Forseti Íslands er ekki ráðinn

Ég mun líklega seint verða talinn stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar. En ég hef þó kosið hann einu sinni.

Það var í síðustu forsetakosningum.

Þá eins og í mörgum öðrum kosningum þá fannst mér í sjálfu sér enginn verulega álitlegur kostur og þá vel ég þann skársta. Þannig gerist það oftast í kosningum og ég hef trú á því að það gildi um fleiri en mig.

En forseti Íslands er ekki ráðinn eða skipaður. Hann er kosinn beint af íslensku þjóðinni.

Það er í raun ótrúlegt að margir virðast ekki skilja lýðræðið. Það er ekkert ólýðræðislegt við það að maður á áttræðisaldri verði kjörinn forseti.

Það sem þarf til að svo verði, er að hann njóti stuðnings stærsta hluta kjósenda, njóti meira fylgis en aðrir frambjóðendur. Flóknara er það nú ekki.

Það missir engin kjörgengi vegna aldurs, ekki til forseta, Alþingis né sveitarstjórna.

Það er heldur ekkert sem segir að óeðlilegt sé að eintaklingar sitji lengi, ef þeir njóta stuðnings kjósenda.

Lykilatriði hér er stuðningur kjósenda, það er lýðræði og það er ekkert "bara".

P.S. Ég hvet lesendur til þess að reyna að ímynda sér "fjaðrafokið" í fjölmiðlum, hjá álitsgjöfum og á samfélagsmiðlum, ef einhver hefði látið hafa eftir sér á síðasta kjörtímbili Alþingis,  að það væri skelfilegt að hafa sjötuga konu sem forsætisráðherra, sem í þokkabót væri búinn að sitja á þingi í næstum 35 ár.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða konu yfir sjötugt sem er ráðin umhverfisráðherra laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2015 kl. 16:08

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásthildur Þakka þér fyrir þetta. Persónulega hef ég ekkert á móti því að ríflega 7tug kona sé umhverfisráðherra.  Þó mætti frekar, að mínu mati gagnrýna það, en setu forseta, þar sem umhverfisráðherra er skipuð, en ekki kosin.

Það er einmitt sem gerir gagnrýnina á forsetann svo hallærislega, hann verður ekki í embætti nema að hann sé kosinn.

En ég vil undirstrika það að ég hef ekkert á móti því að ráðherrar séu yfir sjötugt.

Það er ekki aldurinn sem skiptir máli.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2015 kl. 16:45

3 identicon

Hann segist allavega vera óráðinn (um framboð)..

ls (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 16:57

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls  Þakka þér fyrir þetta. Ólafur Ragnar kann að vera óráðinn, en það getur enginn haldið því fram að hann sé "ókosinn".

En svona er þetta.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2015 kl. 17:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef heldur ekkert á móti ráðherra konu eða karli um sjötugt.  Málið er að fólk er hér að dæma einn en samþykkja annan.  Það er nú hallærið í þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2015 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband