Mál og vog

Fór með Jóhönnu til læknis í dag.  Svona hefðbundin heimsókn, við lítum þar við á 3ja mánaða fresti.  Foringinn kom að sjálfsögðu með, enda erfitt að hugsa sér að missa af því að sjá potað í litlu systur sína með nál.

Jóhanna mældist 78cm á lengd, en kílóin ekki nema 9.7.  Ekki þar fyrir að það er allt í stakasta lagi. 

Hún stóð sig eins og hetja og lét ekki frá sér hljóð þegar læknirinn slengdi sprautunni á bólakaf í hægri upphandlegginn á henni, en þegar hann lét sér það ekki nægja heldur slengdi annari jafn djúpt í þann vinnstri, var henni nóg boðið og fór að hágráta.  Róaðist þó fljótlega þegar hún áttaði sig á því að hún hafði ekki fleiri handleggi sem hann gat stungið í.

Ég notaði reyndar tækifærið á meðan við biðum eftir lækninum og all þessi "ofssíölu" mælitæki voru þarna fyrir framan mig og mældi og vó Foringjann sömuleiðis.

Hann reyndist vera 109cm og 20.7 kg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband