Þriðjaheimslöndin

Já, það er slæmt að hafa flutt frá einu "þriðjaheimslandinu" í annað, en þó er vistin hér í þriðjaheimslandinu Kanada nokkuð bærileg.  Það er ekki hægt að segja að menn líði hér mikinn skort, umburðarlyndi er með mesta móti og tilveran nokkuð dægileg, þó að það verði hér full kalt á veturna og jafnvel of heitt á sumrin.

En það vita Íslendingar að það er ekki nema í hálfgerðum "þriðjaheimslöndum" að verið er að byggja álver, hvað þá að stjórnvöld borgi fyrir þann "óþverra" með styrkum og geri hvað þeir geti til að fá álfyrirtækin til sín eða að halda þeim.

En svona er margt skrýtið í kýrhausnum, og ef vill það skrýtnasta að fólk velji að sækjast eftir vinnu á slíkum stöðum.


mbl.is Alcan fjárfestir í álverum í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að íslendingum væri bannað að tala um álver nema með neikvæðum tón - svona eins og þegar maður minnist á sígarettur.

Mæli með því að þú setir inn orðin heimska og skammsýni næst þegar þú ræðir um svona hluti, svo þú verðir ekki úthrópaður af fólki sem veit betur en allir aðrir. 

Li, Hal (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband