Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Með frelsið að leiðarljósi?

Ég var að enda við að horfa á Siflur Egils á netinu.  Eins og oft áður skemmti ég mér dável yfir þættinum.  Viðtölin við Laffer og Ólaf Teit ágæt, ef nokkuð fyrirsjáanleg, en vettvangur dagsins stal algerlega senunni í þetta skiftið.

Sérstaka athygli mína þar vakti framganga Atla Gíslasonar, lögmanns og alþingismanns fyrir VG. 

Það vakti athygli mína þegar hann hvatti til þess að frelsið væri haft að leiðarljósi þegar talað var um útlendinga og afbrot þeirra og "svörtu sauðirnir" mættu ekki verða til þess að lagðar væru hamlandi kvaðir á alla útlendinga og ferðafrelsi þeirra skert með einhverjum "síum" og eftirlitsaðgerðum.

Í stuttu máli sagt, þá er ég sammála Atla í þessum málum, lögum á að beita til þess að ná þeim sem brjóta þau, en ekki til að setja um stór "gangverk" til að finna alla þá sem "hugsanlega" gætu átt það til að brjóta lögin, eða að draga alla undir "sama hatt" og meina þeim eitt eða annað, vegna þess að einhverjir hafa brotið lögin.  Atli sagði eitthvað á þessa leið:  Ég vil ekki skerða frelsi út frá undantekningum, hvorki ferðafrelsi né annað.

Gott ef hann notaði ekki orð eins og upphaf að fasisma og um slíka tendensa.

Það vakti því ekki síður athygli mína síðar í þættinum þegar Atla virtist ekki finnast neitt athugavert við það að banna eða hindra starfsemi svokallaðra nektarstaða, að því að mér virtist á sömu forsendum.  Þar ætti sér stað mansal og þvinganir.  Þar ætti sem sé ekki að beita lögunum á þá sem brjóta þau, heldur slengja banni á atvinnugreinina, alfarið burstséð frá því hvort að farið væri að lögum eður ei.

Þar ættu undantekningarnar að ráða ferðinni.

Eitt í dag og annað á ......

 


Einhver til í að útskýra frekar?

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta frekar undarleg frétt.  Hef það á tilfinningunni þegar ég les hana að hér vanti eitthvað.

Hvernig er þessi "nýja leið" okkar Kanadamanna með fisk inná Evrópumarkað?  Hafa verið einhver vandkvæði með að koma Kanadískum fisk á markað í Evrópu?  Hafa þau vandræði verið í formi tolla eða einhvers annars?

Hverju breytir það að millilenda með hann á Íslandi?  Er eitthvað gert við fiskinn á Íslandi, hann t.d. unninn frekar?  Breytis hann í "Íslenskan fisk" áður en hann er fluttur áfram til Evrópu?

Það er "lykt" af fréttinni.


mbl.is Fiskur fluttur frá Kanada til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á að banna jólasveininn?

Rakst á þessa bloggfærslu hér á moggablogginu.  Hafði ekki og hef reyndar ekki enn hugmynd um hvernig Hollendingar halda upp á jólin, en þetta gaf þó einhverja hugmynd.

Hef reyndar alltaf verið hrifinn af Hollandi og Hollendingum, finnst eitthvað svo skemmtilega afslappað andrúmsloft þar.

En það flaug í gegnum huga minn að hve gott það er að hefðir sem þessar eru ekki á Íslandi eða hér í Kanada.

Ef svo væri myndi ég reikna með að upp væru komnar upp sterkar hreyfingar sem berðust fyrir því að banna jólasveininn, ef ekki jólin í heild sinni.

 


Auðvitað

Þessi niðurstaða var nokkuð augljós að mínu mati.  Það hefði enda verið þungt högg fyrir Formúluna ef titillinn hefði ráðist með þessu móti.  Þó átti ég jafnvel von á því að liðunum yrði gerð einhver málamyndarefsing, enda eru fordæmi fyrir því í svipuðum málum, m.a. þegar bensíni sem svipað var ástatt með var dælt á bíla þeirra Schumacher og Coulthards.  Ennfremur má minna á "dekkjamálið" hjá McLaren, þegar liðinu var gerð refsing en Hamilton ekki.

En það er auðvitað rétt hjá Hamilton að Raikkonen er vel að titlinum kominn, en ég skil ekki alveg hver tilgangur McLaren var með kærunni, ef ekki að reyna að ná titlinum.  Hvar var þá meiningin með tilstandinu?

Langaði þeim ef til vill bara svona til að setja "punktinn yfir iið" á þessu "anno horribilis" hjá liðinu?


mbl.is Áfrýjun McLaren nær ekki fram að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af innflytjendum og aðkomumönnum

Ég var að lesa á netinu um alla þá athygli og fjaðrafok sem sú ákvörðun vertsins á Kaffi Akureyri, að setja ákveðin hóp Pólverja í straff á staðnum, hefur valdið.

Þetta er eiginlega grátbroslegt mál.  Auðvitað skiptist fólk í tvo hópa, með og á móti, og margir hafa sakað vertinn um kynþáttafordóma.

Hún er hvimleið þessi síaukna notkun á orðinu kynþáttafordómar.  Mér best vitanlega eru Pólverjar ekki kynþáttur (það eru Gyðingar ekki heldur, þó að það komi málinu ekki beint við), hvað þá að ákveðinn hópur Pólverja sé það.

Það er auðvitað ekkert nýtt að einstaklingar og hópar séu settir í straff á veitingahúsum á Akureyri.  Sagan segir að á ákveðnu tímabili hafi bæði bæjarstjórinn og bæjarfógetinn verið í straffi í Sjallanum (fyrir langa löngu og hefur ekkert með þá að gera sem gegna þessum embættum nú) og svo hafi verið um hríð, án þess að forsvarsmenn hússins hafi verið sakaðir um fordóma gagnvart embættismönnum.  Þessir einstaklingar höfðu einfaldlega gerst brotlegir við "húsreglur", sömu sögu er líklega að segja af Pólverjum þeim sem nú lenda í straffii.

Það er auðvitað út að saka vertinn um útlendingahatur (hvað þá kynþáttafordóma), enda aðeins um ákveðinn hóp Pólverja að ræða.

Ef hægt er að saka einhverja um að kynda undir útlendingahatur, væru það líklegast þeir fréttamenn sem skrifuðu fréttir af þessu máli.  Það er varla að það hafi borið brýna nauðsyn til þess að taka fram að viðkomandi menn væru Pólverjar.

Þeir hefðu sem best getað látið sér nægja að fylgja "Akureysku hefðinni" og segja að hópur aðkomumanna hefði verið settur í straff á Kaffi Akureyri.

En ef til vill segir það meira um Íslenskt samfélag (þá sem lesa fréttirnar ekki síður en þá sem skrifa þær) en vertinn, að fréttamenm skuli velja þetta sjónarhorn.

 

 


Af innflytjendum og ferðamönnum.

Ég ætla ekki að vera að ausa úr mér hvað varðar hinn sorglega atburð sem átti sér stað á flugvellinum í Vancouver.  Til þess eru aðrir betur fallnir en ég.  Ég vil þó vekja athygli á góðri umfjöllun Globe and Mail um málið sem má t.d. sjá hér, hér og hér.

Hitt vil ég þó segja að það er löngu tímabært fyrir Kanada að fara yfir alla þætti "innflytjenda og útlendingaeftirlits" í landinu.  Því miður er það svo að það er ákaflega stirt kefi og þangað virðist hafa hrúgast inn ákaflega óhæft starfsfólk.´

Sjálfur hef ég ekki undan miklu að kvarta, þó að vissulega væri það pirrandi að vera tekinn til hliðar og spurður spjörunum úr (þó ekki í bókstaflegri merkingu) og tafinn í langan tíma,  fyrir það eitt að vera "full tíður" gestur í landinu (þetta var áður en ég flutti hingað fyrir fullt og allt).

En það eru því miður til margar leiðinlegar sögur þó að þær hafi ekki kostað lif eins eða neins.

Mexíkönsk stúlka sem ég kynntist lítillega þegar hún var hér um nokkurra mánaða skeið til að læra Ensku, fór án fyrirvara til baka, þegar hún lenti í því að móðir hennar sem ætlaði að heimsækja hana í Toronto og eyða með henni síðustu 10 dögunum, var stoppuð á flugvellinum, neitað um inngöngu í landið og þurfti að yfirgefa landið daginn eftir.  Allt var þetta vegna einshvers óskildgreinds gruns um að hún hefði ekki í hyggju að yfirgefa landið aftur.  Það er þó rétt að taka það fram að þetta voru ekki bláfátækir Mexikanar, enda ekki algengt að þeir sendi börn sín til Enskunáms í nokkra mánuði erlendis.

Ég skemmti mér líka konunglega í Úkraínsku brúðkaupi sem okkur Bjórárhjónunum var boðið til fyrir nokkrum árum.  Það eina sem varpaði skugga á samkomuna var að foreldrum brúðarinnar hafði verið neitað um vegabréfsáritun til Kanada til að vera viðstödd atburðinn.  Ástæðan líklega sú sama, einhver óskilgreindur grunur um að þau myndu ekki yfirgefa landið að viðburðinum loknum.

Vissulega er það svo að hér er nokkuð um ólöglega innflytjendur sem hafa komið hingað sem ferðamenn.  Eitthvað er um rassíur (aðallega á byggingarsvæðum) og brottvísanir eru framkvæmdar og eru vissulega umdeildar.

En lausnin getur ekki verið að líta á fyrirfram á fólk sem glæpamenn.  Í hvert sinn sem vikið er frá reglunni, saklaus uns sekt er sönnuð er hætta á ferðum.


Engin tilviljun

Það er auðvitað engin tilviljun að Schumi er sjöfaldur heimsmeistari og á flest þau met sem hægt er að eiga í Formúlunni.  Maðurinn er einfaldlega snillingur.

Ferrari þarf einmitt á manni eins og honum að halda, ekki til þess að halda titlunum á næsta ári, heldur til þess að starfa að bílprófunum og þróun.  Persónulega hef ég enga trú á því að hann snúi aftur til keppni, né myndi ég ráðleggja honum það ef hann slægi á þráðinn og spyrði mig ráða.

En nú þegar það er ljóst að Ferrari mun þurfa að keppa við Brawn á meðal annarra liðstjórnenda er það ljósara en nokkru sinni að Ferrai þarf á öllu sínu að halda, þar á meðal kröftum Schuma, til að halda í titlana tvo á næsta ári.


mbl.is Schumacher aftur fljótastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagðar lífsreglurnar

Það var í gærdag, nokkru á eftir að dóttir mín hafði dundað sér við það að "rúlla út" allri klósettrúllunni, og hlotið nokkrar skammir fyrir, að eftirfarandi samtal átti sér stað hér að Bjórá.  Þá hafði Foringinn tekið stúlkuna afsíðis og lagði henni lífsregurnar.  Samtalið var á þessa leið:

"Þú veist Jóhanna að þú mátt ekki fikta í klósettrúllunni, þú mátt ekki snerta hana.  Þú verður líka alltaf að gera það sem pabbi og mamma segja.  (smá þögn).  Og líka það sem ég segi."

Blaðað í laufunum

Litlum sögum fer af undirtektum Jóhönnu, endÍ skjóli laufblaðannaa ekki kominn það á legg að hún geti svarað fyrir sig.

Annars var dagurinn í gær góður haustdagur og var notaður til að raka saman lauf í garðinum og undirbúa hann fyrir veturinn.  Flestir fjölskyldumeðlimir tóku þátt, ég rakaði og börnin skemmtu sér.

 


Jafnaðarstefna?

Ég ætla að vekja athygli á þessarri bloggfærslu minni og svo aftur þessarri frétt á ruv.is

Fréttin er hér eftirfarandi:

"Jafnaðarmenn hrósa ráðherra

Ungir jafnaðarmenn (UJ) fagna frumkvæði viðskiptaráðherra um endurskoðun á reglum um tollfríðindi og þeim upphæðum á vörum sem fólk má flytja með sér til landsins.

Aðflutningsgjöld séu barn síns tíma og óskiljanlegt að fólk megi ekki koma með vörur fyrir meira en 46.000 krónur án þess að borga toll og gjöld af því. Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að upphæðirnar verði hækkaðar umtalsvert eða hreinlega felldar niður. Ennfremur að tími tollvarða og peningar skattborgaranna verði nýttir í eftirlit sem skipti máli, svo sem baráttu gegn innflutningi fíkniefna."

Setningin "Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að upphæðirnar verði hækkaðar umtalsvert eða hreinlega felldar niður.", vakti sérstaka athygli mína.

Þó að vissulega megi misskilja setninguna á þann veg að ef ekki verði um hækkanir að ræða, sé best að fella heimildir til tolls og virðisaukaskattslauss innflutnings niður, tel ég að það sé ekki það sem Ungir jafnaðarmenn séu að meina, heldur vilji þeir að hámarkið verði fellt úr gildi og ferðamenn megi taka ótakmarkað af varningi með sér til landsins án þess að greiða af honum tolla, vörugjöld eða virðisaukaskatt.

Má þá eiga von á því að næstu tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum verði í þá veru að allir tollar, öll vörugjöld og virðisaukaskattur verði lagður niður á Íslandi?

Eða eru þeir búnir að teygja jafnaðarstefnuna í þá átt að sjálfsagt þyki að þeir sem ferðast njóti stórfelldra fríðinda en ekki þeir sem heima sitja?  Að þeir sem ferðist geti keypt flest það sem þeir þurfi án þess að greiða til samfélagsins en þeir sem versla t.d. á netinu eða heima þurfi að greiða eftir sem áður?

Að mínu mati er best að sömu lög og skilmálar ríki, burtséð frá því hvar eða með hvaða máta menn kjósa að versla.  Það á ekki að skipta máli hvort að verslað er í verslun í Reykjavík, frá netverslun í Portúgal, eða verslun í London, varningurinn á að bera sömu gjöld og sama virðisaukaskatt ef og þegar hann er fluttur til Íslands.

Ef að Ungir jafnarðarmenn eru hins vegar að hefja baráttu fyrir því að allir tollar, öll vörugjöld og virðisaukaskattur verði lagður niður á Íslandi, þá líst mér ágætlega á það.

Það myndi þýða verulegan samdrátt í tekjum ríkissjóðs og hefja yrði löngu tímabæran niðurskurð á útgjöldum hans, en það myndi án efa leysa úr læðingi mikinn kraft í samfélaginu og stórauka samkeppni.

 

 


Iceland's Financial Sector

Það er ekki oft sem að minnst er á Íslenskan fjármálamarkað í blöðum hér í Kanada, þó að vissulega hafi Íslensk fyritæki verið til umfjöllunar, sérstaklega þegar þau hafa verið að kaupa upp Kanadísk fyrirtæki eins og gerst hefur undanfarin misseri.

En í helgarútgáfu "Globe and Mail", mátti lesa eftirfarandi klausu í þeim hluta blaðsins sem helgaður er fjármálum, "Globe Investor Weekend".  Þar skrifar Angela Barnes dálk undir heitinu Stocks Around the World This Week.

"Iceland:  Iceland´s financial has come dependent on external debt to finance strong local credit demand and is therefroe vulnarable to any restrictions in global credit.  Given the worries that have benn surfacing about global credit conditions, it is not surprising that investors pushed prices of the Icelandic banks lower.  The OMX Iceland 15 index fell almost 9% over the week."

Ísland er þarna í hópi Mexico, Hollands, Ástralíu og Japan, yfir þau lönd sem haf vakið sérstaka athygli í vikunni, fyrir utan auðvitað yfirgripsmikla umfjöllun sem er um Kanadísk og Bandarísk verðbréf.

Þó er Íslenska vísitalan ekki á meðal þeirra sem nefndar eru í dálkinum "International Indexes", ekki enn alla vegna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband