Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Það er með svalara móti hér í Toronto þennan morguninn, mælirinn að Bjórá sýnir - 21°C.  Veðurspekingar segja að með vindkælingunni sé kuldinn sambærilegur við - 30°C.  Sem betur fer gætir vindsins ekki mikið hér að Bjórá, alla vegna ekki enn, þannig að þetta er ekki svo slæmt.

Spáin segir að það fari að "hlýna", verði ekki nema - 14 og snjókoma seinnipartinn, það er ekki svo slæmt.

Reyndar er þetta ekki neitt miðað við kuldann á sléttunum, þannig fór "hitastigið" vel niður fyrir
40°C í Manitoba fyrir stuttu og með vindkælingu var frostið jafngilda - 50°C.

En nú eru það lopasokkarnir og "föðurlandið" sem duga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jamm, ég man eftir janúarmorgni í Saskatoon með 42 stiga frosti. Ég var náttúrulega hetja og fór gangandi út í búð eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þegar ég kom heim aftur sagði einn samleigjenda minna í forundran: Fórstu út?!

En það var ekki að marka hann - hann var frá Vancouver.

Samt held ég að naprasti kuldi sem ég á ævinni hef upplifað hafi verið í Toronto. Sennilega vegna nálægðarinnar við vatnið, þannig að það verður raki í loftinu. Ekkert svoleiðis á sléttunum.

Kristján G. Arngrímsson, 16.1.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband