Heilbrigð(is) umræða

Vísasta leiðin til að efna til ófriðar á Íslandi er að ætla að spara í heilbrigðiskerfinu.

Þó að margir geri sér grein fyrir því að þarft verk sé að spara í kerfinu, vilja fæstir sjá nokkrar breytingar, alla vegna ekki nálægt sér.

Í fljótu bragði man ég heldur ekki eftir neinum breytingum á heilbrigðiskerfinu sem starfsfólk og stjórnendur þess hafa tekið opnum örmum.

Það er eðlilegt að fólk beri hlýjan hug til heilbrigðiskerfisins, en það ætti að vera jafn eðlilegt að vilja að þar sé sparað og sem mest "bang for the buck" fáist.

Það er ekki samasem merki á milli þess að eyða fé í heilbrigðiskerfi og bættrar heilbrigðisþjónustu og ég er ekki í nokkrum vafa um að víða má spara fé í Íslenska kerfinu, oft var þörf en nú er nauðsynin knýjandi.

Það er ljóst að verulegur samdráttur verður að vera í útgjöldum hins opinbera á næstu árum, þar verður ekki hægt að undanskilja neinn þátt.

Læt fylgja með pdf skjal þar sem gæði heilbrigðisþjónustu í "Sambandinu" eru borin saman og sömuleiðis gæði miðað við "verð"


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband