Grímur eða ekki grímur?

Það er mikið rifist um alla heimsbggðina hvort það borgi sig að vera með grímu fyrir vitunum eður ei.

Stutta svarið hlýtur að vera að það marg borgar sig.

Ella væri heilbrigðisfólk ekki að hafa fyrir því að nota þær.

En svarið, eins og svo oft áður er mikið flóknara en það.

Líklega er betra en ekkert að hafa eitthvað fyrir vitunum, það er erfitt að sjá að það geti beinlínis skaðað nokkurn.

En það er margt sem er vert að gefa gaum.

Fyrst ber að nefna að grímur eru misjafnar að gæðum N95 eða ekki N95 er stór spurning og svo eru til fleiri flokkar.

En flestar grímur vernda þann sem notar þær ekki mikið lengur en klukkutíma, ef eitthvað af veirum eða bakteríum eru í umhverfinu.

Önnur hætta er ef einstaklingar kunna ekki að setja andlitsgrímur á sig, eða taka þær af sér.

Ef veirur eða bakteríur hafa safnast í grímuna þarf að sýna fyllstu varúð við að taka hana af sér og setja á sig nýja.

Þannig að ef gríman hefur "virkað" þarf að passa sig í umgengni við hana.

Þegar ég fer í búðina er staðan sú nú að líklega eru u.þ.b. 70% af viðskiptavinum með grímu og jafnvel hærra hlutfall af starfsfólki.

Það er augljóst að grímurnar eru misjafnar að gæðum, en margar þeirra eru þó af góðum "medical standard".

Hér hafa grímur enda verið seldar í apótekum og mátti sjá langar biðraðir þegar sendingin var auglýst.

Það var samt augljóst að margir höfðu lítt hirt um að vanda sig við að setja grímuna á sig og aðrir gefist upp, vegna þess að til lengdar getur verið þungt að anda í gegnum grímu, og höfðu grímuna undir nefinu en yfir munninn. Slíkt gerir næsta lítið gagn.

Það getur því vissulega verið falskt öryggi að vera með grímu.

Sjálfur set ég orðið á mig grímu núna, ef ég sé að flestir eru með grímu.  Ég lít eiginlega á það sem nokkurs konar kurteisi og það eru færri hornaugu gefin.  Klagar ekkert upp á mig að nota grímu fyrst ég á þær.

Það getur líka verið varasamt að bæta við fjölda notenda, ef svo má að orði komast, á meðan framboðið er takmarkað.

En ef að tekst að tryggja framboð hef ég trú á því rétt sé til að hvetja til aukinnar grímunotkunar. 

Það getur hjálpað til að auka öryggi þegar einstaklingar byrja að hittast aftur, t.d. til að ná sér í persónulega þjónustu.

En það þyrfti að gera gera stuttar leiðbeiningar hvernig á að nota þær og gefa besta vörn.

 

 

 

 


mbl.is Grímur skylda hjá Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband