæfi að óska Eistlendingum nær og fjær til hamingju með daginn.

 

 


Europol hélt upp á daginn - á eigin hátt

Sjá frétt mbl.is

 Lögreglan í Króatíu, með aðstoð Europol, stöðvaði peningaverksmiðju í Króatíu en þar höfðu falsaðar evrur verið prentaðar í gríð og erg. Alls voru átján handteknir en einn þeirra hótaði lögreglu með handsprengju þegar lögreglan réðst til atlögu.

Glæpahópurinn sem stóð að peningafölsuninni hóf starfsemina í október í fyrra en sérsvið þeirra var prentun á 50 evru seðlum. Alls tóku 150 lögreglumenn þátt í aðgerðunum í fimm borgum Króatíu: Bjelovar, Cakovec, Koprivnica, Varazdin og Zagreb. Sjálf prentsmiðjan var til húsa í Bjelovar.

Glæpamaðurinn sem ógnaði lögreglunni var handtekinn í Zagreb. Lögreglan yfirbugaði manninn áður en hann náði að henda sprengjunni og enginn særðist.

Talið er að allir þeir sem tilheyrðu glæpahópnum hafi verið handteknir í gær. Hald var lagt á prentbúnað, 3.600 eintök af 50 evruseðlum eða alls 180 þúsund evrur. Auk 63 pakkninga af 50 punda seðlum sem átti eftir að snyrta til, samkvæmt frétt á vef Europol. 


mbl.is Króatía fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband