Er líklega kominn í hóp "gargandi minnihluta"

Ég hef nú ekki haft sterkar skoðanir á stofnun "hálendisþjóðgarðs".  Það hefur nú aðallega komið til vegna þess að ég hafði lítið heyrt af þeim áformum og vissi lítið um málið.

En eftir að hafa rekist á meiri umfjöllun eftir því sem áformin hafa orðið skýrari, hygg ég að ég sé kominn í hóp "gargandi minnihlutans" sem er andsnúinn því að þjóðgarðurinn verði til, alla vega með óbreyttum áformum.

Mér sýnist rök þau sem færð eru fram um fyrirhugaða "miðstýringu og ríkisvæðingu" vera sannfærandi og þörf á því að staldra við.

Ég hlustaði á ágætt viðtal við Ágústu Ágústsdóttur í Bítinu og svo akrifaði Smári McCarthy atyglisverða grein sem birtist á Vísi.is.

En það verður fróðlegt að sjá hver framvinda málsins verður.

Það vekur hjá mér umhugsun hvernig umræða um þennan "miðhálendisþjóðgarð" skarast hugsanlega við umræðum um flugvöllinn í Reykjavík.

Ýmsum sem þykir fráleitt að skipulagsvaldið sé ekki í höndum Reykjavíkurborgar finnst ekkert sjálfsagðara en að ríkið taki yfir skipulagsvald sveitarfélaga út á landi, neyði einkaaðila til að selja eigur sínar eða segi til um nýtingu þeirra í nafni þjóðgarðs.

Svo eru sýnist mér þeir einnig vera til sem vilja taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg en eru alfarið á móti því að það sé tekið af sveitarfélögum fyrir þjóðgarð.

Skyldi "ábyrgð" Reykjavíkurborgar gagnvart flugsamgöngum við landsbyggðina vera meira eða minna "hagsmunamál", en hvort að þjóðgarður er til staðar á miðhálendinu, eða hvort hann er dulítið minni eða stærri?

 

 

 


mbl.is Ekki ákveðið hver verður framsögumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Svona af því að þetta er bloggið mitt, fannst mér þetta spakmæli sem ég rakst á fyrr í dag eiga vel við.

Í minni þýðingu hljómar það svo: 

"Ég er ekkert að rífast, ég er bara að útskýra hvers vegna ég hef rétt fyrir mér."


Bloggfærslur 15. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband