Þeir sem ekki taka afstöðu í skoðanakönnunum

Margir vilja gera mikið úr þeim sem ekki taka afstöðu í skoðanakönnunum.  Það er varla til sá flokkur eða framboð sem ekki þykir líklegt að hann eigi mikið af atkvæðum hjá þeim hópi. 

Margir tala líka um að sá hópur greiði frekar atkvæði til vinstri en hægri.

Persónulega hef ég ekki séð nein skynsamleg rök færð fram fyrir því að þessi hópur greiði á endanum atkvæði á annan hátt en þeir sem gefa upp afstöðu sína.

Það er líka rétt að hafa það í huga að í "stóru skoðanakönnunni"; það er að segja kosningum, er langt í frá að 100% af þeim sem eru á kjörskrá gefi upp afstöðu sína.  Margir hafa jafnvel enga afstöðu.

Í Alþingiskosningunum árið 2009 var kjörsókn u.þ.b. 85%, sem er mjög gott.  Þó voru um 15% sem ekki nýttu atkvæðisrétt sinn.

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 var kjörsókn aðeins 73.5% og í sumum stöðum var hún einungis u.þ.b. 65%, sem hvoru tveggja verður að teljast verulega léleg þátttaka.

Við skulum vona að kjörsókn verði góð í ár.  En það þyrfti þó ekki að koma neinum á óvart þó að fjöldi þeirra sem ekki nýttu atkvæðisrétt sinn yrðu á þriðja tug prósenta.

Við skulum vona að hún verði hærri og vinna að því.

En ég held að margir ofmeti fylgi sitt hjá þeim "óákveðnu".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband