Ekki kaupa "sólarlandaferð" með Samfylkingunni og Bjartri framtíð

Það vildi stundum brenna við i "den" að þegar Íslenskir ferðalangar keyptpu sér sólarlandaferðir að það reyndist ekki allt sem sýndist. 

Hótelin sem höfðu litið svo vel út í bæklingunum, reyndust lítið nema "lobbýin".  Hótelin voru enn á byggirngarstigi og sólarlandaferðin breyttist stundum í hálfgerða martröð.  Múrarr og alls kyns timburmenn unnu frá morgni til miðnættis og ferðalangarnir voru þeirri stund fegnastir þegar þeir komu aftur heim.

Mér datt þetta si svona í hug, þegar ég var að velta fyrir mér þeirri lýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar að euroið væri eins og hálfklárað hús.

"Bæklingarnir" sem hafa verið notaðir til þess að reyna að selja Íslendingum "Sambandsaðild" hafa alls ekki dregið upp þá mynd.  Þar hafa "sólarlöndin" blasað við í allri sinni dýrð.  "Dvalarstaðirnir" verið af bestu gerð og dregin upp sú mynd að allir myndu lifa hamingjusamir, bara ef þeir "keyptu ferðina".  Það þurfti ekki einu sinni að borga neitt út. 

"Bara að kíkja í bæklinginn" og við sjáum um rest.

Jón Baldvin verður seint sakaður um að vera andstæðingur Evrópusambandsins.  Nú líkir hann euroinu við hálfklárað hús.

Einn af frambjóðendum í síðustu forsetakosningum, sem heldur verður ekki sökuð um andúð á Evrópusambandinu, líkti því að vilja ganga í "Sambandið" við að bóka sig inn á brennandi hótel.

Evrópusambandsaðild er ekki stærsta mál komandi kosnnga.  En til lengri tíma litið, er það lang stærsta ákvörðunin sem Íslendingar og Íslenskir stjórnmálamenn standa frammi fyrir.

Ekki kaupa "sólarlandaferð" með Samfylkingunni og Bjartri framtíð.

Ekki láta blekkjast af "bæklingunum".

Látum ekki bóka Íslendinga á "hálf klárað brennandi hótel".

Gefið ekki atkvæði ykkar stjórnmálaflokkum sem berjast fyrir Evrópusambandsaðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já en er ekki betra að búa í "hálf kláruðu húsi" en "moldarkofa"

Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 10:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað lítur hver sínum augum á silfrið, það er bæði gömul og ný staðreynd.

Það getur verið betra að búa í "moldarkofa" og hafa þak yfir höfuðið, en að búa í hálfkláruðu brennandi húsi.   En það er ef til vill treyst á að veður og vindar slökkvi eldrinn?

Svo fer að líklega eftir sjónarhólnum, hvort að litið er á Ísland sem "moldarkofa".  Vissulega er margt sem betur má fara á Íslandi og það er auðvitað m.a. þess vegna sem tekist er á í komandi kosningum.

En ég er ekki viss um að margir Íslendingar vildu skipta á aðstæðum á Íslandi og t.d. á "jaðarsvæðum""Sambandsins".  

Fylgistölur flokka "Sambandssinna" benda heldur ekki til þess.

G. Tómas Gunnarsson, 14.4.2013 kl. 12:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!  tek undir orð þín G. Tómas.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2013 kl. 13:02

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Rafn Guðmundsson - Býrð þú virkilega í "moldarkofa" ?

Þannig að það er afsökun þín fyrir því að vilja láta bóka okkur öll inn á þetta brennandi einnar stjörnu hótel í Brussel.

Þið þessir íslendingar eins og þú sem að búið í þessum "moldarkofum" getið svo sem alveg bókað ykkur inn á þetta lélega hótel í Brussel.

En vinsamlega látið okkur hin í friði og leyfið okkur að lifa og búa áfram í okkar góðu og hlýju húsum hér á Íslandi.

Gunnlaugur I., 14.4.2013 kl. 17:46

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

fer eftir því hvað þið 'hin' eruð mörg. þess vegna er nauðsylegt að klára umsóknina og fá niðurstöðu

Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 18:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru engir samningar í gangi einungis upptaka regluverks án undantekninga, hvenær ætlið þið að skilja þetta.  Og það er að aukast frekar en hitt þeir sem vilja ekki þarna inn, enda er það algjört glapræði. Og segir sína sögu þegar upphafsmaðurinn sjálfur Jón Baldvin er að draga í land. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2013 kl. 18:21

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já já og bla bla bla bla blabba blabb þegar við komumst að rífum við alla "Svavars og Össurar samninga" og höldum svo áfram að vinna blabla blabb babbla bla.

Eyjólfur Jónsson, 14.4.2013 kl. 18:41

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það gefist best að ræða málin á rólegu nótunum.

Auðvitað á engin eða þarf að flytja í burtu, hvort sem hann er hlynntur "Sambandinu" eður ei.  Það er ekkert af eða á.

Það er fullt af tækifærum á Íslandi og verða það áfram, það sama gildir um Evrópusambandslöndin.

En það er ekki tilviljun að mínu mati að andstaðan við "Sambandsaðild" virðist fara vaxandi á Íslandi.  Það er heldur ekki tilviljun að andstaðan við "Sambandið", euroið og þá leið sem "Sambandið" er á, fer vaxandi innan Evrópusambandsins.

En það fólk ætlar sér fæst að flytja í burtu, heldur kýs að berjast fyri umbótum, breytingum og jafnvel úrsögn úr "Sambandinu".

Það er þess vegna sem andstæðingar "Sambandsins", starfa m.a. á Evrópu(sambands)þinginu.

Það er ekki nauðsynlegt að klára aðlögunarferlið, og Alþingi getur með nákvæmlega sama lýðræðislega umboðinu og ferlið var hafið, ákveðið að slíta því.

Það er alls ekki skynsamlegt að láta ferlið "malla" út i hið óendanlega.  Hvað hefur gerst í aðlögunarviðræðunum fram að þessu?  Hvaða árangri hafa Íslendingar náð?

Hefur eitthvað miðað raunverulega áfram?

G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2013 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband