Obrigado Michael

Það var gaman að horfa á Brazilíska kappaksturinn í dag. Það var eins og svo oft áður fyrst og fremst Michael Schumacher sem sá okkur fyrir skemmtuninni.  Hann ók snilldarlega, sýndi og sannaði að það er engin tilviljun að hann er 7faldur heimsmeistari og árangursríkasti ökumaður í Formúlunni fyrr og síðar. 

En heppnin var ekki með honum í dag, frekar en í Japanska kappakstrinum.  Eftir að hafa unnið sig upp í 5ta sætið úr því 10unda, sprakk hjá honum dekk þannig að hann varð að breyta áætlun sinni.

Eftir það var engin spurning.  "Tígulgosarnir" gátu ekið rólega og voru nokk öruggir með báða titlana, sem og varð raunin.

Ljósi punkturinn til viðbótar við frábæran akstur "Skósmiðsins" var góður sigur Massa, sem átti eftirminnilegan sigur á heimavelli.  Það verður fróðlegt að fylgjast með Massa á næsta ári og hvernig hann stendur sig gagnvart Raikkonen. 

En auðvitað óska ég Reunault aðdáendum til hamingju með titlana, þeir eru vel að þeim komnir og höfðu öruggasta bílinn þetta tímabil, það er það sem landar titlum.

En kappaksturinn í gær markaði tímamót, Schumacher hættir, Michelin þreytti sína síðustu formúlu, í það minnsta um nokkurn tíma, sömuleiðis Cosworth.

En auðvitað verður tímabilsins fyrst og fremst minnst fyrir tvennt, Alonso sigraði annað árið í röð og Schumacher dró sig í hlé.

En Formúlan heldur áfram, það verða vissulega kaflaskipti þegar ökumaður af kalíberi Schumachers hættir, en það koma alltaf menn í manna stað, Massa sýndi það um helgina. 

En ég er þakklátur fyrir þá skemmtun sem Schumacher hefur veitt, þau 12 ár sem ég hef fylgst með Formúlunni.


mbl.is Alonso heimsmeistari ökuþóra og Renault vann einnig titil bílsmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband