Réttur maður á röngum tíma

Ég hef verið um það bil klukkutíma á eftir mínu eigin lífi síðan á sunnudag.

Þá breyttum við hér í Kanada klukkunni, færðum hana fram um einn klukkutíma, fórum á sumartíma þó að enn sé hér frost á nóttunni.

Mér er meinilla við þetta hringl síðvetrar og svo aftur um haustið.

Enda tekur mig alltaf þó nokkra daga að aðlaga líkamann og ekki síður sálina að þessari breytingu.

Eins og í stjórnmálunum lít ég svo á að það sé stöðugleikinn sem gildi.  Hef aldrei skilið þá tillögugerð að taka upp sumartíma á Íslandi, sem að í þokkabót er á eilífum sumartíma, alltaf klukkutíma á undan.

En núna er ég réttur maður á röngum tíma, en í hárréttu húsi. 

Fer fljótlega að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband