Auðvitað

Þessi niðurstaða var nokkuð augljós að mínu mati.  Það hefði enda verið þungt högg fyrir Formúluna ef titillinn hefði ráðist með þessu móti.  Þó átti ég jafnvel von á því að liðunum yrði gerð einhver málamyndarefsing, enda eru fordæmi fyrir því í svipuðum málum, m.a. þegar bensíni sem svipað var ástatt með var dælt á bíla þeirra Schumacher og Coulthards.  Ennfremur má minna á "dekkjamálið" hjá McLaren, þegar liðinu var gerð refsing en Hamilton ekki.

En það er auðvitað rétt hjá Hamilton að Raikkonen er vel að titlinum kominn, en ég skil ekki alveg hver tilgangur McLaren var með kærunni, ef ekki að reyna að ná titlinum.  Hvar var þá meiningin með tilstandinu?

Langaði þeim ef til vill bara svona til að setja "punktinn yfir iið" á þessu "anno horribilis" hjá liðinu?


mbl.is Áfrýjun McLaren nær ekki fram að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband