Afhjúpar ruglið í innheimtu sóknargjalda

Á örfáum mánuðum hafa yfir 3000 íslendingar skráð sig í trúfélag sem fæstir ef nokkur virkilega þekkir skil á.

Þeim er nokk sama hver átrúnaðurinn er, loforðið um að sóknargjöld verði endurgreidd er þeim nóg, til að skrá sig í óþekktan trúarsöfnuð.

Persónulega skil ég þessa einstaklinga mæta vel, því vissulega er álagning sóknargjalds fyllilega ósanngjörn og óeðlileg.

Það er reyndar rétt að hafa það í huga að staða einstaklinga er misjöfn. Sumir einstaklingar munu fá meira greitt til baka en þeir reiddu af hendi, en aðrir munu tapa, en þó minna en áður.

Því engin "sóknargjöld" eru innheimt af íslendingum. Þau eru "felld" inn í almenna tekjuskattsálagningu. Þannig eiga tekjulágir möguleika á því að fá endurgreitt meira en þeir reiddu af hendi, en tekjuhærri eiga eingöngu möguleika á því að minnka "tapið".

En allir greiða "sóknargjöld", burtséð frá því hvort þeir tilheyra einhverri sókn, eða trúarsöfnuði. Gjaldið er prósenta af tekjum, rétt eins og aðrir skattar.

Það er ruglið í innheimtu "sóknargjalda".

Það er þarft verk sem "Zusistar" vinna með því að afhjúpa vitleysuna, mismununina og ranglætið sem með þessu hefur viðgengist.

Í sjálfu sér er einfalt mál og ekki með öllu óeðlilegt að hið opinbera bjóði upp á innheimtu sóknargjalda, en það ætti þá að vera með því formi að framteljandi haki í tilheyrandi reit, þar sem hann óskra eftir, eða samþykkir að kr. 10.776,- séu dregnar af honum aukalega í sóknargjald.

En ef til vill væri rökréttara að hið opinbera hætti með öllu afskiptum af innheimtu sóknargjalda, sem og trúfélagaskráningu.

Það yrði einfaldlega litið á það sem einkamál hvers og eins.

Það er eiginlega með eindæmum að flokkur sem alla jafna kennir sig við einstaklingsrelsi, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, skuli standa vörð um jafn úrelt kerfi.

 

 

 


mbl.is Zuism fimmta stærsta trúfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og við vitum eru mörg kristin trúfélög á landinu. Ekki sýnist mér þau vinna mikið saman. Það undirstrikar hvað við mannana börn erum ráðrík,mitt,er mitt!                  Fyrir alllöngu klufu óánægðir sig úr Dómkirkju söfnuði,þar sem þeirra prestur var ekki kosinn. Þeir stofnuðu og byggðu Fríkirkjuna við tjörnina. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2015 kl. 02:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helga Þakka þér fyrir þetta. Saga kristni er m.a. saga sífellds klofnings og valdabaráttu.  Kristnir söfnuðuðir enda líklega fleiri en tölu verður á komið með fljótu bragði, svona á heimsvísu.

En það kemur í sjálfu sér ekkert við efni pistilsins, sem er það óréttlæti að sóknargjöld séu innheimt óháð tekjuskatti,eða tekjum.

Auðvitað eiga aðeins þeir að greiða sóknargjald sem tilheyra einhverri sókn, og þá fast gjald, nema ákveðið sé að sóknargjald sé "tíund" eða önnur prósenta.

Það má svo auðvitað deila um hvort hið opinbera eigi eitthvað að vera að vasast í því frekar fyrir trúfélög, en t.d. KR eða Val, en það er önnur saga.

Lágmarkskrafan hlýtur að vera að einstaklingur verði að óska eftir því að hið opinbera dragi af honum slík gjöld.

Það má líka draga í efa réttmæti þess að hið opinbera safni slíkum upplýsingum um þegnana.

G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2015 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband