Frjálshyggja hefur ekki fundist á Alþingi um langt árabil

Þegar "riddarar vinstrisins" rilja berja á andstæðingum sínum tala þeir gjarna um "frjálshyggjuna" eða það sem á að hljóma enn  hræðilegra "nýfrjálshyggjuna".

Þetta eru reyndar eins og svo margt annað í heimi stjórnmálanna ákaflega illa skilgreind hugtök, en ég hygg þó að þeim "riddurum" hafi almennt tekist að láta festa við þau neikvæða ímynd.

Skilgreining á "einkavæðingu" og "einkarekstri" t.d. þegar kemur að heilbrigðisþjónustu virðist oft "skarast" og margir eru alls ekki vissir um hvað er hvort og hvort er hvað, þannig að öruggast sé að vera á móti "þessu öllu".

Þó eru vissulega mikill einkarekstur í Íslensku heilbrigðiskerfi.  Ég þori þó ekkert að fullyrða um hvort að hlutfall hans hafi minnkað eða aukist, ég hef engar tölur um slíkt.

En öldrunarþjónusta hefur að stórum hluta verið í einkarekstri, sama gidlir, að ég tel, um augnlækningaþjónustu, tannlækningar, lýtalækningar og t.d. áfengismeðferðir.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju, enda ég á engan hátt sérfræðingur hvað varðar Íslenskt heilbrigðiskerfi.

Á þessu sviðum er svo greiðsluþátttaka ríkisins mismunandi og ekkert óeðlilegt við það, þó að um slíkt megi alltaf deila.

En ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað mikill einkarekstur er í heilbrigðiskerfi margar landa (líklega hærra hlutfall víða en á Íslandi) og hverju sá rekstur getur skilað.

Hvað skyldu margir Íslendingar t.d. fá liðskiptiaðgerðir hjá erlendum einkaaðilum, sem þó er að fullu greitt (mun hærra verði en hægt væri að fá sambærilegar aðgerðir hjá Íslenskum einkaaðilum) af hinu Íslenska tryggingakerfinu?

Þannig er hægt að rökræða um þessi málefni fram og tilbaka.

Líklega væri lang best í mörgum (en ekki öllum tilfellum) að ákveða (með eins nákvæmum útreikningum og hægt er) hvað tiltekin aðgerð kostar.

Það er ríkisframlagið við "slíka aðgerð".  Sjúklingurinn ákveður síðan hvar hann vill að aðgerðin sé framkvæmd.

Þar sem ég bý er t.d. "eins greiðanda" heilbrigðiskerfi að lang mesu leyti (það eru alltaf einhver atriði sem greiðsluþátttaka hins opinbera nær ekki yfir).  Ég hef blessunarlega ekki þurft á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. 

En ég hef eignast tvö börn, bæði tekin með keisaraskurði, á "einka reknu sjúkrahúsi".  En allur sá kostnaður var greiddur af hinu opinbera.

En sjúkrahúsið aflar sér einnig mikils fjármagns með frjálsum framlögum, enda má segja að margir (þar á meðal við hjónin) eigi þeim mikið að þakka.

En líklega verður seint full sátt um hvernig eigi að standa að heilbrigðisrekstri, en eins og í svo mörgum öðrum málum er umræða til alls fyrst og af hinu góða.


mbl.is „Stjórnvöld segja nei takk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Umræðan er til alls fyrst og hinu góða.

Vel mælt Tómas.

Hvernig getur einkarekstur verið rangur, þá væri allt þjóðfélagið rangt, og við upplifðum annað hvort þjóðfélag Inkanna (ríkisrekstur 99,99 %) eða kommúnisma Stalíns tímans.

Hinn handleggurinn er þjónusta sem lágmarkar kostnað, hún endar alltaf eins.

En það sjónarmið hefur ekkert með einkarekstur að gera, heldur nálgun okkar gagnvart veittri þjónustu.

Löngu vitað, aldagömul þekking.

Sem umræðan vanvirðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2020 kl. 10:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar, þakka þér fyrir þetta. Einkarekstur er ekki rangur, en um hann eru þó skiptar skoðanir í heilbrigðiskerfinu.  Í sjálfu sér þarf það ekkert að koma á óvart.

En ég held að Íslendingar sem flestar aðrar þjóðir þurfi einmitt á því að halda að lágmarka kostnað við þjónustu, eins og mögulegt og skynsamlegt er.

Það þýðir ekki að það eigi að slaka á gæðakröfum, enda mörg dæmi um að þjónusta geti "lækkað í verði", en verið jafn góð eftir sem áður.

Enda held ég að eftirlitshlutverk stofnana s.s. landlæknis sé jafn mikilvægt, hvort sem stofnun er ríkis eða einkarekin.  Því embætti er m.a. ætlað að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Ríkisrekstur tryggir ekki heldur gæði þjónustu, ég held að flestir geti verið sammála um það.

Hafa ekki orðið gríðarlegir framfarir, bætt þjónusta og jafnvel verðlækkanir, svo dæmis sé tekið hvað augnlækningar varðar á Íslandi undanfarin ár?  Ekki það að ég þekki mikið til þess geira, en svo er mér sagt.

Er ekki einkareksturinn fyrirferðarmikill á því sviði?

Ég held að Íslendingar þurfi að velta þessum málum vendilega fyrir sér. Því heilbrigðisgeirinn mun verða æ fyrirferðarmeiri á komandi árum.

G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2020 kl. 01:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já G. Tómas Gunnarsson þakka þér fyrir, og líklega er betra að líta til átta þegar leitað er leiða.

 

Þegar ég var í 12ára bekk í Austurbæjar skólanum þá fékk ég boð um að mæta á tannlækna stofu sem var í kjallara þessa myndarlega skóla og þar voru tveir ungir menn, væntanlega nemar manneskjunnar sem stóð fyrir þessari stofu og tel ég víst að stofa þessi hafi verið ríkisrekin, án þess að að ég hafi svosem nokkur gögn um það.

 

Fulltrúar þessarar stofu voru tveir unglingar sem settu mig í stól og tóku svo að glápa uppí mig stundum báðir og ræddu um það sem þeir sáu og niðurstaðan virtist mér ætlað að verða að þarna væri ekkert að þartil að annar þeirra seigir jú hérna er eitthvað og sýnir félaga sínum og þeir verða sammála um að það verði að bora í þetta.

 

Ég hef alltaf verið harður af mér, en þetta varð mér sú harðasta raun sem ég þá hafði komist í, en þegar þeir drengirnir töldu sig hafa lokið verkinu, þá mátti ég fara en átti að koma í næstu viku sama dag og á sama tíma, sem ég og gerði.

 

Þá upphófst enn ein rannsókn þeirra pilta sem nú komust að þeirri niður stöðu að þeir væru þarna búnir að laga öll mein og ég mæti fara.

 

Nokkrum dögum síðar þá var ég komin í sveit á litlum kot bæ sem hét Ártún og var við við Blikadalsá, en um sumarið þá fékk ég tannpínu sem ég hafði aldrei áður fengið. En það kom í ljós þegar fram liðu stundir að húsfreyjan á þessum bæ hafð meiri kunnáttu en þeir Karýjus og Baktus, fulltrúart manneskjunnar sem stóð fyrir þessari tann meina stofu í Austurbæjarskólanum.

 

Þetta tel ég mig geta fullyrt, því ég var 12ára um vorið hjá K og B og 12 ára þegar að húsfreyjan að Ártúni bjargaði málum, með þeim orðum að þegar ég kæmi til Reykjavíkur um haustið þá yrði ég að fara til tannlæknis og láta laga þetta. En ég var hræddur við tannlækna og fór ekki fyrr en 21árs þegar að verk húsfreyjunnar við Blikadalsá fóru að bila.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2020 kl. 07:37

4 identicon

Ágætur pistill.

Fróðleg athugasemd hjá Hrólfi, skilur eftir spurninguna,hvað gerði húsfreyjan nákvæmlega?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.12.2020 kl. 19:28

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Hrólfur minn! þú ert enn í húsfreyjum og er það gott, sérstaklega fyrir þig. Frjálshyggjan kjemur með okkur þegar við erum búnir að koma þjóðstjórn og hlutirnir fara að legast eins og vega málin, kvótamálin o ekki minnst búnaðarmálin og Þjóðarbankinn.Allir strákarnir komnir á sjó og stelpurnar í fiskvinnsluna aftur. En það verður mikið lokað með Þjóðstjórn, það er sko víst eins og bankarnir sem lifa á lífeyris sjóðum okkar, en þeir peningar fara í staðinn í húsnæði fyrir þurfandi sem ekki eru fáir núna. Löngu vitað, aldargömul þekking eru viskuorð í dag Ómar

Eyjólfur Jónsson, 11.12.2020 kl. 22:49

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur, þakka þér fyrir þessa ágætu sögu.  Tek undir með Bjarna að það væri gaman að vita hvaða ráðum húsfreyja beitti.

@Bjarni @Eyjólfur.  Þakka ykkur innlitið.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2020 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband