Með frelsið að leiðarljósi?

Ég var að enda við að horfa á Siflur Egils á netinu.  Eins og oft áður skemmti ég mér dável yfir þættinum.  Viðtölin við Laffer og Ólaf Teit ágæt, ef nokkuð fyrirsjáanleg, en vettvangur dagsins stal algerlega senunni í þetta skiftið.

Sérstaka athygli mína þar vakti framganga Atla Gíslasonar, lögmanns og alþingismanns fyrir VG. 

Það vakti athygli mína þegar hann hvatti til þess að frelsið væri haft að leiðarljósi þegar talað var um útlendinga og afbrot þeirra og "svörtu sauðirnir" mættu ekki verða til þess að lagðar væru hamlandi kvaðir á alla útlendinga og ferðafrelsi þeirra skert með einhverjum "síum" og eftirlitsaðgerðum.

Í stuttu máli sagt, þá er ég sammála Atla í þessum málum, lögum á að beita til þess að ná þeim sem brjóta þau, en ekki til að setja um stór "gangverk" til að finna alla þá sem "hugsanlega" gætu átt það til að brjóta lögin, eða að draga alla undir "sama hatt" og meina þeim eitt eða annað, vegna þess að einhverjir hafa brotið lögin.  Atli sagði eitthvað á þessa leið:  Ég vil ekki skerða frelsi út frá undantekningum, hvorki ferðafrelsi né annað.

Gott ef hann notaði ekki orð eins og upphaf að fasisma og um slíka tendensa.

Það vakti því ekki síður athygli mína síðar í þættinum þegar Atla virtist ekki finnast neitt athugavert við það að banna eða hindra starfsemi svokallaðra nektarstaða, að því að mér virtist á sömu forsendum.  Þar ætti sér stað mansal og þvinganir.  Þar ætti sem sé ekki að beita lögunum á þá sem brjóta þau, heldur slengja banni á atvinnugreinina, alfarið burstséð frá því hvort að farið væri að lögum eður ei.

Þar ættu undantekningarnar að ráða ferðinni.

Eitt í dag og annað á ......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atli var of stórorður að tala um "fasima" í þessu tilfelli, og þó er hann með alskástu mönnum í VG. Annars vil ég að leyfa mér að vísa hér í þetta viðbragð mitt við þættinum á vefsíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Jón Valur Jensson, 19.11.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég þekki Atla til margra ára og hef aldrei orðið var við annað en að hann hafi ávallt rétt fyrir sér og það kemur pólitík í rauninni ekkert við.

Júlíus Valsson, 19.11.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atli er góður maður, því neita ég ekki. En vart er hann óskeikull.

Jón Valur Jensson, 22.11.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband