Að selja kostina og leyna göllunum

"State of the Union" ræða Barroso virðist ekki hafa vakið mikla athygli á Íslandi, alla vegna hef ég ekki séð mikið um hana fjallað í Íslenskum fjölmiðlum, en það kann vissulega að hafa farið fram hjá mér.

En Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði þó um hana í grein í blaðinu (ég veit ekki hvort þetta telst leiðari, eða einfaldlega greinarskrif ritstjóra, ég las hana einfaldlega á visir.is.).

Þar mætti meðal annars lesa skoðun ritstjórans á þvi hvers vegna erfiðleikar Eurosins væru jafn miklir og raun ber vitni nú um stundir og hvers vegna vandræðagangurinn innan "Sambandsins" og Eurolandanda er borinn á torg.  Ritstjórinn skrifar:

"Fyrir þessu voru pólitískar ástæður. Ráðamönnum í ESB-ríkjunum var meira í mun að selja almenningi kosti evrunnar; stöðugleika, þægindi, sparnað, aukna samkeppni, lægri vexti og meiri samkeppnishæfni atvinnulífsins; en að útskýra fyrir þeim að stundum þyrftu vel rekin ríki þurft að hjálpa þeim illa reknu eða að nauðsynlegt yrði að samræma ákvarðanir í efnahags- og fjármálum. Sumir vildu þeir sjálfsagt ekki of harðan aga í ríkisfjármálum til að geta haldið áfram að kaupa sér vinsældir."

Ráðamönnum og öðrum "sölumönnum"  í "Sambandinu" var sem sé tamara og fannst eðlilegt að "selja" almenningi kosti sameiginlegs gjaldmiðils heldur en að minnast á gallana.  Alger óþarfi að vera að velta sér upp úr neikvæðum hlutum eða að segja frá bæði kostum og göllum.

Hljómar þetta kunnuglega fyrir Íslendinga?

Það er ef til vill þess vegna sem að ýmsir eru að vakna upp við vondan draum innan "Sambandsins" þessa dagana.  Vegna þess að þeir létu selja sér kostina en hugleiddu ekki gallana?

Þær voru víst nokkuð snarpar umræðurnar á Eistneska þinginu í dag þegar framlag landsins í björgunarsjóð "Sambandsins" var samþykkt.  Auðvitað var Eistlendingum ekki "seld" innganga í "Sambandið" eða þátttaka í sameiginlegri mynt á þeim forsendum að á sama árinu og þeir tækju upp euroið, þyrfti landið að leggja fram fé til að bjarga þjóð (hugsanlega þjóðum) þar sem þjóðarframleiðsla á hvern einstakling er u.þ.b. 50% hærri en Eistlendinga (tölur fyrir Grikkland 2010 er $28.496, en $18.527 fyrir Eistland).

Nei þeim var "seld" þátttaka í "Sambandinu" og Euroinu með því að tala um stöðugleika, lága vexti, gott að tilheyra stærri heild (sérstaklega fyrir nágranna Rússa) og að innan skamms tíma myndu lífskjör verða svipuð og í Þýskalandi.

Eistlandi er ætlað að ábyrgjast rétt tæpar 2.milljarða Euroa.

"The sum is a third of our budget," sagði Ester Tuiksoo, þingmaður Miðjuflokksins (Eesti Keskerakond)sem er í stjórnarandstöðu.

"I can't understand how the EFSF will save Europe and Greece. How Harry Potter beats Voldemort is something every normal person understands, but how the EFSF will bring Europe out of crisis is a fairy tale," sagði Igor Grazin og sagði nei, en hann er meðlimur Framfaraflokksins (Enska: Reform Party, Eistneska: Eesti Reformierakond) sem er flokkur Ansips forsætisráðherra.

Mailis Reps, þingmaður Miðjuflokksins var heldur ekki sátt við tillöguna og sagði:

"When we look at the salaries of teachers, the state support for children and so on, it's all many times smaller here than in the countries Estonia is now going to support financially,"

Juku-Kalle Raid, stjórnarþingmaður úr Föðurlands og lýðveldisbandalaginu (Samsteypa tveggja flokka, ProPatria and Res Publica Union.  Eistneska: Isamaa ja Res Publica Liit, IRL), talaði með þeim hætti sem á Íslensku yrði líklega kallað tæpitungulaust:

"I think I will vote against it. It is really strange that Estonia, where incomes are lower than in Greece even after its cuts, should pay for these lazy losers," .

Það getur endað illa þegar "sölumennskan" snýst aðeins um að sýna fram á hugsanlega kosti og fela gallana.

Svona eins og ef að bíll er seldur með þeim formerkjum að hann sé með gott útlit, hraðskreiður, leður á sætunum og góð hljómflutningstæki, en ekki minst á að nemarnir fyrir loftpúðana virki ekki, öryggisbeltin afturí séu föst, bremsurnar farnar að gefa sig og stýrisendarnir séu lúnir.

Þeir sem standa þannig að bílasölu enda yfirleitt í vandræðum, skaðabótum, lögsóknum og þar fram eftir götunum.

Þeir sem standa þannig að þvi að "selja" almenningi aðild að Evrópusambandinu og sameiginlegri mynt þess, enda yfirleitt í "feitum" vel launuðum embættum í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

"... stundum (gætu) vel rekin ríki þurft að hjálpa þeim illa reknu ..." segir ritstjórinn. Hvernig? Það var einmitt undirstrikað að þetta ætti ekki að gera þegar evran var smíðuð.

Tek undir að það hefur of lítið verið fjallað um ræðuna og þær breytingar sem Barroso boðar. RÚV stendur sig skelfilega illa í ESB málum.


Og smá ps: Þú þarft ekki að setja gæsalappir um Sambandið. Evrópusambandið er kallað Sambandið, með stórum staf, í íslensku þýðingunni á Lissabon sáttmálanum.

Haraldur Hansson, 30.9.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þriðjungur fjárlaga er stór biti fyrir hvaða ríki sem er og hlýtur að vera óbærilegur fyrir fátækt land eins og Eistland, þar sem uppbygging hefur varla enn náð inn á miðja 20. öldina.

Ragnhildur Kolka, 30.9.2011 kl. 22:25

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hugsanlega eru Íslensku fjölmiðlarnir ennþá uppteknir af því að "selja" kostina, en ræða Barroso fjallaði ekki mikið um þá.  Hún snerist meira um skoðanir hans á hvernig eigi að bregðast við göllunum sem fæstir hafa rætt mikið um undanfarin 20 ár.

Ég hef stundum verið ásakaður um að vera haldinn "gæsalappaduld", en heitið "Sambandið" á sér ríka sögu á Íslandi og í Íslenskri sögu.  Þess vegna finnst mér gæsalappirnar eiga vel við.

Það er ljóst að ábyrgðirnar sem er krafist af euroþjóðunum eru erfiðar smáríkjum s.s. Eistlandi og Slóvakíu.  Það verður fróðlegt að vita hvernig umræður verða í Slóvakíu í næstu viku.

Það verður gríðarlega þungur biti fyrir Eistlendinga ef allt fer á versta veg og ábyrgðirnar falla á þá af fullum þunga.

En fáar þjóðir hafa haldið á fjármálum sínum með jafn ábyrgum hætti og Eistlendingar síðastliðin 20. ár.  Fjármál hins opinbera eru því góð, en vissulega er mörg vandamál til staðar.  Mikið atvinnuleysi, efnahagshorfur ekki of bjartar, verulegur fólksflótti og mikið eftir ógert í uppbyggingu landsins.

Það er því ekki að undra að mörgum svíði að þurfa að styðja fjárhagslega við lönd sem hafa steypt sér í skuldir við að halda uppi háum en fölskum lífskjörum.

G. Tómas Gunnarsson, 1.10.2011 kl. 13:24

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Einhver reiknaði út að ef Ísland væri í ESB og ætti að leggja jafnmikið í "björgunarsjóðinn" og Malta, sem hlutfall af VLF, kæmu 106 milljarðar í okkar hlut.

Já 106.000 milljónir. Það eru þrjár Hörpur plús Vaðlaheiðargöng en samt væru nokkur þúsund milljónir í afgang.


Sjálfur setti ég saman þetta og þetta í tilefni af ræðu Barrosos, sem vegur ekki þungt í umræðunni. Morgunblaðið var með prýðilega fréttaskýringu og Evrópuvaktin birti þessa færslu byggða á franskri blaðagrein.

Ljósvakamiðlarnir hafa látið þetta að mestu fram hjá sér fara, sem er slæmt.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 13:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þetta Haraldur.  Ég las báðar færslurnar þínar sem voru með ágætum.  Morgunblaðið sé ég kki nema á netinu, en Evrópuvaktina les ég reglulega mér til gagns og ánægju.

G. Tómas Gunnarsson, 1.10.2011 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband