Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Af hlerunum

Ég hef aldrei verið hleraður.  Það gæti þó verið of sterkt til orða tekið.  Réttara væri líklega að segja að mér er ekki kunnugt um að ég hafi verið hleraður.  Það er óþarfi að gefa þetta alveg frá sér, því ýmislegt getur auðvitað komið í ljós seinna, jafnvel löngu seinna.

Það hefur verið með nokkrum ólíkindum að fylgjast með þessu máli og það hefur sífellt verið að koma á óvart. Sífellt hefur eitthvað nýtt verið að koma fram og ákærendur gærdagsins eru sakborningar dagsins í dag.

Ég vil nú segja að mér finnst að Kjartan Ólafsson og aðrir þeir sem kunna að hafa verið hleraðir af stjórnvöldum eigi að hafa fullan og óskilyrtan aðgang að gögnum.  Jafnframt hlýtur að teljast eðlilegt að allir sagnfræðingar og jafnframt landsmenn allir hafi fullan aðgang að þessum gögnum.  Það á í raun ekki að líðast að aðgangur sé takmarkaður við einstaka sagnfræðinga.  Gögn eiga annað hvort að vera opin, og þá öllum, eða þá lokuð ef slíkar aðstæður eru uppi.

En hitt er auðvitað ekki óeðlilegt að fylgst hafi verið eitthvað með ákveðnum hópum "vinstri manna", þegar "kalda stríðið" stóð sem hæst.  Hvort sem menn kalla það "leyniþjónustu" eða eitthvað annað skiptir ekki máli.  Allir vita að ýmsir höfðu tengsl "austur".  Allir vita að sendiráð Sovétríkjanna var óeðlilega fjölskipað á Íslandi og starfsmenn þess höfðu tengsl við ýmsa Íslendinga.

En hvað varðar þá sem telja að þeir hafi verið hleraðir fyrir 11 árum, þá finnst mér það skrýtið að menn skuli ekki hafa þótt ástæða til að gera neitt í þeim málum, fyrr en þeir standa í prófkjöri mörgum árum seinna.

Persónulega finnst mér einsýnt að Samfylkingarmenn í "Kraganum" hafni slíkum manni, enda ekki gott að velja sér mann til forystu sem ekkert gerir í því að honum er tilkynnt að sími hans sem starfsmanns Utanríkisráðuneytisins, sé hleraður.

Fyrrverandi utanríkisráðherra situr síðan eftir með "egg á andlitinu", hann sömuleiðis virðist ekki hafa tekið það alvarlega að hann væri hleraður, fyrr en löngu síðar, og sömuleiðis verður hann uppvís að því að hafa pukrast með eftirgrenslanir um samráðherra sinn.

Að vísu finnst mér ekkert óeðlilegt að grennslast hafi verið um tengsl Íslendinga við STASI, og hvort eitthvað væri um þá að finna í skjalasafni stofnunarinnar.  En auðvitað hefði það verið heiðarlegra að greina frá þeim niðurstöðum opinberlega.

En þetta er farsi sem líklegast er ekki nema á fyrsta þætti.  Því er líklega rétt að lækka launin hjá handritshöfundum Áramótaskaupsins, það er auðveld vinna þessa dagana.

 

 


Bara af því að við gátum tekið ákvörðunina?

Nú þegar ákveðið hefur verið að hefja hvalveiðar frá Íslandi á ný, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.  Hafa sumir viljað meina að ákvörðunin hafi verið tekin eingöngu vegna þess að "við gátum tekið hana".

Auðvitað er það einföldun að halda því fram, en þó er það vissulega nokkuð til í því.  Ég tel að ákvörðunin hafi að hluta til verið tekin vegna þess að Íslendingar vilji láta vita að þeir ráði sjálfir sínum málum.  Vegna þess að ef að íslenskir vísindamenn telja að stofnunum sé ekki hætta búin þá teljum við ekkert mæla á móti veiðum, ef ekki koma fram rök fyrir því að stofnar langreyða og hrefnu séu í hættu, þá áskilji Íslendingar sé rétt til að nýta stofnana af skynsemi.

Sama lögmál gildir t.d. um tillögur sem fram hafa komið um bann við botnvörpuveiðum.  Ég ætla ekki að dæma þær tillögur, til þess tel ég mig ekki hafa næga þekkingu.  En vissulega getur það orðið svo að slíkt bann verði nauðsynlegt.  En ég vona að ef til slíks kemur verði það ákvörðun Íslendinga, tekin af íslenskum stjórnvöldum í samráði við íslenska vísindamenn. 

Sama vona ég að verði upp á teningnum ef fram koma tillögur um bann við svartfuglsveiðum, gæsaveiðum, eða öðru slíku, ákvörðunin verði tekin á "heimavelli".

Þess vegna held ég að ástæðan sé að sumu leyti vegna þess að "við gátum tekið þessa ákvörðun". 

Og það sem meira er, ég held að það sé nokkuð gild ástæða.

 


Offita og jafnrétti

Smá vangaveltur á síðkvöldi:

Ef of grannar fyrirsætur, stælt íþróttafólk, kvikmyndastjörnur og annað slíkt "þotufólk" hafa svona gríðarleg áhrif og eru svona sterkar fyrirmyndir, hvernig stendur þá á því að offita stefnir í að verða helsta böl mannkyns?

Fyrst við lesum í fréttum að "kynbundin launamunur" sé nákvæmlega sá sami og var fyrir 12 árum, hvaða einkunn eigum við þá að gefa baráttunni?  Eigum við að trúa því að munurinn hefði stóraukist ef opinberir aðilar, verkalýðsfélög og annað "baráttufólk" hefði ekki haldið ráðstefnur, auglýst fyrir milljónir, og "staðið vaktina"?  Eða getur verið að baráttan og baráttuaðferðirnar fái falleinkunn?  Eða eru einhverjar eðlilegar skýringar á þessum mun?  Nú eða fæðingarorlof fyrir bæði kyn sem átti að kippa þessu öllu í liðinn, verður það endurskoðað?

Hvers kyns lýðræði er það ef sagt er að það megi kjósa hvern sem er svo lengi sem það er jafnt af báðum kynjum?

Þetta svona flaug um hugann.


mbl.is Einn milljarður manna of þungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út með ruslið

Ég hef um nokkurn tíma ætlað að blogga um þann dugnað sem ég sýni með því að sjá um alla meðhöndlun sorps hér að Bjórá.  En sorpmál eru með nokkrum öðrum hætti hér í Kanada en tíðkast upp á Íslandi. 

Fyrst ber að nefna að sorp hér er skipt í 5 flokka.  "Grænt sorp", sorp, pappa, plast, gler og álumbúðir, pappír og pappa, og svo að lokum garðúrgang.  Þessu verður öllu að halda aðskildu, og setja út að lóðamörkum á tilskyldum dögum.  Ekki eru allar tegundir sorps teknar í hverri viku og sendir borgin sérstakt almanak í hvert hús til að hægt sé að standa vaktina rétt.

Þannig er "grænt sorp" tekið vikulega en sorp er tekið á hálfsmánaðarfresti, hina vikuna einbeitum við okkur að endurvinnanlega partinum, umbúðunum og pappír/pappanum.  Allt hávísindalegt.  Garðaúrgang má svo setja fram á nokkurra vikna fresti, nema á vorin og haustin þegar hann er sóttur vikulega.

Eins og sést á þessu, er þetta þó nokkuð prógram að halda utan um.  Það er líka vissara að gleyma ekki að skutla þessu að lóðamörkunum, því ella verður einfaldlega að bíða í viku eða hálfan mánuð eftir atvikum.

Persónulega finnst mér þetta skrýtið kerfi, þó að ég dáist að því hve kerfið að afkastamikið, enda sparar það sorphirðumönnum ómældan tíma að hver og einn komi með sitt að lóðamörkum.  Þannig er það aðeins einn maður sem kemur hér og losar og keyrir jafnframt bílinn.  Eins manns teymi.

En það er endurvinnsluparturinn sem er það sem mér finnst skrýtið.  Það að setja allt í graut, gler, plast og áldósir finnst mér skrýtin aðferð og ekki skánar það þegar ég sé að það er losað í sama stað og pappírinn og pappinn (sorpbílarnir hér eru tvískiptir þannig að "græna sorpið" fer alltaf í sér rennu).  Einhvern veginn á ég erfitt með að ímynda mér vinnuna við að flokka þetta allt aftur í einhverri sorpstöð.  En þeir segja hér að þeir ráði yfir það öflugum flokkunargræjum að þetta sé ekkert mál.

Svo eru haldnir svokallaðir "Umhverfisdagar" hér og þar um borgina á sumrin, þar fara menn og losa sig við hluti eins og gamlar tölvur, rafhlöður og annað þar fram eftir götunum.  Þar býður borgin sömuleiðis upp á ókeypis gróðurmold sem hefur verið unnin úr "græna sorpinu" og garðúrgangnum.  Hreint til fyrirmyndar.

Ef þörf er fyrir að losa sig við stærri hluti s.s. húsgögn, þvottavélar eða annað í þeim dúr, er þeim sömuleiðis skutlað að lóðarmörkum, hringt í borgina og beðið um að þetta sé sótt.  Hvert hús á rétt á slíkri þjónustu 6 sinnum á ári, en það getur þurft að bíða viku til 10 daga eftir henni.  Við settum reyndar þvottavél út fyrir nokkru síðan, hringdum í borgina, en einhver kom og hirti hana áður en borgin mátti vera að því að sækja hana.

Svona eru sem sé sorpmálin hér Toronto, og passa ég mig að fara út með ruslið á hverjum fimmtudegi. Geymsla og flokkun fer hins vegar fram í bílskúrnum.


mbl.is Sjálfbærir sorpbílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við brenndum heimili þeirra, drápum alla, menn, konur og börn

Darfur hefur verið nokkuð í umræðunni síðastliðin misseri og ár.  Óöldin þar hefur verið skelfileg, en lítið hefur verið aðhafst, Sameinuðu Þjóðirnar hafa verið vanmáttugar í þessum skelfingum og Súdanstjórn hefur ekki verið mjög samvinnuþýð og virðist líta á málið sem innanaríkismál, þeim hljóti að vera heimilt að murka lífið úr eigin þegnum án afskipta "alþjóðasamfélagsins.

En ég vildi vekja athygli á viðtali sem birtist á vefsíðu The Times fyrir nokkru, en þar er rætt við einn fyrrverandi meðlim Janjaweed sveitanna, en það eru einmitt þær sem hefur verið beitt til ódæðisverka í Darfur.

Grípum nokkra "búta" úr viðtalinu:

"Dily, a Sudanese Arab, recounts how for three years he and his fellow Janjawid charged the farming villages of Darfur on their camels and horses, raking the huts with gunfire and shouting: “Kill the slaves. Kill the slaves.”

He reckons he attacked about 30 villages in all, and cannot count the people he shot. The villages were invariably destroyed, he says. The homes were burnt to the ground and the men, women and children killed — sometimes with the help of government airstrikes. If there were survivors “they would be left there . . . They couldn’t get help. Sometimes they made it to camps but mostly they died of thirst or starvation”. "

"He says the Government deceived innocent Arab shepherds like himself into joining the Janjawid, saying they had to defend their communities against attack by Darfur’s black African rebel groups. He says they were trained and armed by Sudanese soldiers, ordered by the Government to attack Darfur’s villages and given military support when necessary. The Janjawid was formed for ethnic cleansing, he insists. “Why (else) would you attack villages, kill people, displace them and kill them in their thousands?” "

"Nor can Dily’s story be independently verified, but he specifies names, places and events, speaks with the accent and idiom of the area he says he comes from, and has persuaded Darfuris living in Britain that he is genuine.

“He’s for real,” said Ishag Mekki, the deputy chairman of the Darfur Union, which represents Darfuris in Britain. James Smith, the chief executive of the Aegis Trust, a pressure group which campaigns against genocide, concurs: “We’ve checked his credibility as much as we can and we’re convinced he is who he says he is.”

Dily, who is in his early twenties, rarely smiled and fidgeted nervously with his hands as he spoke through an interpreter. He said he was tending his family’s camel herd in northern Darfur when rebel groups began attacking government targets in 2003: severe droughts had set black African farmers against nomadic Arabs and the rebels accused the Government of siding with the Arabs.

Dily said he was pressed to join the Janjawid by tribal elders, who were under pressure from government officials. “We were told we were Arab nomads and we had to protect our lands and our cattle,” he said. "

"Those with camels were separated from those with horses. They were organised into battalions of more than 500 men each. They were paid two million Sudanese pounds — roughly £500 — for the use of their camels and promised a monthly salary of 500,000 Sudanese pounds.

Then they were unleashed. Apart from occasional visits home, Dily and his battalion — led by a former bandit — spent the next three years on the move, destroying one village after another. “The Government said attack all villages. The local commanders decided which,” he said.

The battalion would send scouts to check whether there were armed fighters in the targeted village. “If there were no fighters we just attacked straight away. If there were we had to be more cautious.” Sometimes they used satellite telephones to request airstrikes by the Sudanese military helicopters before attacking. “We would see smoke and fire and then we would go in.”

The attacks usually started early and lasted most of the day. The commanders said the villages had to be destroyed, and they did not spare women or children. “Mostly they said “Kill the blacks. Kill the blacks,” Dily said. “The majority of (the victims) were civilians, most of them women.”

Dily said he never raped a woman but other Janjawid did. “They took girls and women away, just out of sight, and started to rape them. Sometimes you heard gunshots if they refused.” They took away the cattle. Some were drunk. "

Viðtalið í heild sinni má finna hér.


Hvalveiðar í Globe and Mail

Fyrir þá sem vilja fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um hvalveiðar Íslendinga þá set ég hér inn hlekk á frétt Globe and Mail, um málið.  Fréttin sem kemur frá AP, er "balanseruð" og án allra sleggjudóma.

Það eru líka skiptar skoðanir í "skoðanadálknum" sem finna má undir fréttinni.  Kanadamenn þekkja það svo sem af eigin raun að nýting sjávardýra getur valdið óróa, selveiðin hér á Austurströndinni veldur árlega deilum.

En annars hef ég ekkert heyrt minnst á hvalveiðar eða Ísland hér undanfarna daga, hvorki í jákvæðum tón eða neikvæðum.

Ég hef ekki trú á að Markús Örn fái marga mótmælapósta frá Kanadabúum.


Gott mál - Aukin samkeppni - Verra mál - Auknar niðurgreiðslur

Það hljóta flestir að fagna því að samkeppni ríki í innanlandsflugi á Íslandi, ja nema þeir sem telja samkeppni frekar til leiðinda, en það er önnur saga.

En það er vissulega þörf á samkeppni á flugleiðum eins og á milli Akureyrar og Reykjavíkur, enda kosta það svipaða upphæð að bregða sér þar á mili og frá Reykjavíkur til London svo eitthvað dæmi sé tekið.

Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga að um þegar nýtt flugfélag er að tilkynna um áform um innanlandsflug hefur niðurgreiðsla á innanlandsflugi stóraukist.  Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvers vegna hið opinbera á að vera að greiða niður flug til Sauðárkróks.  Hvaða nauðsyn ber til að fljúga þangað?  Nú eða Hafnar í Hornafirði?  Vestmannaeyja?  Er ekki eðlilegt að það fólk sem vill fljúga til eða frá þessum stöðum greiði fyrir það sem það kostar, nú eða noti að öðrum kosti aðrar samgönguleiðir?

En þegar ég les um horfur á aukinni samkeppni í innanlandsflugi, og þá hugsanlega aukinn fjölda farþega, þá velti ég því fyrir mér, hvað er að gerast í málefnum Reykjavíkurflugvallar?  Eitthvað?  Eða verður flugvöllurinn aðalmálið í næstu kosningum, árið 2010?


mbl.is Innanlandsflug hjá Iceland Express næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtnir útreikningar - skrýtin fyrirsögn

Það eru einmitt svona fullyrðingar sem eru svo skrýtnar, svona útreikningar sem eru ekki til nokkurs annars en að reyna að blekkja.

Það að vægi mjólkurvara hafi minnkað í heimilisútgjöldum er rétt fullyrðing en fráleitur mælikvarði. Að mjólk hafi hækkað minna en launavísitala sömuleiðis.

Það er eins og viðmiðið sé að mjólkurvörur ættu (undir eðlilegum kringumstæðum) að hækka í takt við launavísitöluna.  Að kaupmáttaraukning ætti aldrei að eiga sér stað hvað mjólkurvörur varðar.

Á síðastliðinum 16 árum hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning, sem betur fer hefur hækkun mjólkurvara ekki verið jafn mikil, enda væri það í alla staði óeðlilegt.

Það hvarflar að mér að launavísitalan sé dregin inn í umræðuna, vegna þess að margir bændur og hagsmunagæslumenn þeirra vilji líta á bændur sem launamenn, í raun launþega hjá neytendum.

Auðvitað er það ekki reyndin, bændur eru ekki launþegar, þeir reka sín fyrirtæki.  Fyrirtæki sem þeir hafa um áraraðir komist upp með að telja almenningi trú um, að um gildi ekki sömu lögmál og önnur fyrirtæki, og það sem meira er látið þann sama almenning borga fyrir sig "brúsann" að miklu leyti.


mbl.is Mjólkurvörur hafa lækkað um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig borðar maður hval?

Það er jú eins og segir í gamla brandaranum um fílinn, einn bita í einu.  Ég er annars ekki frá því að ég hafi sporðrennt hátt í einni hrefnu, eða svo, í gegnum ævina og þótti hún nokkuð góð.

Ég fagna því að Íslendingar skuli hafa ákveðið að veiða hvali á ný.  Vissulega þarf að hafa góða stjórn á veiðunum, passa upp á stofnana og þar fram eftir götunum, en það er með öllu ástæðulaust að nýta ekki hvali, rétt eins og annað í nátturunni, með skynsamlegum hætti.

9 langreyðar eru ekki stór kvóti, en mikilvægt skref eigi að síður.  Gott til að koma starfseminni í gang og svo þarf auðvitað að finna markaði.

En þetta er hið besta mál og engin ástæða til annars en að fagna og svo auðvitað fæ ég mér hvalsteik þegar ég kem næst til Íslands, en ekki á ég von á því að rekast á hvalkjöt hér í Kanada, nema auðvitað ég fari á "frumbyggjaslóðir".


mbl.is Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr netbindindi

Þá er net og tölvubindindi mínu lokið.  Eftir að hafa verið á starfhæfrar tölvu í rúmlega viku var farið í gær og keypt ný vél.  Það var þó farin sú leið að kaupa frekar ódýra vél, enda er afl þörfin ekki svo gríðarleg, en þó nauðsynlegt að hafa nokkuð vakra vél, enda þolinmæðin ekki endalaus.

En til að spara var keypt "yfirfarin" vél, eða "refurbished" frá E-Machine, sem er eftir því sem ég hef komist næst "bónus brandið" hjá Gateway.  Þetta er þokkaleg vél, Athlon örgjörvi, 512mb minni, 200GB disk, DVD skrifar, minniskortalesurum og fleiru smálegu.  Skjákort er á móðurborði, ekki endilega besta fyrirkomulagið, en þetta er svo sem engin leikjamaskína.

En fyrir herlegheitin borguðum við rétt tæp 29.000 ISK.  Mér þótti það þokkalega sloppið.

Stærsti munurinn er þó líklega sá að ábyrgðin er ákaflega takmörkuð þegar keypt er "yfirfarin" vél, eða aðeins 3. mánuðir. En það er ekki svo hættulegt þegar lítið er lagt undir.

En það var frekar skrýtið að hafa ekki starfhæfa tölvu á heimilinu, en það kom svo sem ekki neitt gríðarlega að sök, og ekki hægt að segja að fráhvarfseinkennin hafi verið sterk.  Enda sjá tvö börn einu setti af foreldrum fyrir nægum verkefnum.  Ég las líka meira en undanfarið þessa daga.

En nú er að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði og halda áfram með bloggið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband