Hinir vinstrisinnuðu evrópsku "hægri öfgamenn"

Í umræðum um krísur Evrópusambandsins undanfarin ár, hefur all mikið borið á tali um það sem ýmsir fjölmiðlar og einhverjir fræðimenn og álitsgjafar kalla "hægri öfgaflokka" og "populíska" flokka, sem á flestum þeirra hefur mátt skilja að væru stórhættulegir.

Líklega þá í samanburði við þá flokka sem höfða ekki til pöpulsins (almennings).

Einn af þeim flokkum sem hvað oftast hefur fengið "hægri öfgastimpilinn" er franski stjórnamálaflokkurinn Front National (FN), sem líklega mætti þýða á íslensku sem Þjóðfylkingin.

Þar hefur verið í forsvari Marine Le Pen. All sköruleg kona, með ákveðna framkomu og skoðanir.

Ég get ekki sagt að ég hafi heillast af baráttumálum flokksins, en hef alltaf fylgst með henni með þó nokkrum áhuga, því hún sker sig nokkuð úr í frönskum stjórnmálum.

Nú eru héraðskosningar í Frakklandi í desember og Marine Le Pen er í framboði fyrir Þjóðfylkinguna í "Nord-Pas de Calais". Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar til kjósenda sé eftirfarandi:

Kjósið mig og ég mun endurreisa velferðarkerfið, félagslegar varnir og bjarga ykkur frá Bandarísk stýrðri hnattvæðingu.

Ég mun opna heilsugæslustöðvar í smærri bæjum; útvíkka "lærlingakerfi", stofna háskóla fyrir listir og nytjalistir; setja pressu á landsstjórnina að halda póstútibúum og öðrum ríkisstofnunum opnum; og setja pressu á svæðisstjórnir að taka innlend fyrirtæki fram yfir erlend í viðskiptum.

Í þessu fellst gríðarleg "hægri öfga stefna", eða hvað?

Staðreyndin er þó sú að ýmsar öfgar má finna í fortíð Þjóðfylkingarinnar, gyðingahatur og flokkurinn vill draga verulega úr fjölda innflytjenda og beita hörku gegn ólöglegum innflytjendum.

En reyndar fór fram frekar harkalegt uppgjör á milli stofnanda Þjóðfylkingarinnar og Marine Le Pen, sem endaði með því að stofnandinn var rekinn úr flokknum. Það er rétt að það komi fram að það er faðir hennar.

Það sem stendur þó líklega upp úr ef úrskurða á um hvers vegna svo margir vilja flokka Þjóðfylkinguna sem "hægri öfgaflokk", er líklega afstaða flokksins gagnvart innflytjendum. Þó að það geti í sjálfu sér ekki talist eindregin hægristefna.

En það má líka velta fyrir sér, hvers vegna land eins og Frakkland, þar sem atvinnuleysi er í kringum 11% (og mun hærra á meðal innflytjenda og afkomenda þeirra) ætti að setja kapp á að taka á móti fleiri innflytjendum? Hvað hefur það að bjóða þeim?

En þó að ég sé ekki stuðningsmaður Þjóðfylkingarinnar, á ég ekki erfitt með að skilja hvers vegna franskir kjósendur halla sér að flokknum í æ ríkari mæli.

Þeir búa í  landi þar sem fjárlög hafa ekki verið hallalaus síðan 1973, þar sem atvinnuleysi hefur verið um og í kringum 10% síðan á síðasta áratug og er nú vaxandi. Þeir búa í  landi þar sem kjósendur felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins, en fengu hana yfir sig "bakdyramegin". Þeir búa í landi þar sem tvö mannskæð hryðjuverk hafa verið framin á þessu ári.

Þeir búa í landi sem hefur misst samkeppnishæfi sitt jafnt og þétt síðan landið tók upp euroið.

Í slíku landi hafa hinir hefðbundnu valdaflokkar fyrir löngu misst tilkall til þess að geta sagst hafa lausnirnar sem vantar.

Það er málið, það er það sem dregur kjósendur að Þjóðfylkingunni og Marine Le Pen.

Og því miður er það ekki einsdæmi, eins og staðan er nú víða í Evrópu.

 


mbl.is Titringur vegna uppgangs öfgaflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að klessa hægri eða vinstri stimpli á alla skapaða hluti er merki um öfgar og umburðarleysi fyrir skoðunum annarra, nákvæmlega eins og engu betri en umburðarleysi gagnvart t.d. trúarskoðunum fólks, heldur er um sama hlutinn að ræða og samskonar umburðarlausan karakter. Munurinn er eingöngu hvað þessi tiltekni einstaklingur hatar og vill því búa til fordóma gagnvart byggðum á fölskum forsendum, útúrsnúningum og jafnvel lygum. 

Miðjumaður (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 03:01

2 identicon

Það þarf hatur til að ljúga. ALLT hatur er ljótt og ALLIR hatursmenn eru óvinir samfélags byggðu á virðingu fyrir fjölbreytni einstaklinga sem skapar frið. Þeir eru ófriðarmenn og eiga ekki samleið með siðmenntuðu samfélagi. 

Miðjumaður (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 03:03

3 identicon

Siðleysingjar átta sig ekki á þessu en það sama og að "fara frjálslega með sannleikann", líka kallað propaganda, er LYGI og LYGI er ekki bara siðleysi heldur í grunninn HATUR. Hatur skapar óvirðingu sem skapar ófrið sem skapar meira og meira hatur. Þegar rétt skilyrði skapast: nóg fátækt, ringulreið, óöryggi, verður síðan STRÍÐ og uppsprettan eru ekki stjórnvöld eða "alþjóðasamfélagið" heldur borgarar sem svona eru innréttaði og sjá ekkert athugavert við lygar og hafa plægt jarðveginn fyrir viðbjóð og blóðsúthellingar smám saman með siðleysi sínu. 

Miðjumaður (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband