Góðar fréttir

Þær eru ekki margar "góðu" fréttirnar sem berast frá miðausturlöndum þessa dagana, en þessi er þó sannarlega ein af þeim.

Það er vissulega of snemmt að fagna, en mjór er mikils vísir og það er ánægjuefni að einhver samskipti eru á milli Sauda og Ísraela.

Það er ekki ólíklegt að Saudar sjái að nauðsynlegt sé að reyna að lægja öldur í heimshlutanum, og þeim er án efa ekki rótt þegar þeir sjá Írani magna upp ófrið í hverju landinu á fætur öðru þar um slóðir.  Það er líka ljóst að Saudar eru órólegir yfir kjarnorkuásókn Írana, sem eðlilegt er.

Þetta gæti því allt hjálpað til að mynda söguleg tengsl á milli þessara fornu fjenda.


mbl.is Sendiherra Bandaríkjanna segir þíðu í samskiptum Ísraela og Sádi-Araba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband