Einhver til í að útskýra frekar?

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta frekar undarleg frétt.  Hef það á tilfinningunni þegar ég les hana að hér vanti eitthvað.

Hvernig er þessi "nýja leið" okkar Kanadamanna með fisk inná Evrópumarkað?  Hafa verið einhver vandkvæði með að koma Kanadískum fisk á markað í Evrópu?  Hafa þau vandræði verið í formi tolla eða einhvers annars?

Hverju breytir það að millilenda með hann á Íslandi?  Er eitthvað gert við fiskinn á Íslandi, hann t.d. unninn frekar?  Breytis hann í "Íslenskan fisk" áður en hann er fluttur áfram til Evrópu?

Það er "lykt" af fréttinni.


mbl.is Fiskur fluttur frá Kanada til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Ísland og Kanada séu með fríverslunarsamning sín á milli og því geta þeir komið sínum vörum tollalaust inn í EB í gegnum Ísland. Ég veit um fleiri dæmi þar sem þetta hefur verið gert.

SJ (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.  En mér finnst eitthvað vanta eitthvað meira inn í þetta.  Varla getur Ísland stjórnað aðgangi og tollun inn í ESB.  Ekki getur Ísland gert fríverslunarsamning við Kína og þar með flutt inn allt Kínverskt dót tollalaust og síðan inn í ESB. 

Það hlýtur því eitthvað frekar að þurfa að gera við fiskinn en að tolla og flytja hann áfram.

En það er einmitt gallinn við fréttina, að það minnsta kosti að mínu mati, hún vekur upp fleiri spurningar en svörin sem hún veitir.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband