Hringlað með kosningar?

Ég verð að segja að mér finnst það með eindæmum ef það á að fara að hringla með kjördag og kosningar.  Ég trúi ekki að það verði raunin fyrr en ég sé það gerast.

Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn bakki frá kosningadegi, eða láti Vinstri græn og Samfylkinguna komast upp með slíkt rugl.  Kosningar eru þess eðlis að það þar þurfa ákvarðanir að standa, bæði með tímasetningu og reyndar líka lagasetningu.  Það er annar hlutur sem núverandi stjórn og Framsóknarflokkur ættu að athuga.

Er það ekki rétt að ÖSE líti það hornaugum, ef kosningalögum er breytt með skemmri fyrirvara en ári?

Mér líst hins vegar vel á tillögur Steinunnar Valdísar (líklega hennar besta tilllaga á ferlinum) um að þingið starfi í sumar.  Það eru engin rök fyrir löngu sumarfrí þingmanna og allra síst í því ástandi sem nú ríkir.


mbl.is Þingrof óákveðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það kæmi ekki á óvart ef kosningum yrði frestað, svona í pörtum, út kjörtímabilið.  Framsóknarflokkurinn er kominn í vandræði með sjálfan sig og treystir sér vart út í kosningar sem stendur.  Það væri því þægilegt fyrir þá að treina lífdaga þessarar stjórnar, jafnvel út kjörtímabilið.  Skoðanakannanir sýna dvínandi fylgi Framsóknar og þeir vita ekki hvort þeir eigi að hrökkva eða stökkva.  Þeir skamma ríkisstjórnina fyrir dugleysi, en eru ólmir í að verja hana falli.  Svona haltu mér slepptu mér, opinn í báða enda eins og við kölluðum Framsóknarflokkinn hér áður fyrr.  Það hefur ekkert breyst.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband