Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Áhugavert að fylgjast með þessu

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessara mála í Hafnarfirði. Það kemur ekki á óvart að það myndist andstaða við stækkun í Straumsvík, sérstaklega eins og andrúmsloftið hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur.

Straumsvík er enda á höfuðborgarsvæðinu og því sem næst inn í Hafnarfirði jog því ekki óeðlilegt að viðbrögðin séu sterkari en víða annars staðar.  En Hafnfirðingar hafa góða reynslu af álverinu og ég gat ekki betur séð en að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þeirra væri áfram um að tryggja stækkun álversins og þann fjölda starfa sem það skapar.  Hann svaraði því til dæmis einhvers staðar sem ég sá, að þegar bent var á að næg atvinna væri í Hafnarfirði, að það væri svo nú, en erfiðara að spá um framtíðina.  Það er vel skiljanlegt að sveitarstjórnarmenn í Hafnarfirði vilji stækka álverið, enda hefur það skilað sveitarfélaginu góðum tekjum í gegnum árin.  Hafnarfjörður væri líklega ekki jafn öflugt sveitarfélag og raun ber vitni ef álverið hefði ekki komið til.

En það verður líka gaman að sjá hvernig þetta verður allt á endanum, vegna þess að það er Samfylkingin sem stjórnar í Hafnarfirði, og þó að sveitarstjórnarmennirnir (Lúðvík alla vegna) virðast áfram um stækkunina, þá hefur jú Samfylkingin nýverið sent frá sér stefnu, þar sem kallað er eftir að frekari stóriðjuframkvæmdum verði slegið á frest.  Það verður því fróðlegt að sjá hver verður lendingin í þessu máli.  Það er ekki síður forvitnilegt að vita hver er afstaða frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í "Kraganum" er í þessu máli.  Einhvern veginn tel ég að þetta sé of stórt mál til að "skauta" fram hjá því í prófkjöri eða kosningum.

Oft hefur verið rætt um að leyfa bæjarbúum að kjósa um stækkunina.  Það væri auðvitað nokkuð vel til fundið, sérstaklega ef að kjörnir fulltrúar þeirra telja sig ekki hafa umboð frá þeim til að taka þessa ákvörðun.

Væri ekki tilvalið að kjósa um þetta mál samhliða þingkosningum í vor?

 

 


mbl.is Fjöldafundur haldinn gegn stækkun álversins í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja kynslóðin

Nú eru á leið í prófkjör tveir einstaklingar af þriðju kynslóð stjórnmálamanna.  Það eru þeir Guðmundur Steingrímsson, Hermanssonar Jónassonar og Glúmur Baldvinsson, (Jón) Baldvin Hannibalson Valdimarsonar.

Nú get ég ekki sagt að ég hafi stúderað þetta, en held þó að þetta séu fyrstu einstaklingarnir af þriðju kynslóðinni.  Við höfum haft marga stjórnmálamenn af annari kynslóð, svo sem feður þessara einstaklinga, Vilmund Gylfason, Halldór Ásgrímsson, Björn Bjarnason, Valgerður systir hans líka að bjóða sig fram núna, Árni M. Matthiesen, og sjálfsagt er ég að gleyma einhverjum.

En það er vissulega ekkert nýtt að pólítískur áhugi liggi í ættum, en ég heyri skiptar skoðanir á því hvort að menn telji að einstaklingar hagnist á þessari "ættfræði" þegar kemur að prófkjörum og pólítískum frama.

 


Sínum augum lítur hver á Silfrið

Ég náði loksins að klára að horfa á Silfur Egils á netinu.  Þættir Egils eru alltaf skemmtilegir og áhugaverðir.  Ég verð þó að segja að mér þykir "leiðarar" Egils ekki vera að gera sig.  Slíkar hugleiðingar er ágætt að lesa á síðunni hans, en eru ekki sérlega áhugavert sjónvarpsefni að mínu mati.

En þátturinn er yfirleitt skemmtilegur og þátturinn í gær var þar engin undantekning.  Það var nú reyndar hálf grátbroslegt að hlusta á Össur reyna að finna upp klofning í Sjálfstæðisflokknum, en Össur er að verða "sérfræðingur" í öllum flokkum nema sínum eigin.

Össur varð líka hálf kindarlegur þegar talið barst að Jóni Baldvini og þætti hans í öllum þessum umræðum.

Prófkjörshlutinn fannst mér nokkuð þunnur þó og áberandi lakasti parturinn í þessum þætti. Þó komu konurnar, Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Andersen þokkalega út, en Glúmur Baldvinsson kom skringilega út, hálf partinn eins og út á þekju og klisjukendur.

Það vakti svo heilmikla athygli mína þegar talað var við Paul Nikolov, en hann er þátttakandi í prófkjöri hjá VG.  Hann hefur reyndar verið sakaður um tækifærismennsku á ýmsum bloggsíðum, en hann hafði víst talað um að stofna innflytjendaflokk, en hætt við um leið og honum var boðið að taka þátt í prófkjöri hjá VG.  Það kann að vera svolítill tækfærisblær á því, en jafnframt sönnun þess að hann hefur aðlagast íslensku samfélagi nóg til þess að taka þátt í pólítík. 

Hann talaði vel, þó að ég væri ekki endilega 100% sammála honum, en það vekur vissulega athygli mína að frambjóðandi í prófkjöri á Íslandi skuli velja að tala ensku í viðtali.  Ræður hann ekki við íslenskuna?  Ég held að það hljóti að vera erfitt að vera í framboði ef vald á íslensku er ekki þokklegt.

En það er vissulega fagnaðarefni að innflytjendur taki þátt í stjórnmálum.  Kona af pólskum uppruna, Grayna Okunlewska,  býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.  Það er gott að innflytjendur taki þátt í þjóðfélaginu á öllum stigum, stjórnmálum sem annars staðar og jákvætt að þeir taki þátt í prófkjörum en sé ekki eingöngu stillt upp sem "skrautfjöðrum" aftarlega á lista.

Um þátttöku Jóns Baldvins í þættinum  hef ég bloggað áður.

 


Obrigado Michael

Það var gaman að horfa á Brazilíska kappaksturinn í dag. Það var eins og svo oft áður fyrst og fremst Michael Schumacher sem sá okkur fyrir skemmtuninni.  Hann ók snilldarlega, sýndi og sannaði að það er engin tilviljun að hann er 7faldur heimsmeistari og árangursríkasti ökumaður í Formúlunni fyrr og síðar. 

En heppnin var ekki með honum í dag, frekar en í Japanska kappakstrinum.  Eftir að hafa unnið sig upp í 5ta sætið úr því 10unda, sprakk hjá honum dekk þannig að hann varð að breyta áætlun sinni.

Eftir það var engin spurning.  "Tígulgosarnir" gátu ekið rólega og voru nokk öruggir með báða titlana, sem og varð raunin.

Ljósi punkturinn til viðbótar við frábæran akstur "Skósmiðsins" var góður sigur Massa, sem átti eftirminnilegan sigur á heimavelli.  Það verður fróðlegt að fylgjast með Massa á næsta ári og hvernig hann stendur sig gagnvart Raikkonen. 

En auðvitað óska ég Reunault aðdáendum til hamingju með titlana, þeir eru vel að þeim komnir og höfðu öruggasta bílinn þetta tímabil, það er það sem landar titlum.

En kappaksturinn í gær markaði tímamót, Schumacher hættir, Michelin þreytti sína síðustu formúlu, í það minnsta um nokkurn tíma, sömuleiðis Cosworth.

En auðvitað verður tímabilsins fyrst og fremst minnst fyrir tvennt, Alonso sigraði annað árið í röð og Schumacher dró sig í hlé.

En Formúlan heldur áfram, það verða vissulega kaflaskipti þegar ökumaður af kalíberi Schumachers hættir, en það koma alltaf menn í manna stað, Massa sýndi það um helgina. 

En ég er þakklátur fyrir þá skemmtun sem Schumacher hefur veitt, þau 12 ár sem ég hef fylgst með Formúlunni.


mbl.is Alonso heimsmeistari ökuþóra og Renault vann einnig titil bílsmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Castro dauður?

Sú saga virðist nú ganga nokkuð greitt á netinu að Castro Kúbuforseti sé dauður.  Ekki hefur það nokkurs staðar verið staðfest, en það sem sögusagnirnar byggja á er mismæli eða "slip of the tongue" hjá Lula, forseta Brazilíu, en þar talar hann um Castro í þátíð.

"I am a lover of the Cuban revolution, I only regret that Fidel Castro did not carry out a process of political opening while he was alive."  Þetta á Lula að hafa sagt í viðtali við Folha de Sao Paulo, eitt helsta dagblaðið í Sao Paulo.

Það fylgir svo sögunni að ekkert hafi heyrst af heilsu Castro´s síðan um miðjan September.

Þetta er enn ekki komið í neina stærri fjölmiðla, en má finna víða á netinu.

Þó er hér smá klausa af á vefsíðu NBC í Florida, en þar er tekið varlega á málinu.


Það var allt í lagi, það voru Bandaríkjamenn sem voru að hlera!

Það vakti nokkra athygli mína þegar ég kom inn í endan af Silfri Egils að þar var Jón Baldvin Hannibalsson að láta móðan mása um "njósnamálefni".

En þar gat ég ekki heyrt betur en að Jón segði, þegar Egill spurði hann að því hvers vegna hann hefði ekki kært eða tilkynnt að hann teldi sig hafa verið hleraðan, að hann hefði talið að það væru Bandaríkjamenn sem væru að hlera sig.  Það hefði ekki verið fyrr en löngu síðar að hann hefði heyrt af hinni "Íslensku leyniþjónustu".

Utanríkisráðherra Íslendinga taldi sem sé ekki ástæðu til að aðhafast neitt, því það voru "bara" Bandaríkjamenn sem voru að hlera símann hans?  Hann sá ekki ástæðu til að skýra samráðherrum sínum frá því, ekki ástæðu til að hafa samband við lögreglu, eða að skýra almenningi frá þessu?

Þessi málflutningur er með eindæmum.

Það vakti líka mikla athygli mína þegar Árni Snævarr skýrði frá því að hann hefði vitað af "leyniþjónustunni" og var undrandi á því að Jón Baldvin hefði ekki vitað af henni sömuleiðis.  Sagði Árni að Árni Sigurjónsson hefði hringt í sig og viljað rekja minningar sínar, en hefði látist áður en af því varð.  Er ekki þörf á leyniþjónustu fyrir hið opinbera ef blaðamenn eru svona mikið betur upplýstir en ráðherrar?

Þó að það sé ef til vill svo lítil hártogun, þá vakti líka athygli mína þær köldu kveðjur sem þeir einstaklingar sem hafa boðið sig fram í prófkjörum Samfylkingarinnar fengu frá Jóni, þegar hann sagði að prófkjör væru úrelt fyrirbrigði og "almennilegir menn" (eða eitthvað í þá áttina) fengjust ekki til að bjóða sig fram.  Þar átti hann við Stefán Ólafsson prófessor.

En ég verð að bíða með að horfa á þáttinn í heild þar til seinna í dag.


mbl.is Þór var að undirbúa farveginn fyrir frumvarp um öryggisgæslu, segir Jón Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt að halda minningunni á lofti

Það er rétt að halda minningu þeirra sem börðust gegn kommúnismanum á lofti.  Það má heldur ekki gleymast hvernig kommúnisminn lék almenning þessum löndum.  Ekki bara Ungverjaland, heldur í allri Austur-Evrópu og vissulega víðar. 

Ég hafði fyrir nokkru stutt kynni af Ungverja sem hafði upplifað þessa uppreisn, þá barn að aldri. Hann hafði svo flúið með afa sínum og ömmu og alist upp á norðurlöndunum.  En þær bernskuminningar sem hann átti frá Ungverjalandi voru brotakenndar, en skelfilegar og virtust móta hann nokkuð.

Það hlýtur að vera til marks um að batnandi manni er best að lifa að Ólafur Ragnar Grímsson skuli taka þátt í því að heiðra uppreisnarmenn gegn kommúnisma í Ungverjalandi, ætli hann segi sessunautum sínum frá "vini sínum" Ceausescu? 

 


mbl.is Uppreisnarinnar minnst í Ungverjalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensíndælan

Þá er það ljóst að það var bensíndælan sem bilaði hjá Schumacher.  Það sannast auðvitað enn og aftur að "allur pakkinn" verður að vera í lagi.

Hér má sjá skýringarmynd um þetta.

En það er spáð heitu og þurru fyrir kappaksturinn á eftir, það ætti að koma Bridgestone ökumönnum, þar með talið Ferrari til góða, en það þarf hálfgert kraftaverk að koma til svo að Ferrari og Schumacher eigi séns á titlum.

Líklega verður Schumacher að sætta sig við "heiðursbikarinn".

En vonandi verður kappaksturinn góður.


mbl.is Schumacher vill engu spá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú illur neytandi?

Ég hef oft áður vitnað til pistla Margaretar Wente.  Pistillinn hennar í dag skemmti mér ágætlega, en þar fjallaði hún um hvað væri "pólítískt rétt" að innbyrða.  En það er býsna oft vandratað í heiminum hvað það varðar, ef viðkomandi vill hafa "hreina samvisku", alla vegna ef mark er tekið á þeim sem predika hvað harðast "pólítíska rétttrúnaðinn".

Það er alveg ljóst að neysla á hvalkjöti fellur ekki innan "ásættanlega" rammans. En það er ýmislegt annað sem þeir með vilja vera "meðvitaðir" verða að varast, t.d. vatn úr flöskum (sekur), ferðast með flugvélum (sekur) og þar fram eftir götunum.

En grípum nokkra búta úr pistlinum:

"I was glad to discover that my new yoga T-shirt from Lululemon is made out of soy. It says so right there on the label. I'm not sure if I paid extra for this feature, but it's a good thing. Now I know my T-shirt is 100-per-cent organic. It was made from renewable resources by people who, I assume, are decently treated by whatever Third World textile factory happens to employ them. I would expect no less from Lululemon, which has improved the lives of millions of Canadians by making it permissible to dress in clothes that feel like pyjamas and pretend that you're on your way to yoga. Besides, in a pinch, I could probably eat it.

My cup of Timothy's Coffees of the World fair-trade coffee comes from Colombia, where it was bought on a fixed-price contract from a democratically run coffee co-op. That means the growers don't get hammered if commodity prices tank. This is also good. If I can help improve the livelihoods of industrious Colombians as I stimulate my nervous system, I'm all for it.

Like everyone else, I'd rather be an ethical consumer if I have the choice. But that's not as easy as you think. Take salmon. Which kind should I eat, wild or farmed? David Suzuki says farmed salmon are bad for the environment because they spread sea lice. But overfishing is depleting the oceans. I used to eat sea bass, and look what happened to them."

" Even water isn't easy any more. Although I've been congratulating myself for staying hydrated, it turns out I've been wrecking the planet. Bottled water is the devil's drink, and drinking it is about as close to mortal sin as you can get. According to environmentalists and the United Church, people who drink bottled water are responsible for depleting the water tables, polluting the air (because they truck it to the stores) and generating huge amounts of non-biodegradable plastic water-bottle waste. I am allowing water companies to make obscene profits on something that should be a gift from God, and I am undermining confidence in our public water systems. Okay! I repent! Not one more drop of demon water shall cross my parched, chapped lips.

In Britain, the church is after other sorts of sinners. The Bishop of London has declared that people who fly off on holiday without a thought for climate change are committing a sin against the planet. So what am I supposed to do now? Stay home? Take one vacation instead of two for twice as long? Plant a tree as a form of carbon offset? "

" I try to do my best on the home front. I only run the dishwasher when it's full, preferably after midnight. I've unplugged the freezer. I shave my legs in the shower and wash undies on warm/cold. The thermostat is set at 20, except when my husband sneakily turns it up. I bought fluorescent light bulbs, which I wouldn't recommend, since, as someone else said, they make your house look like a bus station bathroom. I've insulated the electric outlets and weather-stripped the doors. I have worms in the basement composting the fair-trade coffee grounds. I swear I'll start bicycling to work next spring.

But should I really go out and splurge on Product Red? I suppose it's a good thing that you can buy red cellphones and lots of other nifty stuff to help save Africa. I just wonder if it's really necessary to line the pockets of Motorola, the Gap and Emporio Armani along the way. Why not just send the money straight to Stephen Lewis? I know Bono is all for it. But isn't that the same Bono who's moving his headquarters out of Ireland to avoid taxes? How ethical is that?"

Pistilinn í heild má finna hér og heimasíðu Project Red hér.


O que Está

Það er ekki allt í standi í Ferrari bílskúrnum þessa dagana.  Aðra keppnina í röð er eitthvað að í bíl "Skósmiðsins".  Á Suzuka kostaði það hann sigurinn og líklega sjálfan heimsmeistaratitilinn, persónulega hef ég enga trú á því að Alonso glopri titlinum úr höndum sér.

Nú á Interlagos þarf hann að hefja keppnina í 10 sæti, gerir honum erfitt fyrir að sigra og enda ferillinn með stæl.  Það þarf augljóslega að taka til höndunum í þessari deild, eftir langa sögu áreiðanleika, virðist nú allt á niðurleið.  Það er engu líkara en seinheppni Raikkonen hafi komið til liðsins á undan honum.

En Massa sýndi góða takta, tók pólinn á heimavelli og hélt uppi heiðri Ferrari.  Raikkonen náði öðru sætinu, Trulli kom nokkuð á óvart og náði því 3. og svo er "Tígulgosinn" í því fjórða.  Ég hef enga trú á öðru en að Alonso aki varlega, honum nægir 1. stig.  En vissulega gæti hann lent í óhappi, en það verður að teljast ólíklegt.  En svo ólíklega vildi til að einhver myndi lenda í því að keyra hann út úr brautinni, eða lenda í samstuði við hann, væri þeim hinum sama líklega hollast að elta Schumacher uppi og gera slíkt hið sama, ella yrði allt vitlaust.  En það verður gaman að fylgjast með hvort að aðrir ökumenn verði aðgangsharðir við Alonso, vitandi að hann getur ekki tekið mikla áhættu?

En hvernig sem allt fer á morgun fær Michael Schumacher bikar.  Honum verður afhentur bikar, nokkurs konar "Lifetime Achievement" bikar fyrir frábæran árangur sinn í Formúlunni.  Það verður Pele sem afhendir hann og er sagt að þar afhendi heimsins mesti fótboltamaður mesta ökumanninum bikar.


mbl.is Massa á ráspól, bílbilun aftraði Schumacher sem leggur tíundi af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband