Við núverandi kringumstæður ætti Ísland að kljúfa sig frá "Sambandinu" og opna landamærin

Það má deila um hvort að "tvöfalda bítið" í skimunum sé hin "eina rétta" aðgerð í landamæravörslu gagnvart veirunni, en hún er sú sem er í notkun og sjálfsagt að notfæra sér þá möguleika sem hún gefur umfram aðrar.

Því ætti Ísland án hiks að opna landamæri sín gagnvart öllum þjóðum, Bretlandi sem öðrum.

Slagorðið ætti að vera "Komi þeir sem koma vilja".

Með tvöföldu skimuninni ætti varla að skipta máli hvaðan ferðalangar eru að koma.

Það hafa að ég best veit, enda varla nokkur ríki orðið "smithærri", eða orðið verr úti úr "veirunni" en ríki innan "Sambandsins" og Schengen, s.s. Belgía.

Því ætti Íslendingum að vera mögulegt að taka við ferðalöngum hvaðan sem er úr heiminum, ef þeim finnst mögulegt að taka við ferðalöngum t.d frá Belgíu.

Ef ástæða hefði verið til að banna komur einstaklinga frá einhverjum löndum, væri það frá löndum s.s. Belgíu, Spáni, Ítalíu.

Hvað margir vilja koma, eða hvort verður um einhver flug að ræða er erfitt að spá um.  En það ætti varla að skaða að tilkynna að landamæri Ísland séu opin - öllum. 

Auðvitað dregur 5. daga sóttkví úr áhuganum, en því minni ástæða til að banna einstök lönd.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að "hanga í skottinu" á "Sambands" ríkjunum. 

Atburðarás undanfarinna daga og mánuða sýnir að þau fara fram, algerlega eftir því sem þeim dettur í hug í það og það skiptið.

Án samráðs.

Löngu tímabært að Íslensk stjórnvöld taki ákvarðanir á eigin forsendum í málum sem þessum.


mbl.is Bretar fá ekki að ferðast til Íslands eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður notaður til að fá almenning til að hlýða?

Það er óneitanlega fróðlegt að lesa frétt RUV frá því á sunnudag.. 

Þar segir m.a.:

"Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum."

Síðar í sömu frétt segir:  "Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum.“"

Þannig að Kári Stefánsson telur ástæðu til að ætla að verið sé að kynda undir hræðslu almennings án mikillar ástæðu.

Að stjórnvöld séu að kynda undir "hræðslu" til að fá almenning til að hlýða - yfir jólin.

Hvað segir það okkur?  Trúum við Kára?

Eða trúum við honum og öðrum "spámönnum" aðeins ef skoðanir þeirra styrkja þá trú sem við höfum haft fyrir?

Hver hefur rétt fyrir sér?

P.S. Bæti hér við yfirlýsingu frá CDC um hið "nýja afbrigði",  sem finna má hér. CDC tekur eins og oft áður varlega til orða, en telja ekki ástæðu til að óttast hið nýja "afbrigði".  Það styður það sem Kári Stefánsson hefur haldið fram.

 


Bloggfærslur 22. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband