... þeir voru svo uppteknir við að "selja" kostina að þeir gleymdu að minnast á gallana

Fyrirsögnin er fengin að láni frá einum "Sambandssinnanum", sem skrifaði þetta um euroið og frammámenn Evrópusambandsins, fyirr nokkrum árum, þegar eurokrísan var ennþá frekar ung.

En það hefur mörgum verið ljóst um all langa hríð að stoðir eurosins væru ótraustar.  Fjöldi aðila varaði við þessum göllum áður en myntinni var komið á fót.

En það þótti ekki ástæða til þess að hlusta.

Enda snerist euroverkefnið ekki um hagfræði eða skynsemi, það snerist um pólítík.  Það snerist um stíga "næsta skref", taka "næsta koníakssjússinn".   Í þeirri trú og vissu að eina leiðin sé síðan að taka "næsta sjúss".

En það rennur upp fyrir fleirum og fleirum að euroið er byggt á ótraustum stoðum og getur beinlínis verið þjóðum hættulegt.  Margir hafa talað um að fyrst ríki Bandaríkjanna gætu verið með sameiginlega mynt, ætti það ekki að vera erfiðara fyrir ríki "Sambandsins".  En eins og fram kemur hjá Jóni Baldvini, er uppbyggingin allt önnur.

Kalífornía hefur enda ekki leitað til Alþjóða gjaldeyrisjóðsins.

Það er full ástæða fyrir Íslendinga til þess þess að staldra við, draga umsóknina um "Sambandsaðild" til baka.  

Vilji Íslendinga stendur ekki til þess að ganga í Evrópusambandið, og ég hygg að viljinn til þess að taka upp euro, aukist ekki hjá Íslendingum, sjái þeir fram á að þar verði stefnan tekin á sambandsríki.

Það er full ástæða fyrir Íslendinga að hafa þetta í huga þegar þeir greiða atkvæði þann 27. apríl.

Ekki láta lokkast af fyrirheitum um dvöl í hálfbyggðu húsi. 

 


mbl.is Stoðir evrusvæðisins ótraustar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,svo er ykkur vitringum fyrir að þakka,fylgist með öllu,þýðið og birtið,sem við svo endursegjum. Ég á í megnustu vandræðum með fjölskyldu tengdan aðila,em þrætir í rauðan dauðan að samningar verði eitthvað nýtt og ofurhagkvæmt,en slakkaði eilítið í,þegar ég benti á það óhjákvæmilega sem fylgdi. Ja,hann gat ekki bæði haldið og sleppt, vandamál í augsýn.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2013 kl. 00:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þakka þér hlý orð í mín garð Helga. 

En ég er ekki "einn af vitringunum".  Ég er bara "Jón á bolnum", sem hef áhuga á stjórnmálum og finnst ákvörðunin um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eður ei, sú stærsta sem Íslensk stjórnmál hafa þurft að eiga við um langa hríð.

En það má líka segja, að ef það er eitthvað sem Íslendingar ættu að læra af bankahruninu, IceSave málinu og efnahagserfiðleikunum, þá væri það að þetta eru alltof mikilvæg mál til þess að láta "vitringunum", sérfræðingunum, hagfræðingunum, stjórnmálamönnunum og álitsgjöfunum þau eftir.

Það er nauðsynlegt að almenningur kynni sér málin myndi sér skoðanir og raði sér í fylkingar eftir þeim.

Ef það sem ég skrifa hér gagnast einhverjum við það, þá hefur það svo sannarlega ekki verið til einskis.

G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2013 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband