Svona á að gera þetta

Þetta hlýtur að vera fagnaðarefni að Þjóðskjalasafnið birti þetta efni á vef sínu.  Enda eins og ég bloggaði hér, þá eiga skjöl annað hvort að vera "opin" eða "lokuð".  Ef þau eru opin eiga allir að eiga jafnan aðgang að þeim.  Þjóðskjalasafnið á ekki að "skammta" þennan aðgang.  Almenningur á heldur ekki að þurfa að búa við það að einhverjir sagnfræðingar matreiði þetta efni ofan í hann. 

Ef menn hafa áhuga á, eiga menn að geta rannsakað þetta á eigin spýtur.

En líklega verða margir fyrir vonbrigðum með þetta efni þegar þeir "hlaða" því niður.  Þetta er enginn "reyfari".

En skyldu menn ekki vera hræddir um að fylgst sé með því hverjir eru að hlaða niður efninu?  :-)


mbl.is Þjóðskjalasafnið birtir öll gögn um símhleranir á vefsíðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband