Af innflytjendum og aðkomumönnum

Ég var að lesa á netinu um alla þá athygli og fjaðrafok sem sú ákvörðun vertsins á Kaffi Akureyri, að setja ákveðin hóp Pólverja í straff á staðnum, hefur valdið.

Þetta er eiginlega grátbroslegt mál.  Auðvitað skiptist fólk í tvo hópa, með og á móti, og margir hafa sakað vertinn um kynþáttafordóma.

Hún er hvimleið þessi síaukna notkun á orðinu kynþáttafordómar.  Mér best vitanlega eru Pólverjar ekki kynþáttur (það eru Gyðingar ekki heldur, þó að það komi málinu ekki beint við), hvað þá að ákveðinn hópur Pólverja sé það.

Það er auðvitað ekkert nýtt að einstaklingar og hópar séu settir í straff á veitingahúsum á Akureyri.  Sagan segir að á ákveðnu tímabili hafi bæði bæjarstjórinn og bæjarfógetinn verið í straffi í Sjallanum (fyrir langa löngu og hefur ekkert með þá að gera sem gegna þessum embættum nú) og svo hafi verið um hríð, án þess að forsvarsmenn hússins hafi verið sakaðir um fordóma gagnvart embættismönnum.  Þessir einstaklingar höfðu einfaldlega gerst brotlegir við "húsreglur", sömu sögu er líklega að segja af Pólverjum þeim sem nú lenda í straffii.

Það er auðvitað út að saka vertinn um útlendingahatur (hvað þá kynþáttafordóma), enda aðeins um ákveðinn hóp Pólverja að ræða.

Ef hægt er að saka einhverja um að kynda undir útlendingahatur, væru það líklegast þeir fréttamenn sem skrifuðu fréttir af þessu máli.  Það er varla að það hafi borið brýna nauðsyn til þess að taka fram að viðkomandi menn væru Pólverjar.

Þeir hefðu sem best getað látið sér nægja að fylgja "Akureysku hefðinni" og segja að hópur aðkomumanna hefði verið settur í straff á Kaffi Akureyri.

En ef til vill segir það meira um Íslenskt samfélag (þá sem lesa fréttirnar ekki síður en þá sem skrifa þær) en vertinn, að fréttamenm skuli velja þetta sjónarhorn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband