Það eru rökin sem skipta máli

Ég er í raun alveg sammála Kára að því leyti að ég tel að það þurfi að vera sannfærandi rök fyrir sóttvarnaraðgerðum.

Allt sem virkar órökrétt grefur undan trú almennings á aðgerðunum.

Það að fleiri megi vera inn í matvöruverslunum en öðrum verslunum, óháð fermetrafjölda grefur undan þeirri trú að ákvarðanir séu teknar með sóttarnir að leiðarljósi.

Ákvörðun eins og að það skipti máli í hvaða deild "afreksíþróttamenn" spili grefur undan trú á þvi að ákvarðanir séu teknar með sóttvarnir að leiðarljósi.

Það má vissulega færa fram rök fyrir því að líkamsrækt eigi að vera lokuð, en ef fjarlægðartakmarkanir eru virtir, og "sprittað" á milli notenda, hvernig getur líkamsrækt verið hættuleg?

Það er þarft að hafa í huga að margar líkamsræktarstöðvar eru í þúsunda fermetra starfsaðstöðu.

Ég bý á svæði þar sem er "red zone" en ekki "lockdown" og krakkarnir mínir fara í líkamsrækt 2svar í viku.  Þau færu oftar, en vegna fjöldatakmarkana þurfa allir meðlimir að sætta sig við skert aðgengi.

En allt er umdeilanlegt.

Hvað átti nú aftur að vera langt þangað til Íslendingar ættu að geta byrjað að lifa "eðlilegu lífi"; ef "tvöföld skimun" yrði tekin upp við landamærin?

Var hún ekki tekin upp í ágúst?

 

 

 


mbl.is Litakóðunarkerfið hlægilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrlega sambland af smithættu og mikilvægi. Þess vegna hafa fleiri mátt vera í matarbúð en raftækjaverslun. Þegar hættan er talin vera að minnka er sumt aðeins minna mikilvægt leyft.

Mat á mikilvægi getur svo verið breytilegt, og aðstæður mismunandi milli landa. Sundlaugar t.d. meira sóttar sóttar (og mikilvægari?) hér en sums staðar annarsstaðar.

ls (IP-tala skráð) 9.12.2020 kl. 14:54

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Spurning hvort Þórólfur er ekki með þetta, svona eins og flest:

https://www.visir.is/g/20202047407d/-allar-thessar-adgerdir-fela-i-ser-mismunun-

Kristján G. Arngrímsson, 9.12.2020 kl. 15:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Enn og aftur þvaðrar sóttólfur um efni sem hann hefur ekki þekkingu á - það er orðinn daglegur viðburður. Það að vera með mismunandi aðgerðir á mismunandi stöðum er ekki mismunun, ekki nema málefnalegar ástæður skorti. Og það er það sem verið er að gagnrýna.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 19:13

4 identicon

Það er víst dáldið um það að menn þvaðri um það sem þeir hafa ekki þekkingu á.

Rétt að taka fram að ég veit svosem ekki meira um málefni þessa pistils en það sem ég hef séð í fréttum og séð í útskýringum yfirvalda.

ls (IP-tala skráð) 9.12.2020 kl. 21:00

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar.  Ég held að það sé æ meira að "fjara undan" röksdemdunum sem standa að baki sóttvörnum.

Eins og þegar 10 manns máttu vera í 22.000 fermetra IKEA búð.

Nú eða þegar fótboltafélag KA má æfa á Akureyri, en fótboltafélag Þórs má ekki æfa á Akureyri.

Ef ég hef skilið rétt eru 2. einstaklingar smitaðir á Norðurlandi eystra.

Ef klórblandað vatn drepur veiruna (sem ég kaupi) hver vegna hafa aundlaugar þurft að vera lokaðar (þó að ég geti skilið að um einvherjar fjöldatakmarkanir hafi þurft)?

Ef 14. manna fjölskylda má ekki koma saman í heimahúsi (hámark 10 manns), en 15. einstaklingar mega vera á veitingahúsi, er þá ekki einfaldast að bjóða allri fjölskyldunni á veitingahús?  En það er auðvitað ekki á færi nema þeirra sem "betur mega sín".

Ef ekki er ástæða til þess að bólusetja börn sem eru 16. ára og yngri, vegna þess að þau eru í svo lítilli hættu, hvers vegna hefur verið nauðsynlegt að setja á þau svo miklar takmarkanir?

Svo sem grímuskyldu, fjarlægðartakmarkanir í skólum, lokanir skóla, o.s.frv?

G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2020 kl. 01:18

6 identicon

Rökin eru einfaldlega að stoppa hópamyndun og starfsemi með snertingu.

Svo eru undanþágur vegna þess að þær teljast nauðsynlegar eða aðeins mikilvægari en annað. Þess vegna giltu fjöldatakmarkanir ekki um leit og björgun svo dæmi sé tekið. Þess vegna máttu fleiri vera í matarbúð en Ikea. Frá og með deginum í dag eru fleiri undanþágur, t.d mega fleiri vera í Ikea. Show business er líka leyfður með einhverjum takmörkunum, og æfingar og keppni sem er líklegri til að vera atvinna að einhverju leyti og sitthvað fleira. Rökin eru einfaldlega þau að með minnkandi smiti er hægt að veita fleiri undanþágur og þá er reynt að velja eftir einhverju mikilvægismati (t.d. 1. deild en ekki neðri deildir, fleiri verslanir o.s.frv.) í samblandi við mat á smithættu (t.d. sund en ekki líkamsrækt). Þetta mat verður alltaf huglægt, þó það sé væntanlega byggt á einhverjum rökum.

Mér finnst þetta ganga upp. Það má vel vera að matið ætti að vera eitthvað öðruvísi, ég nenni hins vegar ekki að hafa alltof miklar skoðanir á því.

Það má svo velta ýmsu fyrir sér, t.d. þótti greinilega of mikil áhætta fólgin í því að leyfa allar íþróttir. Átti þá að sleppa því að leyfa þær að hluta?

ls (IP-tala skráð) 10.12.2020 kl. 08:09

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gott og vel að ræða þessa hluti, en hafa verður í huga að ef sóttvarnayfirvöldum væri gert að færa ítarlegustu rök fyrir hverri einustu ákvörðun er hætta á að úr yrði paralysis by analysis.

Í fréttinni sem ég hlekkjaði á segir Þórólfur að það sé viðbúið að þessu öllu fylgi mismunin og að það sé óhjákvæmilegt. Hvort þessi mismunun stafar af skorti á röklegri hugsun eða tíma til að útfæra allt skv. ítrustu rökum skal ég ekki segja. Hallast þó að hinu síðarnefnda.

Rök eru eitt, raunveruleikinn bara soldið oft allt annað og getur verið bölvað vesen að láta hann lúta rökum!

Kristján G. Arngrímsson, 10.12.2020 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband