Það var allt í lagi, það voru Bandaríkjamenn sem voru að hlera!

Það vakti nokkra athygli mína þegar ég kom inn í endan af Silfri Egils að þar var Jón Baldvin Hannibalsson að láta móðan mása um "njósnamálefni".

En þar gat ég ekki heyrt betur en að Jón segði, þegar Egill spurði hann að því hvers vegna hann hefði ekki kært eða tilkynnt að hann teldi sig hafa verið hleraðan, að hann hefði talið að það væru Bandaríkjamenn sem væru að hlera sig.  Það hefði ekki verið fyrr en löngu síðar að hann hefði heyrt af hinni "Íslensku leyniþjónustu".

Utanríkisráðherra Íslendinga taldi sem sé ekki ástæðu til að aðhafast neitt, því það voru "bara" Bandaríkjamenn sem voru að hlera símann hans?  Hann sá ekki ástæðu til að skýra samráðherrum sínum frá því, ekki ástæðu til að hafa samband við lögreglu, eða að skýra almenningi frá þessu?

Þessi málflutningur er með eindæmum.

Það vakti líka mikla athygli mína þegar Árni Snævarr skýrði frá því að hann hefði vitað af "leyniþjónustunni" og var undrandi á því að Jón Baldvin hefði ekki vitað af henni sömuleiðis.  Sagði Árni að Árni Sigurjónsson hefði hringt í sig og viljað rekja minningar sínar, en hefði látist áður en af því varð.  Er ekki þörf á leyniþjónustu fyrir hið opinbera ef blaðamenn eru svona mikið betur upplýstir en ráðherrar?

Þó að það sé ef til vill svo lítil hártogun, þá vakti líka athygli mína þær köldu kveðjur sem þeir einstaklingar sem hafa boðið sig fram í prófkjörum Samfylkingarinnar fengu frá Jóni, þegar hann sagði að prófkjör væru úrelt fyrirbrigði og "almennilegir menn" (eða eitthvað í þá áttina) fengjust ekki til að bjóða sig fram.  Þar átti hann við Stefán Ólafsson prófessor.

En ég verð að bíða með að horfa á þáttinn í heild þar til seinna í dag.


mbl.is Þór var að undirbúa farveginn fyrir frumvarp um öryggisgæslu, segir Jón Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband