Með uppáskrift frá Hæstarétti var haldið í víking

Svona ganga "viðskipti" fyrir sig á Íslandi.  Og með uppáskrift frá Hæstarétti héldu "Íslensku útrásarvíkingarnir" til verka.

Það hlaut að vera í lagi að vera örlítið í viðskiptum við sjálfa sig.  Það gat varla verið ólöglegt að bankarnir keyptu örlítið af bréfum frá eigendum sínum, eða að setja á stofn hlutafélög til þess að kaupa í sjálfum sér.

Hæstiréttur Íslands var búinn að segja að það að sitja báðum megin borðsins væri "bara viðskipti".

Fjölmiðlar og stór hluti almennings talaði um "ofsóknir" hins opinbera gegn "heiðarlegum viðskiptamönnum".  Sumir fjölmiðlamenn tala þannig enn.

Það hlaut þá að vera í lagi að "snúa" Sterling nokkra "hringi".  Það hlutu að vera einföld viðskipti að stofna nokkur hlutafélög og láta bankana lána þeim nokkra milljarða svo hægt væri að kaupa meira hlutafé í bönkunum og njóta þar aukinna áhrifa, kaupa svo meiri hlutabréf og láta bankann kaupa fleiri skuldabréf.

Væri ekki næsta víst að Hæstiréttur myndi telja það "bara viðskipti"?

 


mbl.is Viðskipti, ekki fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíðið bara nú þarf einhvern til að móðga Davíð upp úr skónum þá fer hann og kjaftar frá öllu liðinu. Davíð veit eitthvað en hann er heiðarlegur og á endanum kjaftar hann þá má fólk vara sig

Guðrún gg (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Hlédís

DO er heiðarlegur - á sumum sviðum,  Hann hefur trúlega aldrei spilað Víkinga-Myllu. Honum hafa raunar lengi borist peningar í formi há-launa og gegn um vensl - svo hann á vel til hnífs og skeiðar.  Hitt er einnig hverjum ljóst sem sjá vill, að kallinn "hefur" eitthvað "á" liðið sem gerir að enginn þorir að hrófla við honum.

Hlédís, 13.12.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband