Hvers vegna flytur fylgið sig? Borgar samheldnin sig? 4. hluti

Nú verður fjallað um hin nýju framboð, aðallega Bjarta framtíð og Pírata, það eru þau framboð, af þeim nýju, sem raunhæft er að reikna með að komi mönnum á þing.

Flestir sem ég heyri í tala um Betri framtíð sem hálfgert klofningsframboð út úr Samfylkingu.  Það var í sjálfu sér merkillegt að heyra Jóhönnu Sigurðardóttur, segja í Kryddsíldinni að því sem næst engin munur væri á flokkunum.  Guðmundur Steingrímsson mótmælti því ekki, eða reyndi á nokkurn hátt að skilja á milli flokkanna.

En það má ef til vill teljast nokkuð merkilegt að fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins hafi tekist að kljúfa Samfylkinguna, en það segir ef til vill nokkuð um hvernig Íslenskir stjórnmálaflokar raðast.

 Björt framtíð hefur farið þá leið sem virðist að nokkru vera að ryðja sér til rúms í Íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn segir hvað honum finnst æskilegt, en sneyðir hjá því að segja hvaða leiðir eða tæki eigi að nota til að ná þeim markmiðum.  

Framan af virtist þetta ganga nokkuð vel í kjósendur, en eftir því sem kosningar færðust nær, virðist sem svo að kjósendur hafi viljað eitthvað áþreifanlegra og fylgið fór að síga frekar hratt.

Margir hafa viljað líkja BF við Besta flokkinn, en persónulega sé ég ekki svip með þeim.  BF er líklega meira í líkingu við það sem Besti flokkurinn hefði verið leiddur af Degi B. Eggertssyni, en ekki  Jóni Gnarr.

Ég held að BF hafi m.a. hagnast á því að friður og eindrægni hefur sett svip á framboðið, öfugt við mörg önnur ný framboð fyrir þessar kosningar.  Það er vissulega einfaldara þegar hópur fólks tekur sig saman og stofnar framboð og raðar á lista, en skiptir samt máli.

En allt stefnir í að Björt framtíð nái mönnum á þing, þó mér kæmi ekki á óvart að fylgið héldi áfram að síga.  Það er góður árangur hjá nýju framboði.

Spútnik framboðið fyrir þessar kosningar,ef fram heldur sem horfir, eru Píratar.

Þeir voru komnir með fast að 8% fylgi, án þess að nokkur hafi virkilega orðið þeirra var.   Þá rann upp fyrir hinum flokkunum að eitthvað yrði að gera og ungæðisháttur Pírata var dregin fram í dagsljósið.  Þeir voru jú með fólk sem hafði sagt alls konar á internetinu, og sumir höfðu komist í kast við lögin.

En ég held að samheldni og hreinskilni, hafi að mestu leyti komið þeim yfir þau vandamál.

Píratar koma að stjórnmálum úr annari átt en hin framboðin.  Internetið er þeirra vettvangur, þeirra styrkleiki, og eins og hefur komið í ljós, þeirra veikleiki.

Þeirra tilvera er að miklu leyti þar.  Eins og svo margra af yngri kynslóðinni, og jafnvel stútungskalla eins og min.

Þess vegna held ég margir hafi vanmetið Pírata, þangað ti skoðanakannanir sýndu þá sem nýtt afl.

Þess vegna held ég líka að hinar "hefðbundnu stjórnmálalegu persónu árásir" komi til með að hafa takmarkan árangur, en við sjáum það lílklega í næstu skoðanakönnun.

Þeir eins og önnur framboð sem geta státað sig af býsna góðum árangri fyrir þesar kosningar, hafa sýnt samheldni.

Önnur framboð sem ég hef ekki fyrir því að fjalla um hér, eru mörg.  Persónulega hef ég ekki trú á því að þau nái árangir fyrir þessar kosningar.

Þau eru lítil, og það sem skiptir ekki minna máli að mínu mati, er að þau eru svo klárlega einstaklingsbundin óánægjuframboð, að þau eru ólíkleg til þess að ná árangri.

Margir einstaklingar innan þeirra eru að starfa með sínu öðru, eða þriðja framboði - fyrir þessar kosningar.   Því í ósköpunum skyldu kjósendur treysta þeim til þess að starfa af einurð, heilindum, eða óeigingirni i þeirra þágu?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband