Þegar vinstri menn fagna því að vinstri vitleysa sé leiðrétt

Það er í sjálfu sér engin ástæða til annars en að fagna því að Íslendingar vilji draga úr notkun pálmaolíu.

En til hvers skyldi pálmaolía fyrst og fremst hafa verið notuð á Íslandi?

Jú, í fréttinni kemur fram:

"Til­lag­an fel­ur í sér að  ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra er falið að vinna áætl­un um tak­mörk­un á notk­un olí­unn­ar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notk­un henn­ar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs."

Þar segir enn fremur:

"Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skóg­ar rudd­ir sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið og veld­ur marg­vís­leg­um skaða sem brýnt er að girða fyr­ir með banni á notk­un. Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hef­ur haft á um­hverfið hef­ur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notk­un óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu."

En hvenær skyldu Íslendingar hafa byrjað á þvi að blanda pálmaolíu í eldsneyti sitt?

Er það ekki ekki eitt af "afrekum" "fyrstu hreinu vinstri" stjórnarinnar?

Voru ekki "íblöndunarlögin" samþykkt ca. árið 2013, þá eftir skoðnum "bestu visindamanna", þó að í raun hafi það aðeins þýtt að "hreina tæra vinstristjórnin" hafi "copy/pastað" skoðanir "Sambandsins"?

Hvað skyldu margir lítrar af pálmaolíu hafa brunnið í Íslenskum bílvélum siðan þá?

Nú eða margir "maískólfar"?

En það er ekki eins og að þessum aðgerðum hafi ekki verið mótmælt á Alþingi.

En því sem næst eini þingmaðurinn sem það gerði var Sigríður Andersen.

Um það má lesa hér, hér og hér.

En stundum gerast kraftaverkin og vinstri menn reyna að leiðrétta vitleysuna sem skoðanabræður þeirra hafa áður leitt í lög.

Það er því miður allt of sjaldgæft.

Svo má t.d. velta því fyrir sér hvort að hefði ekki verið betra að veita þeim peningum sem hefur verið sólundað í þessa vinstri vitleysu í t.d. að auka enn á rafmagnsvæðingu bílaflotans?

Nú eða því fjárhgaslegu ívilnunum sem vinstri stjórnin ákvað að gefa díselbílum?

Eða hreinlega að stjórnvöld hefðu látið einstaklngum það eftir að velja orkugjafa fyrir farartæki sín.

 

 


mbl.is Samþykkt að draga úr notkun pálmaolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ánægjulegt að heyra menn styðja Sigríði Á. Andersen, hún virðist mér oft hafa komið fram með þroskuðum hætti, þótt hitt sé blásið út meira, þetta landsréttarmál þar sem of margir segja að sökin sé bara hennar. Það er auðvitað ekki þannig, en með sínum augum lítur hver silfrið, eins og sagt er. Ég hef þó alls ekki verið sammála henni í öllu, til dæmis ekki í sóttvarnarmálinu, en ég fyrirgef henni það þar sem hún hefur komið fram af skynsemi gagnvart öfgavinstriöflunum og NO BORDERS æsingafólkinu sem of oft kemst í fjölmiðlana og þeirra sjónarmið, ekki sízt með hjálp Píratanna. Sterkir stjórnmálamenn eins og hún eru ekki á hverju strái, þótt maður þurfi ekki að vera sammála öllu sem þeir koma fram með.

Það er ágætt að halda því til haga að þessi hjarðhegðunarstjórnmál eru ekki til eftirbreytni. Evrópusambandið ýtir undir þesskonar hegðun, þar sem almenningur á helzt að gleypa við reglugerðunum hráum og fylgja þeim. 

Í grunninn er ég sammála þeim áherzlum margra vinstriflokka að umhverfisvernd sé brýn, en maður þarf ekki að vera sammála aðferðunum, eins og Sigmundur Davíð hefur bent á. Sérstaklega er það ótrúverðugt þegar búin er til stemmning sem óvinsælt er að gagnrýna. 

Hér er enn einn ósigurinn fyrir pólitíska rétthugsun, og sigurinn fyrir mannlega skynsemi. Einnig sést af þessu að þörfin fyrir ítarlegri umræðu er mikil á Alþingi, og að meirihlutinn hlusti á gagnrýni. 

Ingólfur Sigurðsson, 9.12.2020 kl. 03:07

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nú er bara spurning hvort þetta hefði verið jafn mikil vitleysa ef þetta hefði komið frá hægri? Eða er það að koma frá vinstri hluti af skilgreiningunni á "vitleysa"?

Kristján G. Arngrímsson, 9.12.2020 kl. 09:12

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Aðal vitleysan er að hugsa hlutina ekki til lengri tíma. Skammtímahugsun fær að vaða uppi sem einhver allsherjarlausn.

Stærsta vandamálið við rafbílavæðingu er að þeir henta illa í langferðir, þeir eru þungir (meira slit á vegum) og þarfnast hleðslu. Ef 5000 rafbílar færu sama dag til Akureyrar þá væri án efa meginhlutinn alltof margar klst að koma sér á leiðarenda. Biðin eftir að komast með bílinn í hleðslu væri óbærilegur. Með öðrum orðum þá er of erfitt að anna mikilli eftirspurn á langferðum.

Önnur umræða er hvort að dreifikerfi raforku sé nógu gott fyrir of mikla aukningu rafbíla. Út í það er ekki hugsað eða hver á að borga viðhaldið á götunum þegar ekki kemur lengur skattfé af eldsneyti. Rafbílar eru þyngri og því spæna þeir götunum meira upp.

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Rúnar Már Bragason, 9.12.2020 kl. 09:59

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það getur varla neinn verið á móti því að innleiða evróputilskipun um lágmarkslaun. Þó svo í reynd gæti það lækkað launin á Íslandi  Nya EU-förslaget kan sänka lönerna i Sverige | SVT Nyheter

Það nægir ekki að tilgangurinn sé góður 

Grímur Kjartansson, 9.12.2020 kl. 10:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta verður held ég ekki skýrt með tilvísun til hægri eða vinstri. Það sem hér er á ferðinni er klassískt dæmi um það sem gerist þegar hlutir eru ekki hugsaðir til enda. Hvers vegna gerist það svo oft að hlutir eru ekki hugsaðir til enda? Fyrir því eru líklega tvær mögulegar ástæður. Önnur er sú að fólk skilur ekki viðfangsefnið og/eða leitast ekki við að skilja það. Hin er sú að fólk ætlar að nota sér einhverja tiltekna stöðu til að slá sjálft sig til riddara.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 11:59

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Er ekki líklegasta skýringin sú, að þegar lagt var upp voru ekki fyrirliggjandi allar þær upplýsingar (jafnvel þekking og/eða skilningur) sem nú er fyrir hendi?

Eðlilegt og sjálfsagt að breyta um stefnu þegar skilningur og þekking breytast og hálf billegt að reyna að tengja það við hægri eða vinstri pólitík. En eitthvað sem hefði alveg mátt búast við að heyra og sjá á Alþingi.

Kristján G. Arngrímsson, 9.12.2020 kl. 13:48

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held reyndar að það hafi alveg legið fyrir frá upphafi hvernig pálmaolía er framleidd og hvaða afleiðingar mikil framleiðsluaukning myndi hafa.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 13:54

8 identicon

Það er nógu erfitt að giska á hvað stjórnmálamenn vita, hvað þá að giska á hvað þeir vissu einhverntímann.

Ég giska þó á að þeir viti ágætlega hvað er vinsælt hverju sinni.

ls (IP-tala skráð) 9.12.2020 kl. 16:26

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þorsteinn kemst að kjarna málsins þegar hann skrifar að þetta hafi ekki verið hugsað til enda. Kristján G. Arngrímsson er greinilega vinstrimaður fyrst honum finnst viðkvæmt að tengja þetta vinstripólitík frekar en hægripólitík. Ég veit það ekki með vissu, en þetta þarf að rökstyðja með dæmum, ef meira er um það af vinstriflokkum.

Nú þarf einhver glöggur maður að taka fram dæmin og hvort það sé rétt eða rangt að vinstrimenn eða hægrimenn hafi verið duglegri að koma með upplýsingar sem voru hunzaðar á hinu háa Alþingi. Ég hef á tilfinningunni að fólk eins og Sigmundur Davíð, Inga Sæland, þingmenn Frjálslynda flokksins sáluga fyrir bankahrunið og Sigríður Andersen hafi verið einna duglegust við slíkt í seinni tíð, en vissulega gerði Steingrímur J. Sigfússon mikið af því áður en hann komst í Jóhönnustjórnina, og Jóhanna sjálf á sínum yngri árum.

Burtséð frá hægri eða vinstri má kannski búast við því að flokkar sem eru hlynntir ESB aðild séu líklegri til að fylgja hjarðhegðunarstjórnmálum. ESB er jú arftaki kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum, og þjóðir eiga að taka þeirra niðurstöðum með hlýðni.

Hvers vegna létu vinstrisinnaðir þingmenn þetta ganga í gegn án gagnrýni og umhugsunar? Getur ekki verið að þeir hafi verið svo stoltir að finna eitthvað mál sem sannaði hversu vondir umhverfissóðar hægrimennirnir voru, að þeir voru vissir um að pálmaolía væri góð fyrir umhverfið án þess að kanna það?

Ingólfur Sigurðsson, 9.12.2020 kl. 22:35

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingólfur, þakka þér fyrir þetta.  Ég er í sjálfu sér ekki að lýsa yfir neinum stuðningi við Sigríði Andersen.  Ég er einfaldlega að vekja athygli á þessu máli, en Sigríður má vissulega eiga það að hún hefur verið meira vakandi í þessu en eiginlega flestir aðrir þingmenn.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Vitleysan er í sjálfu sér sú sama hvort að hún kemur frá "hægri" eða "vinstri".  Frá mínum "bæjardyrum" er þó mun algengara að hún komi frá vinstri, eins og í þessu tilfelli.  En ég get alveg séð að einhverjir séu öndverðrar skoðunar.

@Rúnar, þakka þér fyrir þetta. Það er gjarna "endalausar" hliðar á málunum.  En ef við tökum tillit til aðstæðna á Íslandi, þá eru rafmagnsbílar gríðarlega hagstæður kostur. Aðallega vegna þess að orkan er innlend.  Það er ekki dísill, það er ekki pálmaolía o.s.frv.

Vissulega slíta þyngri bílar vegunum meira.  En þá er t.d. vert að hafa í huga hvað strætisvagn slítur vegum meira en fólksbíll.  Þar er talað um að strætisvagn slíti vegum 8 til 10.000 sinnum meira en venjulegur fólksbíll.

Ef við sjáum fyrir okkur bæði fólksbíla og strætisvagna knúna rafmagni hvað veljum við þá?

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ef einhver hefur skoðað "forsendurnar" þegar þetta var keyrt í gegn mátti öllum vera ljóst með havða hætti olíunnar yrði aflað.  En það er einmitt vandamálið við mörg frumvörp og þingsályktanir, að það er ekkert gert til að afla upplýsinga um hugsanleg "áhrif".

Ekki frekar en þegar stjórnvöld ákváðu að það væri gott að sem flestir keyrðu um á díselbílum.  Þó var öllum ljóst (að mátti vera) að díselbílar menga mun meira (það var vitað áður en "stóri díselskandallinn" kom til sögunnar), en þeir setja minna CO2 frá sér. 

Var einhvern tíma reiknað út og birt hvað það myndi kosta að klára Hörpu, þegar stjórnvöld (ríki og borg) tóku þá ákvörðun og hver kostnaðurinn yrði með rekstrartapinu um ókomin ár?

Svona má lengi áfram telja.  Hver yrði kostnaðurinn af því að bjóða Pólskum og Maltneskum konum upp á fóstureyðingu á Íslandi.  Lægsti hugsanlegi kostnaður og hæsti hugsanlegi kostnaður.  Var það birt með þingsályktunartillögunni?

@ls, ég held að það sé engin leið til þess að vita hvað stjórnmálamenn eru að hugsa og á köflum efast ég um að þeir viti það sjálfir, eða séu hreinlega að gera það.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þínar athugasemdir.  Ég er alveg sammála því að þetta er ekki "vinstri/hægri" en þó virðist mér vinstri menn almennt líklegri til að leggja til "svona ýmis fílgúd frumvörp", ekki síst í líkingu við þetta, þar sem engin hefur "reiknað út" hugsanlegar afleiðingar.

G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2020 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband