Punktar úr bankakerfinu

Fyrir nokkru logaði Íslenskt þjóðfélag yfir því að Seðlabankinn hefði ekki lánað bönkunum nægt fé.  Þeir hefðu ekki þurft að fara á höfuðið ef þeir hefðu fengið meira fé frá bankanum.  Hagfræðingar komu í fjölmiðla og hneyksluðust á þessu og viðskiptajöfrar og þeirra aðdáendur töluðu um "bankarán".

Nú eru jafn margir yfir sig hneykslaðir yfir því að Seðlabankinn hafi lánað bönkunum alltof mikið fé.  Hagfræðingar koma í fjölmiðla og lýsa hneykslun sinni á þessari vitleysu Seðlabankans sem ber vott um óráðsíu og hefði átt að stoppa.  Sem betur fer eru þó flestir hættir að tala um bankarán.

Í upphafi bankakreppunnar svokölluðu var mikið talað um að nú væru konur settar í ábyrgðarverkin, þær þyrftu að taka til eftir karlana, lofta út vindlareyknum og þar fram eftir götunum.

Er ekki rétt að auglýsa eftir einhverjum sem getur kennt Elínu og Birnu að sópa vel út í hornin og hætta að sópa ruslinu undir teppið?

Eini vísir að hreingerningu í Íslenska bankakerfinu hefur átt sér stað í Kaupþingi.  Eina bankanum af þremur þar sem karl var ráðinn í í stöðu bankastjóra. 

Styður það ekki þá kenningu að það séu einstaklingar, en ekki kynferði sem skipta mestu máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað skipta hæfileikar einstaklinga, en ekki kynferði eða önnur líkamleg einkenni, máli þegar verið er að leggja mat á fólk til verka.  Furðuleg hugmynd að kynferði eigi að meðhöndla sem einhvern serstakan faktor í því, frekar en háralit eða annað.

Guðjón (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:18

2 identicon

litla gula hænan í öllu sínu veldi

kiddi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hef verið að hugsa á svipuðum nótum.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.1.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband