Er þetta eitthvað óeðlilegt?

Ekki þekki ég þetta til hlýtar, hef ekki mikla reynslu af eða þekkingu á starfsmenntasjóðum atvinnulífsins.  Veit til dæmis ekki hvernig tekjum þeirra er háttað.

En hitt rennir mig í grun að útlendingar á íslenskum vinnumarkaði séu býsna oft í hópi þeirra lægstlaunuðu, þannig að að því leyti til er ekki óeðlilegt að þeir njóti þessara sjóða eins og aðrir.  Greiða þeir ekki gjald til verkalýðsfélaga eins og aðrir?  Eiga þeir ekki rétt á að sækja í sjóði eins og aðrir á íslenskum vinnumarkaði?  Er ekki þörf þeirra fyrir íslenskukennslu óvéfengjanleg?

Vissulega má segja að íslenskukennsla falli ekki undir starfsmenntun, enda notkun hennar ekki starf í sjálfu sér, en hinu verður ekki á móti mælt, að íslenskukennslan gerir útlendingana að betri starfskrafti og gerir þeim auðveldara að rækja störf sín, eiga samskipti við starfsystkyni sín og auðveldar þeim að þekkja rétt sinn og sækja hann.


mbl.is SGS gagnrýnir að fé fari úr starfsmenntasjóðum til íslenskukennslu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband