Vorboðinn ljúfi - og bragðgóði

Vorboðinn er örlítið misjafnur eftir löndum. Á Íslandi er vorboðinn auðvitað almennt talinn vera lóan, þó að reyndar hafi margir einstaklingar sinn "prívat" vorboða.

Karulaug soupHér í Eistlandi, þegar ég hef verið hér um vor eins og nú, hefur vorboðinn alltaf verið sá sami.

Það er villti hvítlaukurinn.  Það er eitthvað svo unaðslegt að ganga um garðinn, sjá tréin byrja að skjóta út brumum, "snæbjöllurnar" blómstrandi og svo kemur villti hvítlaukurinn.

Ég ét blöðin, ég brytja þau út í smjör, ég nota þau á pizzur og ég bý til súpu.  Villihvítlaukssúpa er "eiturgrænn" herramannsmatur og að mörgu leyti minn "prívat" vorboði, einstaklega ljúffeng.

Auðvitað dugar villti hvítlaukurinn ekki einn og sér, en vatn, rjómi, salt og pipar er allt sem þarf til viðbótar. Sumir bæta kartöflum út í til að gera hana aðeins matarmeiri og það virkar líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband