Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Mistök breytast gjarna í það sem við köllum reynslu

Það vill enginn gera mistök.  Samt er það svo að flest okkar hafa lent einmitt í því, aftur og aftur. Það er svo margt sem við hefðum viljað og getað gert betur.

Og það er alveg rétt sem kemur fram í fréttinni að mistök geta verið grundvöllur framfara og gjaldþrota fyrirtæki skilja gjarna eftir sig verðmæti og þekkingu.

Það er oft sagt að ekkert sé eins einfalt og það sýnist.  

Þannig er oft verulega neikvæð umræða um gjaldþrot og margir virðast ekki vilja líta á þau sem eðliegan þátt í viðskiptum og fyrirtækjareskstri.

En svo er líka til "heiðarleg" og "óheiðarleg" gjaldþrot ef svo má að orði komast, en oft er erfitt að greina þar á milli.  Til þess höfum við lögreglu og dómstóla.

 

 

 


mbl.is OZ mistökin skiluðu sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir Evrópusambandsins eru ekki nýjar af nálinni

Það er ekkert nýtt að Evrópusambandið hóti Íslendingum í makríldeilunni.  Auðvitað finnst þeim ótrúlegt að strandríki skuli standa fast á rétti sínum til að veiða þá stofna sem leita inn í lögsögu þess og nýtir þar fæðu.

Þeim finnst sjálfsagt að refsa fyrir slíka uppivöðslusemi.

Auðvitað er ekki til nein ein sjálfsögð leið til að taka á þeim vandamálum sem koma upp þegar fiskistofnar breyta hegðun sinni.

Engin veit hvers vegna, engin veit hvað lengi breytingin varir eða hvort að hún gengur til baka á fáeinum árum.  Gæti stofninn jafnvel tekið enn breytta stefnu?

Það gætu orðið miklar breytingar á fiskgengd á næstu áratugum.  Sumar Íslendingum hagkvæmar aðrar ekki.  En það er ljóst að það er meira áríðandi en oft áður að Íslendingar hafi full yfirráð yfir fisveiðilögsögu sinni.

Íslendingar eiga ekki og geta ekki látið stjórnast af hótunum, heldur verða að láta eigin hagsmuni ráða för.

 

 

 


mbl.is Viðskiptaþvinganir enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýska þingið tekur sér stöðu með lýðræðinu

Það er víða um heim hart gengið fram gegn lýðræðislegum rétti hluthafa til þess að kjósa sér fulltrúa í stjórn.  Þar á meðal á Íslandi.

Það er ánægjulegt að sjá að Þjóðverjar hafa ákveðið að standa vörð um hlutafélagalýðræðið - í það minnsta um sinn.

Það er líka ánægjulegt að sjá að enn eru til þing og þingmenn sem voga sér að standa gegn sífelldum þrýsingi um að hið opinbera blandi sér í, banni og knýji fram niðurstöðu í hinum óaðskiljanlegustu málum.

Gott mál.

 

 


mbl.is Þjóðverjar hafna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár kannanir. Mismunandi niðurstöður, en sama fylgishreyfingin

Nú höfum við séð þrjár skoðanakannanir á skömmum tíma.  Frá Fréttablaðinu/Stöð2, MMR og nú Gallup. Allar eru þær með nokkuð ólíkar niðurstöður.   Þeim ber ekki saman t.d. um hver er stærsti flokkurinn.

En allar sýna þær þó sama "trendið".  Fylgið er að færast frá Framsóknarflokki til Sjálfstæðisflokks.

Samfylking og Vinstri græn bæta við sig á kostnað nýju framboðana.  Fylgið er að leita heim.

Það er einna helst að Gallup skeri sig úr með áframhaldandi uppgang Pírata.

En ef til vill felst meginskýringin í því að könnun Gallup er gerð frá 10. til 17. apríl.   Könnun MMR er gerð 17. og 18. apríl.

Þó að varasamt sé að fyllyrða nokkuð, er ákaflega freistandi að álykta að könnun Gallup og MMR sé að sýna nákvæmlega sömu fylgishreyfingar, en Gallup sé einfaldlega nokkuð á eftir, vegna þess að þar nær mælingin aftur til þess 10.

Ég freistast því til að álykta að könnun MMR sé nær því að sýna stöuna eins og hún er í dag.  

Það skýrir t.d. muninn á því að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur hjá MMR, Framsóknarflokkurinn heldur efsta sætinu hjá Gallup.

Fylgið er einfaldlega á fleygiferð, frá Framsóknarflokknum til Sjálfstæðisflokks. 

 

Hér er frétt RUV um Gallup könnunina. 

 


mbl.is Framsókn stærst í könnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgið á fleygiferð fram að kjördag? Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn

Þó að tölurnar í þessari könnun MMR séu nokkuð ólíkar þeim sem voru í könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2, þá sýna þessar kannanir báðar sömu tilhneyginguna.  Fylgið er á ferðinni og það er á leiðinni "heim".

Stærstu fréttirnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn. Ef hann nær að halda dampi, ætti hann að geta siglt vel yfir 30% múrinn, en staðan er opin.  Líklega gera æ fleiri kjósendur sér ljóst að það eina sem getur hindrað vinstri stjórn næstu 4. árin, er að Sjálfstæðisflokkur njóti sterkrar stöðu.  

Framsóknarflokkurinn lætur undan síga.  Samt er ekkert sem bendir til annars en að flokkurinn vinni stóran og eftirminnilegan sigur.  Bara ekki jafn stóran og leit út fyrir.  Auðvitað munu margir vilja túlka þetta sem ósigur fyrir flokkinn, en það er ekki sanngjarnt.

Það virðist einnig sem að fylgið leiti "heim" til Samfylkingar og Vinstri grænna.  Það þýðir að fylgi Bjartrar framtíðar og Pírata minnkar og "litlu" framboðin skreppa enn frekar saman.

Ná 6 flokkar inn á þing?  Flest bendir til þess, en ef sama þróun heldur áfram gætu bæði Björt framtíð og Píratar sigið undir 5% markið.  Perónulega held ég að Björt framtíð sé þar í meiri hættu en Píratar.  Píratar hafa meira "orginialtet" með sér.  En þarna getur orðið stutt á milli feigs og ófeigs.

Og þetta getur haft mikil áhrif á fjölda þingsæta.  Flokkur sem endar með 4.9% eða svo, er með mikinn fjölda atkvæða sem falla dauð.   Spurning hvaða áhrif hræðsla um slíkt hefur á endasprettinum og hvað grimmt flokkarnir keyra á það? 

Verður taktík Samfylkingar t.d. að stór hætta sé á því að atkvæði greitt Bjartri framtíð falli dautt?

Nú er að hefjast endasprettur kosningabaráttunnar.  Það er oft haft að orði að vika sé langur tími í pólítík.  Líklega verður það raunin nú sem oft áður.

Ég held að það sé langt frá því að fylgið sé "sest" og framundan sé spennandi vika.

Hér er svo niðurstaðan úr könnun MMR.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem ekki taka afstöðu í skoðanakönnunum

Margir vilja gera mikið úr þeim sem ekki taka afstöðu í skoðanakönnunum.  Það er varla til sá flokkur eða framboð sem ekki þykir líklegt að hann eigi mikið af atkvæðum hjá þeim hópi. 

Margir tala líka um að sá hópur greiði frekar atkvæði til vinstri en hægri.

Persónulega hef ég ekki séð nein skynsamleg rök færð fram fyrir því að þessi hópur greiði á endanum atkvæði á annan hátt en þeir sem gefa upp afstöðu sína.

Það er líka rétt að hafa það í huga að í "stóru skoðanakönnunni"; það er að segja kosningum, er langt í frá að 100% af þeim sem eru á kjörskrá gefi upp afstöðu sína.  Margir hafa jafnvel enga afstöðu.

Í Alþingiskosningunum árið 2009 var kjörsókn u.þ.b. 85%, sem er mjög gott.  Þó voru um 15% sem ekki nýttu atkvæðisrétt sinn.

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 var kjörsókn aðeins 73.5% og í sumum stöðum var hún einungis u.þ.b. 65%, sem hvoru tveggja verður að teljast verulega léleg þátttaka.

Við skulum vona að kjörsókn verði góð í ár.  En það þyrfti þó ekki að koma neinum á óvart þó að fjöldi þeirra sem ekki nýttu atkvæðisrétt sinn yrðu á þriðja tug prósenta.

Við skulum vona að hún verði hærri og vinna að því.

En ég held að margir ofmeti fylgi sitt hjá þeim "óákveðnu".

 

 


Fylgið enn á hreyfingu - það leitar "heim".

Ég held að það sé nokkuð ljóst að þó að fylgi Framsóknarflokksins í þessari könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2, hafi lækkað verulega frá síðustu könnun sömu aðila, þá er ekkert sem bendir til annars en að flokkurinn vinni góðan sigur í komandi kosningum.

Það bendir þó ýmislegt til þess að sigurinn verði ekki jafn stór og leit út fyrir á tímabili.

Margir benda á að Framsókn sé ekki að tapa neinu fylgi, síðasta könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2 hafi einfaldlega ekki verið rétt.  Þessi könnun sýni niðurstöður sem séu meira í takt við aðrar kannanir.

Nú verður að sjálfsögðu fróðlegt að sjá aðrar kannanir.  Það er alltaf meiri hætta á óvæntum niðurstöðum í "spotkönnunum", en könnunum sem teknar eru yfir lengra tímabil.  40% framsóknar komu þannig verulega á óvart, en Sjálfstæðisflokkurinn hafði mælst með 40% hjá sömu aðilum um miðjan janúar.

Það sem mér þykir þó benda til þess að könnunin hafi gefið nokkuð rétta mynd (auðvitað er engin ástæða til þess að útiloka einhverja skekkju), er að fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er sameiginlega ekki verulega bólgið, borið saman við t.d. þessa nýjustu könnun.  Samanlagt fylgi þeirra er 57.9% í þessari könnun, en var 58.5% í könnuninni 5. apríl.

En hvers vegna er þá fylgið að færa sig svona á milli?  Hvers vegna leitar fylgið aftur til Sjálfstæðisflokksins?

Það eru að sjálfsögðu margar samhangandi ástæður.  Vissulega skiptir frábær frammistaða Bjarna Benediktssonar á RUV miklu máli, en auðvitar spilar fleira inn í.  Hugmyndir Framsóknarflokksins í skuldamálum heimilanna hefur fengið vaxandi gagnrýni úr öllum áttum, það er einna helst innan Samfylkingarinnar sem greina hefur mátt viðleitni í að taka undir með Framsókn.  Samhliða þessu hefur Framsóknarflokkurinn sýnt vinstri vangan í æ ríkari mæli.

Mér er það stórlega til efs að þeir kjósendur sem hafa verið að færa sig frá Sjálfstæðisflokki til Framsóknarflokks, hafi verið að gera það í þeirri von um að Framsóknarflokkurinn tryggði Íslendingum vinstri stjórn í 4. ár í viðbót.  Því sterkara sem Framsóknarflokkurinn sýnir vinstri vangann, því meiri líkur eru á því að þeir yfirgefi flokkinn þegar í kjörklefann er komið.

Það er sama tilhneygingin er að skila fylgi til Samfylkingar.  Þeir sem höfðu hug á því að kjósa Bjarta framtíð til þess að refsa Samfylkingunni, sjá að ef til vill er hún að fá harðari refsingu en þeir telja hana skilið. 

Þannig eru líkur á því að fylgi leiti "heim" á síðustu metrunum í kosningabaráttunni.  Margir sem hafa hugsanlega ætla að kjósa eitthvert af nýju framboðunum, sjá að þau eiga enga möguleika og ákveða frekar að nota atkvæði sitt þar sem þeir telja það hafa áhrif.

Allt vinnur þetta með "stabílíseruðu" flokkunum.

En enn eiga 6. flokkar góða möguleika á þingsætum.

Það er engin ástæða til annars en að ætla að Björt framtíð og Píratar nái mönnum á þing.  En ef stemmingin hjá þeim dettur niður þá daga sem eru fram að kosningum, gæti það brugðið til beggja vona.

Skoðanakannanir sem sýna fylgið stöðugt á niðurleið, blása fáum baráttuanda í brjóst.

En nú bíða allir spenntir eftir næstu könnun.

 

 

 

 


Fylgið leitar heim í heiðardalinn...... Framsókn tapar 25% frá sambærilegri könnun.

Það er tvennt sem vekur athygli í þessari könnun, svona við fyrstu sýn.

Framsóknarflokkurinn tapa um það bil 25% frá síðustu könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2 og að Samfylkingin bætir við sig í nokkuð sama hlutfalli og Björt framtíð lætur undan síga.

Fylgið leitar heim í heiðardalinn.

Reyndar held ég að fylgi Framsóknarflokksins hafi reyndar verið nokkuð ýkt í 40%. en það er önnur saga.  Hvort þetta er fyrsta skrefið í frekara fylgistapi Framsóknarflokks er erfitt að spá um.  Næstu kannanir gefa líklega frekari vísbendingar um það.

Það verður sömuleiðis áhugavert að sjá hvort að fylgisblaðra er endanlega sprungin hjá Bjartri framtíð og leitar aftur heim til Samfylkingar.

Að mælast undir 7% á þessu stig kosningabaráttunnar er ótvírætt veikleikamerki hjá Bjartri framtíð. Ef það stoppar ekki er ekki víst að flokkurinn nái inn á þing.

Bendir til að "Hálsaskógarpólítítíkin" nái ekki að gera sig alla leið í kjörklefann.

Ég skrifa meira um þessa könnun á morgun..  hún er í marga staði athygliverð. 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sambandssinnar" geta sætt sig við allt nema slit á aðildarferlinu - Þess vegna koma þeir með fullyrðingar sem ekki er hægt að sannreyna fyrr en eftir komandi kosningar

Fyrir síðustu alþingiskosningar, fullyrtu margir "Sambandssinnar" að aðildarviðræður við "Sambandið" myndu taka um eða undir 2. árum.

Það væri ekkert mál að semja við "Sambandið".  Íslendingar gætu sem hæglegast "kíkrt í pakkann" og svo greitt atkvæð um hvort þeir vildu ganga í "Sambandið", annaðhvort árið 2011 eða 2012.

Nú, árið 2013, gera sér líklega allir grein fyrir því að þeir höfðu rangt fyrir sér.  Báru á borð fyrir Íslendinga, rangfærslur, skreytni, ef ekki hreina lygi.

En "Sambandssinnar" láta það auðvitað ekki aftra sér frá því að bera á borð fyrir Íslendingar "nýjar staðreyndir", nýjar fullyrðingar og nýjar rangfærslur.

Enda ekki hægt að sannreyna hinar nýju fullyrðingar, fyrr en eftir meira en ár.

Eða það sem mikilvægara er, það er ekki hægt að sannreyna fullyrðingar þeirra fyrr en eftir komandi kosningar.

Þess vegna má lesa nú í fréttum að hægt sé að opna alla kaflana sem út af standa fyrir áramót. 

Auðvitað má segja að það sé hægt.  Það var í sjálfu sér hægt fyrir komandi kosningar ef það hefði verið vilji til þess.  Hvað hefði átt að koma í veg fyrir það?

En auðvitað hentaði það ekki ríkisstjórn Íslendinga, eða "Sambandinu" að samningsafstaða kæmi fram fyrir kosningar, hvað þá niðurstaða.

Það eina sem "Sambandssinnar" óttast eru viðræðuslit.

Þess vegna er það nú í fréttum að opna megi alla kafla fyir áramót.  Áður hafði komið fram að árið 2015, gætu viðræðurnar verið "komnar vel á veg".

Allt nema viðræðuslit.  Taktík "Sambandssinna" er að draga viðræðurnar á langinn eins og mögulegt er.  Þeir vonast eftir að tíminn og áróður aðila eins og "Evrópu(sambands)stofu vinni með þeim.

Á meðan skoðanakannir sýna yfirgnæfandi meirihluta Íslendinga andsnúna "Sambandsaðild" vilja þeir ekki klára aðlögunarferlið.

Auðvitað eiga Íslenskir kjósendur ekki að láta bjóða sér upp á þennan blekkingarleik, þeir þurfa ekki að láta bjóða sér málflutning "Sambandssinna".

Þeir geta sagt nei við honum í komandi kosningum. 

 


Hvers vegna flytur fylgið sig? Borgar samheldnin sig? 4. hluti

Nú verður fjallað um hin nýju framboð, aðallega Bjarta framtíð og Pírata, það eru þau framboð, af þeim nýju, sem raunhæft er að reikna með að komi mönnum á þing.

Flestir sem ég heyri í tala um Betri framtíð sem hálfgert klofningsframboð út úr Samfylkingu.  Það var í sjálfu sér merkillegt að heyra Jóhönnu Sigurðardóttur, segja í Kryddsíldinni að því sem næst engin munur væri á flokkunum.  Guðmundur Steingrímsson mótmælti því ekki, eða reyndi á nokkurn hátt að skilja á milli flokkanna.

En það má ef til vill teljast nokkuð merkilegt að fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins hafi tekist að kljúfa Samfylkinguna, en það segir ef til vill nokkuð um hvernig Íslenskir stjórnmálaflokar raðast.

 Björt framtíð hefur farið þá leið sem virðist að nokkru vera að ryðja sér til rúms í Íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn segir hvað honum finnst æskilegt, en sneyðir hjá því að segja hvaða leiðir eða tæki eigi að nota til að ná þeim markmiðum.  

Framan af virtist þetta ganga nokkuð vel í kjósendur, en eftir því sem kosningar færðust nær, virðist sem svo að kjósendur hafi viljað eitthvað áþreifanlegra og fylgið fór að síga frekar hratt.

Margir hafa viljað líkja BF við Besta flokkinn, en persónulega sé ég ekki svip með þeim.  BF er líklega meira í líkingu við það sem Besti flokkurinn hefði verið leiddur af Degi B. Eggertssyni, en ekki  Jóni Gnarr.

Ég held að BF hafi m.a. hagnast á því að friður og eindrægni hefur sett svip á framboðið, öfugt við mörg önnur ný framboð fyrir þessar kosningar.  Það er vissulega einfaldara þegar hópur fólks tekur sig saman og stofnar framboð og raðar á lista, en skiptir samt máli.

En allt stefnir í að Björt framtíð nái mönnum á þing, þó mér kæmi ekki á óvart að fylgið héldi áfram að síga.  Það er góður árangur hjá nýju framboði.

Spútnik framboðið fyrir þessar kosningar,ef fram heldur sem horfir, eru Píratar.

Þeir voru komnir með fast að 8% fylgi, án þess að nokkur hafi virkilega orðið þeirra var.   Þá rann upp fyrir hinum flokkunum að eitthvað yrði að gera og ungæðisháttur Pírata var dregin fram í dagsljósið.  Þeir voru jú með fólk sem hafði sagt alls konar á internetinu, og sumir höfðu komist í kast við lögin.

En ég held að samheldni og hreinskilni, hafi að mestu leyti komið þeim yfir þau vandamál.

Píratar koma að stjórnmálum úr annari átt en hin framboðin.  Internetið er þeirra vettvangur, þeirra styrkleiki, og eins og hefur komið í ljós, þeirra veikleiki.

Þeirra tilvera er að miklu leyti þar.  Eins og svo margra af yngri kynslóðinni, og jafnvel stútungskalla eins og min.

Þess vegna held ég margir hafi vanmetið Pírata, þangað ti skoðanakannanir sýndu þá sem nýtt afl.

Þess vegna held ég líka að hinar "hefðbundnu stjórnmálalegu persónu árásir" komi til með að hafa takmarkan árangur, en við sjáum það lílklega í næstu skoðanakönnun.

Þeir eins og önnur framboð sem geta státað sig af býsna góðum árangri fyrir þesar kosningar, hafa sýnt samheldni.

Önnur framboð sem ég hef ekki fyrir því að fjalla um hér, eru mörg.  Persónulega hef ég ekki trú á því að þau nái árangir fyrir þessar kosningar.

Þau eru lítil, og það sem skiptir ekki minna máli að mínu mati, er að þau eru svo klárlega einstaklingsbundin óánægjuframboð, að þau eru ólíkleg til þess að ná árangri.

Margir einstaklingar innan þeirra eru að starfa með sínu öðru, eða þriðja framboði - fyrir þessar kosningar.   Því í ósköpunum skyldu kjósendur treysta þeim til þess að starfa af einurð, heilindum, eða óeigingirni i þeirra þágu?

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband