Brýnt mál

Ég held að það megi ekki seinna vera að leggja drög að því að Íslendingar eignist nýtt varðskip.  Íslendingar eiga stóra landhelgi og umferð þar eykst með hverju árinu.  Einnig er brýnt að Landhelgisgæslan geti sinnt eftirliti og ekki síður þjónustu við hina fjölmörgu sjómenn sem stunda atvinnu sína á Íslandsmiðum.

En ég var örlítið hissa að sjá að skipið yrði smíðað í Chile.  Það er eins og mig rámi í ekkert allt of góða reynslu Íslendinga þegar hafrannsóknarskip var smíðað þar.

Þess utan, væri ekki lang best að smíða skipið á Íslandi, eigum við ekki einhverjar skipasmíðastöðvar ennþá?  Og er ekki nóg af Pólverjum með reynslu af skipasmíðum í Gdansk?


mbl.is Nýtt varðskip verður komið í flota Landhelgisgæslunnar um mitt ár 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband