Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Segir það sig ekki nokkuð sjálft?

Ég væri alla vegna nokkuð hissa ef það væru engin tengsl á milli eignarhalds og auglýsinga.

Auðvitað auglýsa fyrirtæki "innanhúss" ef það er hægt, ekki skaðar það auðvitað ef um leið er að ræða það dagblað sem hefur mesta útbreiðslu og lestur samkvæmt könnunum.

Ég er ekki frá því að þegar kostnaðaráætlun hefur verið gerð fyrir Fréttablaðið, svona í upphafi þegar Baugur ákvað að koma að því, hafi kostnaður við gerð og dreifingu "auglýsingasnepla" fyrirtækisins verið lagður þar til hliðsjónar, ásamt öðrum auglýsingum.

Þeir eru jú eftir allt saman í "bisness".

Það "vald" sem kemur svo með því að eiga fjölmiðla er "bónus".


mbl.is Tengsl milli eignarhalds dagblaða og auglýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vekjum athygli á baráttunni - Frelsið er ekki bara yndislegt heldur á að vera fyrir alla.

Það er erfitt fyrir mann eins og mig að ímynda sér að ég gæti verið í hættu staddur fyrir það sem mér kynni að detta í hug að skrifa hér á bloggið.

Alla mína ævi hef ég búið í "öruggum" samfélögum, ekki þurft að óttast um hag minn eða minna fyrir hvað okkur dettur í hug að tjá okkur um.  En innan fjölskyldunnar er nokkur reynsla af öðru.  Konan mín ólst upp í Sovétríkjunum, hún eins og aðrir Eistlendingar voru þar hluti af hvort sem þeir kærðu sig um eður ei. Tengdaforeldrar mínir eyddu lunganum af sínu lífi innan "Járntjaldsins".

Það er þarft að hlusta á frásagnir fólks sem hefur upplifað slíka hluti, og hefur nú frelsi til að segja frá þeim.  En það er enn þarfara að minna á hlutskipti þeirra sem enn búa við helsi, sem enn mega eiga von á því að bankað sé upp á og þeir fangelsaðir fyrir eitthvað sem þeir hafa látið frá sér í orðræðu, á prenti eða á netinu.

Því er áriðandi að leggja þessari baráttu lið.

 


mbl.is Ógn steðjar að tjáningarfrelsinu á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð frétt úr viðskiptalífinu?

Því miður finnst mér ég sjá svipaðar fréttir of oft úr íslensku viðskiptalífi.  Ásjónulaus eignarhaldsfélög eru að kaupa og selja hluti í hinum og þessum fyrirtækjum, stundum í skráðum fyrirtækjum, stundum í öðrum ásjónulausum eignarhaldsfyrirtækjum.

Í raun er það fullt starf fyrir hvern þann sem vill halda vitneskju um hver á hvað í íslensku viðskiptalífi að "googla" öll þessi eignarhaldsfélög og færa svo inn á kortið.

Sjálfur hef ég ekki mikinn áhuga fyrir þessu íslensku sviftingum lengur, en tek þó "google" herferðir annað slagið, en treysti annars á kunningja mína til að uppfæra vitneskjuna.

En ef öll nöfn í þessari frétt eru "googluð" kemur í ljós mun einfaldari og skiljanlegri "mynd" en þessi frétt dregur upp.  En fyrir þá sem ekki fylgjast með eða eru virkir "googlarar" er þessi frétt með öllu óskiljanleg og gæti allt eins verið skrifuð á einhverju öðru tungumáli en íslensku.

Ég held að íslenskt viðskiptalíf mætti við því að vera örlítið gegnsærra, ef almenningur skilur varla hvað er að gerast, eiga lýðskrumararnir auðveldara með að telja þeim trú um hvað sem er.


mbl.is Grettir og Blátjörn sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og meira af grænni orku

Þá fjölgar metan bílunum á götunum í Reykjavík, það telst gott að aka á uppgufun frá sorpinu.  Ekki veit ég hvað mögulegt væri að knýja marga bíla með afgasi frá sorpinu sem fellur til að Íslandi en þetta er auðvitað hrein snilld.  Sparar gjaldeyri, bíllinn er ódýrari í rekstri, er "grænn" kostur, þannig að plúsarnir eru margir.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heklu dugar sorpið í Gufunesi fyrir 2500 til 3500 fólksbíla þegar allt verður komið á fullt þar.  Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir því að gera þetta víðar um landið?

 Annars kemur mér alltaf í hug Mad Max þegar ég heyri talað um metanbíla.  Þar kunnu menn vel að meta metanið og létu engan svínaskít fara til spillis.


mbl.is Nýir og langdrægari metanbílar afhentir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál.

Það er alltaf ánægjulegt að sjá íslensk fyrirtæki hasla sér völl á erlendri grundu og ekki spillir það fyrir hér er um útflutning á íslenskri reynslu og hugviti, þó að vissulega séu notuð tæki og tól sem upprunnin eru um víða veröld.

Að nýta þá þekkingu sem byggð hefur verið upp á Íslandi um víða veröld er þarft verkefni og gott fyrir íslensku orkufyrirtækin.  Mun þarfara en margt annað sem þau hafa sum hver tekið sér fyrir hendur undanfarin ár.

Svo er það auðvitað gott mál að breiða út hina "grænu" orku.  Ekki veitir Kínverjum víst af því.


mbl.is Félag stofnað um uppbyggingu og rekstur hitaveitu í Kína.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eitthvað óeðlilegt?

Ekki þekki ég þetta til hlýtar, hef ekki mikla reynslu af eða þekkingu á starfsmenntasjóðum atvinnulífsins.  Veit til dæmis ekki hvernig tekjum þeirra er háttað.

En hitt rennir mig í grun að útlendingar á íslenskum vinnumarkaði séu býsna oft í hópi þeirra lægstlaunuðu, þannig að að því leyti til er ekki óeðlilegt að þeir njóti þessara sjóða eins og aðrir.  Greiða þeir ekki gjald til verkalýðsfélaga eins og aðrir?  Eiga þeir ekki rétt á að sækja í sjóði eins og aðrir á íslenskum vinnumarkaði?  Er ekki þörf þeirra fyrir íslenskukennslu óvéfengjanleg?

Vissulega má segja að íslenskukennsla falli ekki undir starfsmenntun, enda notkun hennar ekki starf í sjálfu sér, en hinu verður ekki á móti mælt, að íslenskukennslan gerir útlendingana að betri starfskrafti og gerir þeim auðveldara að rækja störf sín, eiga samskipti við starfsystkyni sín og auðveldar þeim að þekkja rétt sinn og sækja hann.


mbl.is SGS gagnrýnir að fé fari úr starfsmenntasjóðum til íslenskukennslu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að gera þetta

Þetta hlýtur að vera fagnaðarefni að Þjóðskjalasafnið birti þetta efni á vef sínu.  Enda eins og ég bloggaði hér, þá eiga skjöl annað hvort að vera "opin" eða "lokuð".  Ef þau eru opin eiga allir að eiga jafnan aðgang að þeim.  Þjóðskjalasafnið á ekki að "skammta" þennan aðgang.  Almenningur á heldur ekki að þurfa að búa við það að einhverjir sagnfræðingar matreiði þetta efni ofan í hann. 

Ef menn hafa áhuga á, eiga menn að geta rannsakað þetta á eigin spýtur.

En líklega verða margir fyrir vonbrigðum með þetta efni þegar þeir "hlaða" því niður.  Þetta er enginn "reyfari".

En skyldu menn ekki vera hræddir um að fylgst sé með því hverjir eru að hlaða niður efninu?  :-)


mbl.is Þjóðskjalasafnið birtir öll gögn um símhleranir á vefsíðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins - það er þjóðarsport.

Það er ljóst að "allir og eldhúsvaskurinn" taka þátt í prófkjöri Sjálstæðisflokksins sem fram fer um næstu helgi.  Það er þó með misjöfnum hætti sem menn taka þátt, nokkrir bjóða sig fram, býsna margir munu líklega kjósa, en þeir eru líklega flestir sem taka þátt í prófkjörinu með óbeinum hætti, það er að segja með því að ræða um að og taka þátt í umræðunni sem tengist prófkjörinu á einn eða annan veg.

Meira að segja frambjóðendur í prófkjörum annara flokka gefa sér tíma til að skrifa um hve staða hins eða þessa frambjóðanda hjá Sjálfstæðisflokknum sé.  Líklega hafa þeir ekki mikið að segja af sjálfum sér.

En prófkjör Sjálfstæðisflokkins er "Prófkjörið", það er það sem fólk ræðir um og á því hafa flestir skoðun.  Þetta sýnir ef til vill betur en flest annað hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gnæfir yfir aðra flokka í íslenskum stjórnmálum.

En vissulega eru umræðan margvísleg, og eins og reikna má með er ekki öll umræðan á þann veg að sómi sé af.  Það er hart barist í prófkjörum og ýmsar sögur fara af stað og vissulega reyna andstæðingarnir að kynda undir þeim sögum sem þeir telja vera sér í hag.  Það er eðli pólístískrar baráttu.  Hún er oft óvægin.  Þetta prófkjör er engin undantekning þar á.

Andstæðingarnir reyna að tala um fylkingar í Sjálfstæðisflokknum.  Þar sé hver höndin á móti annari og jafnvel að um hálfgerðar "hreinsanir" séu í flokknum.  Það er meira að segja merkilegt, að fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, sem vinstrimenn hafa verið gjarnir á að skrifa um eins og hann sé "Don Corleone" íslenskra stjórnmála, virðist ekki eiga meira undir sér en svo að hann var hreinlega rekinn, ef marka má þessa sömu vinstri menn í dag.  Manninum sem veit öll leyndarmálin, veit hvar alllar "beinagrindurnar" eru, hefur verið aðalmaðurinn í öllum "plottunum", hann var kallaður fyrir og rekinn, og það sem meira er, hann gekk hljóðalaust inn "í dimma nóttina".  Það er ekki mikill "Corleone" bragur á því.  Hann ku reyndar hafa tekið það að sér að koma eftirmanni sínum inn í starfið, en það er ekkert sem hafa þarf eftir í öngstrætum slúðursíðnanna.

Það sjá líklega flestir sem vilja að það er ekki mikið gefandi fyrir skrif af þessu tagi.

Margir andstæðingar flokksins virðast líka lesa mikið úr því að barist er um annað sætið í Reykjavík.  Það er nú varla nema eðlilegt að menn berjist hvor gegn öðrum, þannig er jú pólítíkin og það þó að 3 sækist eftir 2. sætinu í Reykjavík ætti ekki að teljast til tíðinda.  Hvað ætli menn hefðu sagt ef enginn þorði að bjóða sig fram gegn þeim sem sitja fyrir? Nei, sem betur fer hafa Sjálfstæðismenn ennþá pólítískt hugrekki.

Annars er það svipað hjá Sjálfstæðiflokki og Samfylkingu í Reykjavík, enginn býður sig fram gegn formönnunum, það getur varla talist nema eðlilegt.  Síðan bjóða 3. sig fram í annað sætið hjá Sjálfstæðisflokki, eins og áður sagði, en 2. hjá Samfylkingu.  Þar virðast menn hafa ákveðið að vera ekki að fara gegn þingflokksformanninum og "The Grand Dame" Jóhönnu Sigurðardóttur.  Þau útkljá þau sæti sín á milli.

En enginn ákvað gefa varaformanninum nokkuð "breik". Hann býður sig fram í 4. sæti ásamt fjölda annara frambjóðenda.  Hefur hann ef til vill ekki meira pólítískt hugrekki en það, eða er það baklandið sem skortir? 

Það er nú líka svo merkilegt að þegar Samfylkingarmenn og jafnvel líka Framsóknarmenn, eru að býsnast yfir því að Sjálfstæðismenn berjist sín á milli, að maður gæti haldið að þeir kæmu af annáluðum "kærleiksheimilum", en flestir ættu að vita að það er ekki raunin.

Framsóknarflokkurinn virðist skiptast í það marga hluta, að með eindæmum hlýtur að teljast með ekki stærri flokk.  Flestir muna líklega hvernig það gekk fyrir sig að skipa listann í síðustu borgarstjóarnarkosningum.  Nú eða hvernig kaupin gerðust á landsþingi flokksins.  Það var ekki beint friðsemdareyri.

Það þekkja líklega líka margir sögur af samskiptum formanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingflokksformanns, nú eða núverandi varaformanns.  Eða hvernig JBH lýsti því yfir að ekkert "almennilegt fólk" byði sig fram í prófkjörum.  Það má til dæmis lesa um það á blogsíðu Valgerðar Bjarnadóttur að þetta pirraði hana.

En í sjálfu sér tekur sig varla að ræða þetta.  Það er nefnilega eins og áður sagði prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem er "Prófkjörið".  Hin öll eru í neðri deildum.

Sjálfur kýs ég ekki í "Prófkjörinu", enda ekki búsettur á Íslandi, en eins og allir aðrir tek ég þátt í því með því að "pæla" í því og ræða það.  Það er þjóðarsport á Íslandi.


Kemur upphefðin að utan?

Ég get ekki annað sagt en að ég fagni þessari ákvörðun Göran Lennmarker.  Ekki hef ég trú á því að betri eða hæfari maður en Pétur finnist til þessa starfa.

En þessi frétt vekur líka þá spurningu hvort að Íslendingar hefðu ekki áhuga á því að láta Pétur koma nálægt því að líta eftir fjárreiðum hins opinbera á Íslandi?  Til dæmis sem fjármálaráðherra eða formann Fjárveitinganefndar?

Er ekki í tísku að segja "þegar stórt er spurt" á eftir pistli sem þessum?


mbl.is Pétri H. Blöndal falið eftirlit með fjárreiðum ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugahjarðir reika um Evrópu

Það er gömul saga og ný að styrkjakerfi í landbúnaði er ekki til þess fallið að draga fram það besta í greininni.  Flestir hafa til dæmis heyrt einhverjar sögur af misferli varðandi landbúnaðarstyrki Evrópusambandsins.

Bændur virðast þar margir hafa meiri áhuga á að "mjólka" skattgreiðendur en kýr sínar.  Styrkirnir verða þeirra "ær og kýr".  Á vefsíðu Times í dag er stutt frétt um "draugahjarðir" og ósýnilega ólívulundi. 

Grípum nokkur dæmi úr fréttinni:

"Auditors have refused to sign off accounts for the 12th year.  LIVESTOCK farmers in Slovenia, only two years after joining the European Union, are proving as imaginative as Italian olive growers when claiming Brussels subsidies.

Inspectors found that half the cattle that Slovene farmers said they owned, so qualifying them for special EU cow and beef grants, did not exist. A quarter of their sheep and goats were equally invisible.

Discrepancies between farming fact and fiction, which are equally strong among the older members of the EU, cost almost €1 billion (£670 million) last year — about 2 per cent of the agriculture budget.

Nine payments worth €2 billion to olive oil producers in Spain, Greece and Italy last year were either inflated or wrong, according to the annual report of the European Court of Auditors, the EU spending watchdog. In the case of Italy, it went even further, describing two cases as irregular. "

"Last year Poland simply gave a warning to anyone who did not apply good farming practices. Under EU law, they should have been fined almost €1 million. In Greece, farmers’ unions input agricultural data into insecure computer systems that can be modified externally at any time.

After investigating how the €105 billion EU budget was spent last year across a range of policy areas, the auditors identified “a material level of error in underlying transactions and weak internal control systems”. As a result, for the 12th year in succession, they refused to sign off the accounts, giving them only qualified approval. "

Fréttina í heild má finna hér.

Enn og aftur verð ég að spyrja, hvað er svona merkilegt við bændu og bújarðir, sem gerir það að verkum að svo mörgum finnst að fyrirtæki þeirra eigi ekki að lúta sömu lögmálum og önnur fyrirtæki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband