Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er

Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.

Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".

Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.

En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?

Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?

Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu.  Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.

Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.

Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".

En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.

Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.

 

 


mbl.is „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband